Aðildarsamtök Sjálfstæðisflokksins í samstarf með öfgahópum Bjarki Ármannsson skrifar 30. júní 2014 09:00 Þingflokkur AECR hefur mátt sæta gagnrýni fyrir samstarf sitt og þjóðernisflokka frá Danmörku og Finnlandi. Nordicphotos/AFP Öfgaflokkar frá Danmörku og Finnlandi eru meðal þeirra sem gengu í mánuðinum til liðs við þingflokk Samtaka evrópskra íhaldsmanna og umbótasinna (AECR), samtaka sem Sjálfstæðisflokkurinn er meðal annars aðili að.Umdeildur félagsskapur AECR varð til árið 2009 þegar Breski íhaldsflokkurinn sagði sig úr Evrópska þjóðarflokknum, samtökum hófsamra hægriflokka (EPP), vegna ágreinings um völd og ítök Evrópusambandsins. Sjálfstæðismenn hafa átt aðild að samtökunum frá því í nóvember 2011, en þeir áttu áður í samstarfi með EPP. Í kjölfar kosninga til Evrópuþingsins nú síðustu helgina í maí gengu til liðs við þingflokk AECR, sem kallast ECR, fjórir þingmenn Danska þjóðarflokksins og tveir þingmenn Finnska flokksins, sem áður kallaðist Sannir Finnar. Þessir flokkar hafa oft verið nefndir hægriöfgaflokkar og berjast báðir fyrir harðlínustefnu í innflytjendamálum. Ummæli þingmanna þeirra hafa sætt mikilli gagnrýni og þótt bera vott um kynþátta- og útlendingahatur.Engin öfgasjónarmið Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn þriggja varaforseta AECR. „Það sem sameinar okkur í AECR er fyrst og síðast Evrópupólitíkin,“ segir Ragnheiður Elín. „Það er ágætis samhljómur með stefnuyfirlýsingu AECR og sjálfstæðisstefnunni. Þar er lögð áhersla á frelsi einstaklingsins, viðskiptafrelsi, lága skatta og þess háttar, plús að vera ekki hlynnt frekari Evrópusamruna. Það er þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sá samleið með þessum samtökum.“ Danski þjóðarflokkurinn og Finnski flokkurinn hafa ekki gengið til liðs við AECR, einungis þingflokkinn ECR sem er einn angi samtakanna. Ragnheiður segir að aðild nýrra flokka að AECR verði væntanlega rædd á stjórnarfundi samtakanna í vikunni. Hún segir það alls ekki svo að hvaða flokkar sem er geti rúmast innan þessara samtaka. „Flokkarnir þurfa að undirgangast þá stefnu sem samtökin standa fyrir,“ segir hún. „Þegar nýir flokkar eru teknir inn, þá er þess gætt afar vel að það sé ekki um neina öfgaflokka að ræða, og engin öfgasjónarmið. Við höfum hafnað flokkum í gegnum tíðina sem hafa sóst eftir aðild vegna slíkra hluta.“ Hún segir að þar sem Ísland sé ekki í Evrópusambandinu hafi Sjálfstæðisflokkurinn ekkert um það að segja hvaða flokkar ganga til liðs við þingflokkinn á Evrópuþinginu. „En hvað sem öðru líður, þá er ég fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur sína stefnu, sem er skýr og klár og laus við allar öfgar í þessum efnum.“ Tengdar fréttir ESB-kosningar pólitískur jarðskjálfti Flokkar sem vilja takmarka völd ESB fengu nærri 30 prósent þingsæta í kosningum til Evrópuþingsins. Tengist bæði afstöðu almennings til ESB og innanríkismálum í aðildarríkjunum, segir stjórnmálafræðingur. 27. maí 2014 11:00 Sannir Finnar sexfölduðu fylgi sitt Allt er á öðrum endanum í finnskum stjórnmálum eftir að ríkisstjórnin féll og þjóðernisflokkurinn Sannir Finnar nærri sexfaldaði þingmannafjölda sinn í kosningum í landinu í gær. Leiðtogi flokksins segir mikilvægt að Evrópa virði vilja finnsku þjóðarinnar. 18. apríl 2011 12:09 Flokkar andsnúnir ESB náðu góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins Flokkar lengst til hægri í stjórnmálum og flokkar sem vilja draga úr völdum Evrópusambandsins náðu víða góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins sem fram fóru um helgina. 26. maí 2014 07:33 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Öfgaflokkar frá Danmörku og Finnlandi eru meðal þeirra sem gengu í mánuðinum til liðs við þingflokk Samtaka evrópskra íhaldsmanna og umbótasinna (AECR), samtaka sem Sjálfstæðisflokkurinn er meðal annars aðili að.Umdeildur félagsskapur AECR varð til árið 2009 þegar Breski íhaldsflokkurinn sagði sig úr Evrópska þjóðarflokknum, samtökum hófsamra hægriflokka (EPP), vegna ágreinings um völd og ítök Evrópusambandsins. Sjálfstæðismenn hafa átt aðild að samtökunum frá því í nóvember 2011, en þeir áttu áður í samstarfi með EPP. Í kjölfar kosninga til Evrópuþingsins nú síðustu helgina í maí gengu til liðs við þingflokk AECR, sem kallast ECR, fjórir þingmenn Danska þjóðarflokksins og tveir þingmenn Finnska flokksins, sem áður kallaðist Sannir Finnar. Þessir flokkar hafa oft verið nefndir hægriöfgaflokkar og berjast báðir fyrir harðlínustefnu í innflytjendamálum. Ummæli þingmanna þeirra hafa sætt mikilli gagnrýni og þótt bera vott um kynþátta- og útlendingahatur.Engin öfgasjónarmið Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn þriggja varaforseta AECR. „Það sem sameinar okkur í AECR er fyrst og síðast Evrópupólitíkin,“ segir Ragnheiður Elín. „Það er ágætis samhljómur með stefnuyfirlýsingu AECR og sjálfstæðisstefnunni. Þar er lögð áhersla á frelsi einstaklingsins, viðskiptafrelsi, lága skatta og þess háttar, plús að vera ekki hlynnt frekari Evrópusamruna. Það er þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sá samleið með þessum samtökum.“ Danski þjóðarflokkurinn og Finnski flokkurinn hafa ekki gengið til liðs við AECR, einungis þingflokkinn ECR sem er einn angi samtakanna. Ragnheiður segir að aðild nýrra flokka að AECR verði væntanlega rædd á stjórnarfundi samtakanna í vikunni. Hún segir það alls ekki svo að hvaða flokkar sem er geti rúmast innan þessara samtaka. „Flokkarnir þurfa að undirgangast þá stefnu sem samtökin standa fyrir,“ segir hún. „Þegar nýir flokkar eru teknir inn, þá er þess gætt afar vel að það sé ekki um neina öfgaflokka að ræða, og engin öfgasjónarmið. Við höfum hafnað flokkum í gegnum tíðina sem hafa sóst eftir aðild vegna slíkra hluta.“ Hún segir að þar sem Ísland sé ekki í Evrópusambandinu hafi Sjálfstæðisflokkurinn ekkert um það að segja hvaða flokkar ganga til liðs við þingflokkinn á Evrópuþinginu. „En hvað sem öðru líður, þá er ég fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur sína stefnu, sem er skýr og klár og laus við allar öfgar í þessum efnum.“
Tengdar fréttir ESB-kosningar pólitískur jarðskjálfti Flokkar sem vilja takmarka völd ESB fengu nærri 30 prósent þingsæta í kosningum til Evrópuþingsins. Tengist bæði afstöðu almennings til ESB og innanríkismálum í aðildarríkjunum, segir stjórnmálafræðingur. 27. maí 2014 11:00 Sannir Finnar sexfölduðu fylgi sitt Allt er á öðrum endanum í finnskum stjórnmálum eftir að ríkisstjórnin féll og þjóðernisflokkurinn Sannir Finnar nærri sexfaldaði þingmannafjölda sinn í kosningum í landinu í gær. Leiðtogi flokksins segir mikilvægt að Evrópa virði vilja finnsku þjóðarinnar. 18. apríl 2011 12:09 Flokkar andsnúnir ESB náðu góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins Flokkar lengst til hægri í stjórnmálum og flokkar sem vilja draga úr völdum Evrópusambandsins náðu víða góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins sem fram fóru um helgina. 26. maí 2014 07:33 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
ESB-kosningar pólitískur jarðskjálfti Flokkar sem vilja takmarka völd ESB fengu nærri 30 prósent þingsæta í kosningum til Evrópuþingsins. Tengist bæði afstöðu almennings til ESB og innanríkismálum í aðildarríkjunum, segir stjórnmálafræðingur. 27. maí 2014 11:00
Sannir Finnar sexfölduðu fylgi sitt Allt er á öðrum endanum í finnskum stjórnmálum eftir að ríkisstjórnin féll og þjóðernisflokkurinn Sannir Finnar nærri sexfaldaði þingmannafjölda sinn í kosningum í landinu í gær. Leiðtogi flokksins segir mikilvægt að Evrópa virði vilja finnsku þjóðarinnar. 18. apríl 2011 12:09
Flokkar andsnúnir ESB náðu góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins Flokkar lengst til hægri í stjórnmálum og flokkar sem vilja draga úr völdum Evrópusambandsins náðu víða góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins sem fram fóru um helgina. 26. maí 2014 07:33