Lífið

Skemmtir enn á áttræðisaldri

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Hans-Joachim Roedelius er 79 ára gamall en skemmtir sér og öðru fólki enn á fullu.
Hans-Joachim Roedelius er 79 ára gamall en skemmtir sér og öðru fólki enn á fullu. vísir/getty
Hans-Joachim Roedelius er klárlega ein mesta goðsögnin í sögu raftónlistarheimsins og það er heiður að fá hann til koma fram á hátíðinni,“ segir Pan Thorarensen, skipuleggjandi raftónlistarhátíðarinnar Extreme Chill Festival sem fram fer í Berlín dagana 4. til 6. júlí.

Áðurnefndur raftónlistarmaður, Hans-Joachim Roedelius, er á meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni en það sem skilur hann frá flestum öðrum raftónlistarmönnum er að hann er 79 ára gamall. „Hann er frumkvöðull í svokallaðri krautrock-tónlist og var í hljómsveitum á borð Cluster og Harmonia,“ bætir Pan við.

Þá hefur hann einnig unnið talsvert með einum virtasta tónlistarmanni og upptökustjóra Bretlands, Brian Eno.

Átján íslensk tónlistaratriði koma fram á hátíðinni í ár en þá kemur einnig fram hinn svissneski Thomas Fehlmann. Hann er einnig virtur úr raftónlistarheiminum en þess má til gamans geta að hann gefur út hjá sama útgáfufyrirtæki og GusGus, Kompakt. Þá kemur breski tónlistarmaðurinn Mixmaster Morris á hátíðinni.

Extreme Chill-hátíðin fagnar í ár fimm ára afmæli og fer af því tilefni fram í Berlín en síðustu fjögur ár hefur hún farið fram á Hellissandi á Snæfellsnesi. „Þetta er talsvert stærra í sniðum í ár enda eigum við afmæli.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.