Lífið

Prentaðu Instagram-myndir á strigaskó

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Afar einfalt á að vera að nota smáforritið #miadidas.
Afar einfalt á að vera að nota smáforritið #miadidas.
Íþróttavörurisinn Adidas setur nýtt smáforrit á markað í ágúst sem heitir einfaldlega #miadidas.

Með smáforritinu geta notendur hannað sína eigin ZX Flux-strigaskó og prentað sínar eftirlætismyndir á Instagram á þá. Forritið verður aðgengilegt fyrir iPhone- og Android-síma.

Adidas er ekki fyrsta fyrirtækið til að bjóða upp á slíka þjónustu. Stutt er síðan skóhönnuðurinn Jimmy Choo tilkynnti að konur gætu hannað hælana á skónum úr smiðju hans og jafnvel sett upphafsstafi sína á sólann. Valentino hefur einnig leyft viðskiptavinum sínum að hanna sínar eigin töskur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.