Lífið

Þrýstingurinn eins og hjá ungbarni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Stefán
Liðsmenn hljómsveitarinnar Skálmaldar hafa skráð sig til þátttöku í Reykjavíkurmaraþoninu sem fer fram 23. ágúst.

Snæbjörn Ragnarsson, einn af meðlimum sveitarinnar, segir frá því á Facebook að hann hafi síðustu ár verið með örlítið háan blóðþrýsting en þrýstingurinn hafi komið honum skemmtilega á óvart þegar hann gaf blóð í Blóðbankanum fyrir stuttu.

„Núna, eftir tíu daga þjálfun, skárra mataræði og örlítið minni óreglu var enn á ný komið að blóðgjöf. Og þá kemur þetta í ljós. Þrýstingurinn eins og hjá ungbarni og miklu lægri en hann hefur nokkurn tímann verið, bæði efri og neðri mörk, og hjartslátturinn hreinlega eins og ég sé sofandi,“ segir Snæbjörn og hvetur alla sem geta til að gefa blóð.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.