Óljóst hvort dómar eigi að geyma gögn Sveinn Arnarsson og Brjánn Jónasson skrifar 30. júní 2014 07:00 Héraðsdómurinn er sá eini á landinu þar sem skjöl eru ekki geymd í úrskurðum um hlustun og húsleit. DómsmálAllir héraðsdómstólar landsins nema Héraðsdómur Reykjavíkur geyma framlögð rannsóknargögn í málum er snerta húsleit eða hleranir. Þetta kemur fram í svörum við fyrirspurnum Fréttablaðsins til héraðsdómstóla landsins sem og svörum dómstólanna við fyrirspurnum lögfræðinga Samherja. Samkvæmt lögum um sakamál ber dómstólum að geyma framlögð gögn, en dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur segir vafa ríkja um gögn sem lögð séu fram á rannsóknarstigi. Ingveldur Einarsdóttir, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefur verið kærð meðal annars vegna þess að málsskjöl og fylgigögn við úrskurð um húsleitarheimild hjá Samherja árið 2012 finnast ekki hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Í 15. grein sakamálalaga segir: „Skjöl, sem eru lögð fram í dómi, skulu vera í frumriti séu þau tiltæk. Þau skulu merkt í áframhaldandi töluröð og vottuð um framlagningu.“ Í annarri málsgrein sömu lagagreinar segir: „Framlögð skjöl skulu varðveitt í skjalasafni hlutaðeigandi dómstóls þar til þau verða afhent Þjóðskjalasafni.“ Sigurður Líndal lagaprófessor segir dómstóla verða að haga vinnu sinni þannig að þeir vinni eins á öllu landinu. Það sé ekki æskilegt ef vinnulag um geymslu gagna sé mismunandi eftir umdæmum héraðsdómstóla. Ingimundur Einarsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, tekur undir að óheppilegt sé að menn viðhafi ekki sömu vinnubrögð í öllum héraðsdómstólum landsins, en segir Héraðsdóm Reykjavíkur fara að lögum. „Þetta hefur alla tíð verið gert með þessum hætti,“ segir Ingimundur. Hann segir vafa leika á hvort dómstólnum sé skylt að geyma gögn sem eru lögð fram þegar óskað er eftir heimild til húsleitar eða símahlerunar. „Málið hefur ekki verið höfðað, þarna er verið að óska eftir úrskurði á rannsóknarstigi, en það er ekki verið að höfða málið með þessu,“ segir Ingimundur. Hann segir að í þessu líti dómstóllinn til 103. greinar sakamálalaga, þar sem fjallað er um framgang rannsóknarmála fyrir dómi. Þar segir að lögreglustjóri eða ákæruvaldið skuli leggja skriflega og rökstudda kröfu um atbeina dómara fyrir dómstólinn. Þeirri kröfu eiga að fylgja þau gögn sem hún styðst við. Þar er ekkert tekið fram um hvort dómstóllinn skuli geyma gögn eða ekki.Skúli MagnússonSkúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands, hefur tjáð sig um málavöxtu á þann hátt að eðlilegt sé að rannsóknargögn séu ekki geymd. Hann skrifar á Facebook-síðu sína: „Rannsóknargögn „liggja þannig frammi“ þegar mál er tekið fyrir en eru ekki „lögð fram“ þannig að þau verði að dómskjölum og varðveitt hjá viðkomandi dómstól. Þess er því ekki að vænta (eðlilega) að rannsóknargögn sé að finna í skjalasafni héraðsdóms.“ Þetta virðist stangast á við ákvæði 15. greinar sakamálalaga, sem dómstólar eiga að fara eftir. „Það er mikill munur á því að rannsóknargögn séu lögð fram sem skjöl í málum eða hvort rannsóknargögn liggi frammi þannig að dómari geti glöggvað sig á málavöxtum til að úrskurða um heimild til hlustunar eða húsleitar. Rannsóknargögn eru afar viðkvæm. Einnig þyrfti að hugsa þessi mál alveg upp á nýtt ef þyrfti að geyma öll gögn hjá dómstólnum,“ segir Skúli í samtali við Fréttablaðið. „Það er rétt að öll skjöl sem lögð eru fram í málinu eru geymd og eiga að vera geymd samkvæmt lögum.“ Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
DómsmálAllir héraðsdómstólar landsins nema Héraðsdómur Reykjavíkur geyma framlögð rannsóknargögn í málum er snerta húsleit eða hleranir. Þetta kemur fram í svörum við fyrirspurnum Fréttablaðsins til héraðsdómstóla landsins sem og svörum dómstólanna við fyrirspurnum lögfræðinga Samherja. Samkvæmt lögum um sakamál ber dómstólum að geyma framlögð gögn, en dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur segir vafa ríkja um gögn sem lögð séu fram á rannsóknarstigi. Ingveldur Einarsdóttir, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefur verið kærð meðal annars vegna þess að málsskjöl og fylgigögn við úrskurð um húsleitarheimild hjá Samherja árið 2012 finnast ekki hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Í 15. grein sakamálalaga segir: „Skjöl, sem eru lögð fram í dómi, skulu vera í frumriti séu þau tiltæk. Þau skulu merkt í áframhaldandi töluröð og vottuð um framlagningu.“ Í annarri málsgrein sömu lagagreinar segir: „Framlögð skjöl skulu varðveitt í skjalasafni hlutaðeigandi dómstóls þar til þau verða afhent Þjóðskjalasafni.“ Sigurður Líndal lagaprófessor segir dómstóla verða að haga vinnu sinni þannig að þeir vinni eins á öllu landinu. Það sé ekki æskilegt ef vinnulag um geymslu gagna sé mismunandi eftir umdæmum héraðsdómstóla. Ingimundur Einarsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, tekur undir að óheppilegt sé að menn viðhafi ekki sömu vinnubrögð í öllum héraðsdómstólum landsins, en segir Héraðsdóm Reykjavíkur fara að lögum. „Þetta hefur alla tíð verið gert með þessum hætti,“ segir Ingimundur. Hann segir vafa leika á hvort dómstólnum sé skylt að geyma gögn sem eru lögð fram þegar óskað er eftir heimild til húsleitar eða símahlerunar. „Málið hefur ekki verið höfðað, þarna er verið að óska eftir úrskurði á rannsóknarstigi, en það er ekki verið að höfða málið með þessu,“ segir Ingimundur. Hann segir að í þessu líti dómstóllinn til 103. greinar sakamálalaga, þar sem fjallað er um framgang rannsóknarmála fyrir dómi. Þar segir að lögreglustjóri eða ákæruvaldið skuli leggja skriflega og rökstudda kröfu um atbeina dómara fyrir dómstólinn. Þeirri kröfu eiga að fylgja þau gögn sem hún styðst við. Þar er ekkert tekið fram um hvort dómstóllinn skuli geyma gögn eða ekki.Skúli MagnússonSkúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands, hefur tjáð sig um málavöxtu á þann hátt að eðlilegt sé að rannsóknargögn séu ekki geymd. Hann skrifar á Facebook-síðu sína: „Rannsóknargögn „liggja þannig frammi“ þegar mál er tekið fyrir en eru ekki „lögð fram“ þannig að þau verði að dómskjölum og varðveitt hjá viðkomandi dómstól. Þess er því ekki að vænta (eðlilega) að rannsóknargögn sé að finna í skjalasafni héraðsdóms.“ Þetta virðist stangast á við ákvæði 15. greinar sakamálalaga, sem dómstólar eiga að fara eftir. „Það er mikill munur á því að rannsóknargögn séu lögð fram sem skjöl í málum eða hvort rannsóknargögn liggi frammi þannig að dómari geti glöggvað sig á málavöxtum til að úrskurða um heimild til hlustunar eða húsleitar. Rannsóknargögn eru afar viðkvæm. Einnig þyrfti að hugsa þessi mál alveg upp á nýtt ef þyrfti að geyma öll gögn hjá dómstólnum,“ segir Skúli í samtali við Fréttablaðið. „Það er rétt að öll skjöl sem lögð eru fram í málinu eru geymd og eiga að vera geymd samkvæmt lögum.“
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira