Lífið

Reykjavíkurdóttir eyddi aleigunni í ljóta spiladós

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Þuríður Blær keypti sér kuldaskó í vetur sem nýtast henni vel í sumrinu á Höfuðborgarsvæðinu, ef sumar má kalla.
Þuríður Blær keypti sér kuldaskó í vetur sem nýtast henni vel í sumrinu á Höfuðborgarsvæðinu, ef sumar má kalla. Fréttablaðið/Stefán
„Ég er svo hræðilegur neytandi,“ andvarpaði Þuríður Blær Jóhannsdóttir, leiklistarnemi, Reykjavíkurdóttir og meðlimur í tríóinu Þrjár basískar, þegar Fréttablaðið náði af henni tali til þess að spyrja út í hennar bestu og verstu kaup.

„Mín verstu kaup eru allavega pottþétt þegar ég var svona tíu ára gömul og eyddi aleigunni í ljóta spiladós sem mig langaði ekkert í. Bara af því að hún kostaði akkúrat aleiguna, þá varð ég að kaupa hana,“ útskýrir Blær. Spiladósin var keypt í sjoppu úti á landi þegar fjölskyldan fór hringveginn.

„Ég fékk fimm þúsund krónur frá afa og Lettu til að eiga alla ferðina, kaupa kannski tyggjó og svoleiðis en ég sá spiladósina í fyrstu sjoppunni sem ég fór í. Hún kostaði 4.990 krónur og mér fannst ég verða að eignast hana.“

Bestu kaupin eru hins vegar öllu praktískari en þau munu vera kuldaskór sem Blær festi kaup á í byrjun vetrar. „Þeir endast mér ótrúlega vel,“ segir Blær. „Ég er í þeim núna þótt það sé sumar.“

Blær segir það reyndar ótrúlegt og segja kannski meira um hið íslenska sumar en kaupvit hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.