Aðildarsamtök Sjálfstæðisflokksins í samstarf með öfgahópum Bjarki Ármannsson skrifar 30. júní 2014 09:00 Þingflokkur AECR hefur mátt sæta gagnrýni fyrir samstarf sitt og þjóðernisflokka frá Danmörku og Finnlandi. Nordicphotos/AFP Öfgaflokkar frá Danmörku og Finnlandi eru meðal þeirra sem gengu í mánuðinum til liðs við þingflokk Samtaka evrópskra íhaldsmanna og umbótasinna (AECR), samtaka sem Sjálfstæðisflokkurinn er meðal annars aðili að.Umdeildur félagsskapur AECR varð til árið 2009 þegar Breski íhaldsflokkurinn sagði sig úr Evrópska þjóðarflokknum, samtökum hófsamra hægriflokka (EPP), vegna ágreinings um völd og ítök Evrópusambandsins. Sjálfstæðismenn hafa átt aðild að samtökunum frá því í nóvember 2011, en þeir áttu áður í samstarfi með EPP. Í kjölfar kosninga til Evrópuþingsins nú síðustu helgina í maí gengu til liðs við þingflokk AECR, sem kallast ECR, fjórir þingmenn Danska þjóðarflokksins og tveir þingmenn Finnska flokksins, sem áður kallaðist Sannir Finnar. Þessir flokkar hafa oft verið nefndir hægriöfgaflokkar og berjast báðir fyrir harðlínustefnu í innflytjendamálum. Ummæli þingmanna þeirra hafa sætt mikilli gagnrýni og þótt bera vott um kynþátta- og útlendingahatur.Engin öfgasjónarmið Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn þriggja varaforseta AECR. „Það sem sameinar okkur í AECR er fyrst og síðast Evrópupólitíkin,“ segir Ragnheiður Elín. „Það er ágætis samhljómur með stefnuyfirlýsingu AECR og sjálfstæðisstefnunni. Þar er lögð áhersla á frelsi einstaklingsins, viðskiptafrelsi, lága skatta og þess háttar, plús að vera ekki hlynnt frekari Evrópusamruna. Það er þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sá samleið með þessum samtökum.“ Danski þjóðarflokkurinn og Finnski flokkurinn hafa ekki gengið til liðs við AECR, einungis þingflokkinn ECR sem er einn angi samtakanna. Ragnheiður segir að aðild nýrra flokka að AECR verði væntanlega rædd á stjórnarfundi samtakanna í vikunni. Hún segir það alls ekki svo að hvaða flokkar sem er geti rúmast innan þessara samtaka. „Flokkarnir þurfa að undirgangast þá stefnu sem samtökin standa fyrir,“ segir hún. „Þegar nýir flokkar eru teknir inn, þá er þess gætt afar vel að það sé ekki um neina öfgaflokka að ræða, og engin öfgasjónarmið. Við höfum hafnað flokkum í gegnum tíðina sem hafa sóst eftir aðild vegna slíkra hluta.“ Hún segir að þar sem Ísland sé ekki í Evrópusambandinu hafi Sjálfstæðisflokkurinn ekkert um það að segja hvaða flokkar ganga til liðs við þingflokkinn á Evrópuþinginu. „En hvað sem öðru líður, þá er ég fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur sína stefnu, sem er skýr og klár og laus við allar öfgar í þessum efnum.“ Tengdar fréttir ESB-kosningar pólitískur jarðskjálfti Flokkar sem vilja takmarka völd ESB fengu nærri 30 prósent þingsæta í kosningum til Evrópuþingsins. Tengist bæði afstöðu almennings til ESB og innanríkismálum í aðildarríkjunum, segir stjórnmálafræðingur. 27. maí 2014 11:00 Sannir Finnar sexfölduðu fylgi sitt Allt er á öðrum endanum í finnskum stjórnmálum eftir að ríkisstjórnin féll og þjóðernisflokkurinn Sannir Finnar nærri sexfaldaði þingmannafjölda sinn í kosningum í landinu í gær. Leiðtogi flokksins segir mikilvægt að Evrópa virði vilja finnsku þjóðarinnar. 18. apríl 2011 12:09 Flokkar andsnúnir ESB náðu góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins Flokkar lengst til hægri í stjórnmálum og flokkar sem vilja draga úr völdum Evrópusambandsins náðu víða góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins sem fram fóru um helgina. 26. maí 2014 07:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Öfgaflokkar frá Danmörku og Finnlandi eru meðal þeirra sem gengu í mánuðinum til liðs við þingflokk Samtaka evrópskra íhaldsmanna og umbótasinna (AECR), samtaka sem Sjálfstæðisflokkurinn er meðal annars aðili að.Umdeildur félagsskapur AECR varð til árið 2009 þegar Breski íhaldsflokkurinn sagði sig úr Evrópska þjóðarflokknum, samtökum hófsamra hægriflokka (EPP), vegna ágreinings um völd og ítök Evrópusambandsins. Sjálfstæðismenn hafa átt aðild að samtökunum frá því í nóvember 2011, en þeir áttu áður í samstarfi með EPP. Í kjölfar kosninga til Evrópuþingsins nú síðustu helgina í maí gengu til liðs við þingflokk AECR, sem kallast ECR, fjórir þingmenn Danska þjóðarflokksins og tveir þingmenn Finnska flokksins, sem áður kallaðist Sannir Finnar. Þessir flokkar hafa oft verið nefndir hægriöfgaflokkar og berjast báðir fyrir harðlínustefnu í innflytjendamálum. Ummæli þingmanna þeirra hafa sætt mikilli gagnrýni og þótt bera vott um kynþátta- og útlendingahatur.Engin öfgasjónarmið Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn þriggja varaforseta AECR. „Það sem sameinar okkur í AECR er fyrst og síðast Evrópupólitíkin,“ segir Ragnheiður Elín. „Það er ágætis samhljómur með stefnuyfirlýsingu AECR og sjálfstæðisstefnunni. Þar er lögð áhersla á frelsi einstaklingsins, viðskiptafrelsi, lága skatta og þess háttar, plús að vera ekki hlynnt frekari Evrópusamruna. Það er þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sá samleið með þessum samtökum.“ Danski þjóðarflokkurinn og Finnski flokkurinn hafa ekki gengið til liðs við AECR, einungis þingflokkinn ECR sem er einn angi samtakanna. Ragnheiður segir að aðild nýrra flokka að AECR verði væntanlega rædd á stjórnarfundi samtakanna í vikunni. Hún segir það alls ekki svo að hvaða flokkar sem er geti rúmast innan þessara samtaka. „Flokkarnir þurfa að undirgangast þá stefnu sem samtökin standa fyrir,“ segir hún. „Þegar nýir flokkar eru teknir inn, þá er þess gætt afar vel að það sé ekki um neina öfgaflokka að ræða, og engin öfgasjónarmið. Við höfum hafnað flokkum í gegnum tíðina sem hafa sóst eftir aðild vegna slíkra hluta.“ Hún segir að þar sem Ísland sé ekki í Evrópusambandinu hafi Sjálfstæðisflokkurinn ekkert um það að segja hvaða flokkar ganga til liðs við þingflokkinn á Evrópuþinginu. „En hvað sem öðru líður, þá er ég fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur sína stefnu, sem er skýr og klár og laus við allar öfgar í þessum efnum.“
Tengdar fréttir ESB-kosningar pólitískur jarðskjálfti Flokkar sem vilja takmarka völd ESB fengu nærri 30 prósent þingsæta í kosningum til Evrópuþingsins. Tengist bæði afstöðu almennings til ESB og innanríkismálum í aðildarríkjunum, segir stjórnmálafræðingur. 27. maí 2014 11:00 Sannir Finnar sexfölduðu fylgi sitt Allt er á öðrum endanum í finnskum stjórnmálum eftir að ríkisstjórnin féll og þjóðernisflokkurinn Sannir Finnar nærri sexfaldaði þingmannafjölda sinn í kosningum í landinu í gær. Leiðtogi flokksins segir mikilvægt að Evrópa virði vilja finnsku þjóðarinnar. 18. apríl 2011 12:09 Flokkar andsnúnir ESB náðu góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins Flokkar lengst til hægri í stjórnmálum og flokkar sem vilja draga úr völdum Evrópusambandsins náðu víða góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins sem fram fóru um helgina. 26. maí 2014 07:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
ESB-kosningar pólitískur jarðskjálfti Flokkar sem vilja takmarka völd ESB fengu nærri 30 prósent þingsæta í kosningum til Evrópuþingsins. Tengist bæði afstöðu almennings til ESB og innanríkismálum í aðildarríkjunum, segir stjórnmálafræðingur. 27. maí 2014 11:00
Sannir Finnar sexfölduðu fylgi sitt Allt er á öðrum endanum í finnskum stjórnmálum eftir að ríkisstjórnin féll og þjóðernisflokkurinn Sannir Finnar nærri sexfaldaði þingmannafjölda sinn í kosningum í landinu í gær. Leiðtogi flokksins segir mikilvægt að Evrópa virði vilja finnsku þjóðarinnar. 18. apríl 2011 12:09
Flokkar andsnúnir ESB náðu góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins Flokkar lengst til hægri í stjórnmálum og flokkar sem vilja draga úr völdum Evrópusambandsins náðu víða góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins sem fram fóru um helgina. 26. maí 2014 07:33