Lífið

„Það verður bara kynlíf í loftinu“

Baldvin Þormóðsson skrifar
Reykjavíkurdætur eru þekktar fyrir virkilega góða sviðsframkomu.
Reykjavíkurdætur eru þekktar fyrir virkilega góða sviðsframkomu.
„Það verður bara kynlíf í loftinu,“ segir Þuríður Blær Jóhannsdóttir, ein Reykjavíkurdætra, en þær bjóða í tónlistarveislu á Gamla Gauknum ásamt Grísalappalísu.

„Fyrst verður rosalegt estrógen á sviðinu og síðan geggjað testósterón,“ segir Blær en Reykjavíkurdætur skipa eingöngu stelpur og Grísalappalísu skipa eingöngu strákar.

Áhorfendur mega búast við líflegri sviðsframkomu en báðar hljómsveitirnar eru þekktar fyrir mjög góða sviðsframkomu. „Það eru eiginlega bara forréttindi að fá að sjá báðar þessar hljómsveitir koma saman á sviði,“ segir Blær en ásamt því að frumflytja þrjú ný lög þá ætla rappetturnar að flytja eitt nýtt lag sem unnið var í samvinnu við Grísalappalísu.

Þessi Reykjavíkudóttir er án efa mjög góð í því að battla.
„Það verður mikil tilraunastarfsemi í gangi,“ segir ungi rapparinn sem útilokar ekki svokallað rapp-battl á sviðinu. „Það getur allt gerst á tónleikum sem þessum.“ 

Eins og áður hefur komið fram verða tónleikarnir á Gamla Gauknum og hefjast klukkan 21.00. Aðgangseyrir er 1.500 krónur.



Hér fyrir neðan má hlýða á lag Grísalappalísu ABC en hljómsveitin er einnig þekkt fyrir að gefa út virkilega metnaðarfull og áhugaverð tónlistarmyndbönd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.