Ættu að lesa áætlun sem þeir samþykktu sjálfir 1. júlí 2014 11:00 Allt að 40 störf munu flytjast með Fiskistofu til Akureyrar í lok næsta árs. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist ánægður með flutning Fiskistofu til Akureyrar. Hann telur þau mótmæli sem hafa komið innan úr röðum þingflokks Sjálfstæðisflokksins vera eðlileg í ljósi þess hversu viðkvæmt málið sé. „Mér finnst þetta vera eðlileg viðbrögð þingmanna á höfuðborgarsvæðinu. Það sem hins vegar skiptir mestu máli er að þetta er í samræmi við stjórnarsáttmálann þar sem skýrt er kveðið á um flutning opinberra starfa eða að heilu stofnanirnar verði fluttar á landsbyggðirnar. Einnig er farið yfir þetta í byggðaáætlun sem var samþykkt á síðasta þingi,“ segir Sigurður Ingi. „Ég vil bara segja við þá þingmenn að lesa stjórnarsáttmálann og fara þá betur yfir þá byggðaáætlun sem þeir samþykktu.“ Þegar Sigurður var spurður út í dóm Hæstaréttar um ólögmæti flutnings Landmælinga fyrir síðustu aldamót og hvort ráðuneytið hefði kannað þá stöðu sagði hann málið vera í skoðun. „Við fórum yfir þennan dóm í morgun. Munurinn er sá núna að við höfum átján mánuði upp á að hlaupa ef við þurfum að fara með málið fyrir Alþingi og fá heimild þingsins til að flytja stofnunina. Aðalatriðið er að nú er hafin vinnan og starfsmenn verða hafðir með í ráðum. Það skiptir mestu máli,“ segir ráðherrann.Sigurður Ingi Jóhannsson Telur þingmenn þurfa að lesa byggðaáætlunina sem þeir samþykktu á síðasta þingi.Að sögn Sigurðar hófst skoðun strax síðastliðið sumar innan hans ráðuneytis á því hvaða stofnanir væru best til þess fallnar að færa frá höfuðborgarsvæðinu á landsbyggðina. Þegar menn höfðu kannað þetta mál gaumgæfilega og velt fyrir sér öllum hugmyndum varð niðurstaðan sú að Fiskistofa væri færasti kosturinn vegna eðlis starfsemi stofnunarinnar. 80 prósent starfsemi sjávarútvegsins fara fram á landsbyggðinni. Sigurður vildi þó árétta að eftir sem áður yrðu starfstöðvar Fiskistofu vítt og breitt um landið. „Reykjavíkurhöfn er stærsta útgerðarhöfn landsins og því verður öflugt starf Fiskistofu ennþá á höfuðborgarsvæðinu, það segir sig sjálft,“ segir hann. Þegar Sigurður var spurður að því hversu mörg störf þetta séu sem verði færð frá Hafnarfirði til Akureyrar gat hann ekki sagt nákvæmlega til um það. „Við höfum verið að skoða það, að þetta verði á bilinu 30 til 35 störf. 40 störf yrðu algjört hámark að okkar mati.“ Tengdar fréttir „Starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið" Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. 30. júní 2014 16:24 Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 Bjarkey óskar eftir fundi í fjárlaganefnd vegna flutnings Fiskistofu Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður og fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd, hefur óskað eftir fundi í fjárlaganefnd til að ræða fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. 1. júlí 2014 10:46 „Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46 „Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist ánægður með flutning Fiskistofu til Akureyrar. Hann telur þau mótmæli sem hafa komið innan úr röðum þingflokks Sjálfstæðisflokksins vera eðlileg í ljósi þess hversu viðkvæmt málið sé. „Mér finnst þetta vera eðlileg viðbrögð þingmanna á höfuðborgarsvæðinu. Það sem hins vegar skiptir mestu máli er að þetta er í samræmi við stjórnarsáttmálann þar sem skýrt er kveðið á um flutning opinberra starfa eða að heilu stofnanirnar verði fluttar á landsbyggðirnar. Einnig er farið yfir þetta í byggðaáætlun sem var samþykkt á síðasta þingi,“ segir Sigurður Ingi. „Ég vil bara segja við þá þingmenn að lesa stjórnarsáttmálann og fara þá betur yfir þá byggðaáætlun sem þeir samþykktu.“ Þegar Sigurður var spurður út í dóm Hæstaréttar um ólögmæti flutnings Landmælinga fyrir síðustu aldamót og hvort ráðuneytið hefði kannað þá stöðu sagði hann málið vera í skoðun. „Við fórum yfir þennan dóm í morgun. Munurinn er sá núna að við höfum átján mánuði upp á að hlaupa ef við þurfum að fara með málið fyrir Alþingi og fá heimild þingsins til að flytja stofnunina. Aðalatriðið er að nú er hafin vinnan og starfsmenn verða hafðir með í ráðum. Það skiptir mestu máli,“ segir ráðherrann.Sigurður Ingi Jóhannsson Telur þingmenn þurfa að lesa byggðaáætlunina sem þeir samþykktu á síðasta þingi.Að sögn Sigurðar hófst skoðun strax síðastliðið sumar innan hans ráðuneytis á því hvaða stofnanir væru best til þess fallnar að færa frá höfuðborgarsvæðinu á landsbyggðina. Þegar menn höfðu kannað þetta mál gaumgæfilega og velt fyrir sér öllum hugmyndum varð niðurstaðan sú að Fiskistofa væri færasti kosturinn vegna eðlis starfsemi stofnunarinnar. 80 prósent starfsemi sjávarútvegsins fara fram á landsbyggðinni. Sigurður vildi þó árétta að eftir sem áður yrðu starfstöðvar Fiskistofu vítt og breitt um landið. „Reykjavíkurhöfn er stærsta útgerðarhöfn landsins og því verður öflugt starf Fiskistofu ennþá á höfuðborgarsvæðinu, það segir sig sjálft,“ segir hann. Þegar Sigurður var spurður að því hversu mörg störf þetta séu sem verði færð frá Hafnarfirði til Akureyrar gat hann ekki sagt nákvæmlega til um það. „Við höfum verið að skoða það, að þetta verði á bilinu 30 til 35 störf. 40 störf yrðu algjört hámark að okkar mati.“
Tengdar fréttir „Starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið" Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. 30. júní 2014 16:24 Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 Bjarkey óskar eftir fundi í fjárlaganefnd vegna flutnings Fiskistofu Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður og fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd, hefur óskað eftir fundi í fjárlaganefnd til að ræða fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. 1. júlí 2014 10:46 „Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46 „Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið" Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. 30. júní 2014 16:24
Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30
Bjarkey óskar eftir fundi í fjárlaganefnd vegna flutnings Fiskistofu Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður og fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd, hefur óskað eftir fundi í fjárlaganefnd til að ræða fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. 1. júlí 2014 10:46
„Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46
„Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38