Vond vinnubrögð Katrín Jakobsdóttir skrifar 4. júlí 2014 07:00 Ekki hefur starfsfólk Fiskistofu stokkið hæð sína af fögnuði þegar sjávarútvegsráðherra tilkynnti að störf þess myndu flytjast frá Hafnarfirði til Akureyrar í einu vetfangi, enda bárust fréttir af því að starfsfólki hefði verið boðin áfallahjálp í framhaldinu. Hugmyndin með flutningi Fiskistofu er að færa störf út á landsbyggðina – jákvætt og mikilvægt markmið – en í ljósi frétta af því hvernig staðið er að flutningnum hljóta allir að velta því fyrir sér hvort ríkisstjórnin vinni hér meiri skaða en gagn. Um langt árabil var litið á það sem eins konar náttúrulögmál að opinberar stofnanir væru á höfuðborgarsvæðinu, helst í Reykjavík. Vissulega eru það úrelt sjónarmið, ekki síst nú á tímum þegar tækniþróun gerir fólki mögulegt að sinna margs konar vinnu hvar sem er í heiminum. Það er líka eðlileg krafa að opinber störf dreifist um landið allt. Flutningur opinberra starfa út á land hefur oft gengið vel, bæði með flutningi stofnana en líka þegar svokölluð „störf án staðsetningar“ eru auglýst, en þá velur starfsfólk sjálft hvar á landinu það kýs að sinna vinnu sinni. Í ljósi þessarar góðu reynslu má spyrja hvort ekki hefði verið hægt að bera sig öðruvísi að í tilfelli Fiskistofu. Í stað þess að tilkynna starfsfólki að stofnunin yrði flutt á einu bretti hefði mátt starfrækja áfram starfsstöð Fiskistofu í Hafnarfirði þar sem þeir starfsmenn sem svo kjósa gætu unnið áfram samhliða því að starfsstöð Fiskistofu á Akureyri yrði efld stig af stigi með það í huga að höfuðstöðvarnar yrðu þar til framtíðar. Vinnubrögðin eru svo kapítuli út af fyrir sig en í þessu tilfelli ætti að vinna með starfsfólki en ekki tilkynna ákvarðanir ráðherra einhliða. Alþingi þarf líka að hafa aðkomu að málinu, til að mynda virðist vanta lagastoð fyrir flutningnum og að sjálfsögðu þarf að liggja fyrir kostnaðarmat. Þá þyrfti Alþingi að marka heildstæða stefnu um flutning opinberra starfa þannig að starfsfólk hinna ýmsu stofnana þurfi ekki að lifa í sífelldum ótta um að störf þess verði flutt til fyrirvaralaust. Góð vinnubrögð frá upphafi myndu skila betri árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Ekki hefur starfsfólk Fiskistofu stokkið hæð sína af fögnuði þegar sjávarútvegsráðherra tilkynnti að störf þess myndu flytjast frá Hafnarfirði til Akureyrar í einu vetfangi, enda bárust fréttir af því að starfsfólki hefði verið boðin áfallahjálp í framhaldinu. Hugmyndin með flutningi Fiskistofu er að færa störf út á landsbyggðina – jákvætt og mikilvægt markmið – en í ljósi frétta af því hvernig staðið er að flutningnum hljóta allir að velta því fyrir sér hvort ríkisstjórnin vinni hér meiri skaða en gagn. Um langt árabil var litið á það sem eins konar náttúrulögmál að opinberar stofnanir væru á höfuðborgarsvæðinu, helst í Reykjavík. Vissulega eru það úrelt sjónarmið, ekki síst nú á tímum þegar tækniþróun gerir fólki mögulegt að sinna margs konar vinnu hvar sem er í heiminum. Það er líka eðlileg krafa að opinber störf dreifist um landið allt. Flutningur opinberra starfa út á land hefur oft gengið vel, bæði með flutningi stofnana en líka þegar svokölluð „störf án staðsetningar“ eru auglýst, en þá velur starfsfólk sjálft hvar á landinu það kýs að sinna vinnu sinni. Í ljósi þessarar góðu reynslu má spyrja hvort ekki hefði verið hægt að bera sig öðruvísi að í tilfelli Fiskistofu. Í stað þess að tilkynna starfsfólki að stofnunin yrði flutt á einu bretti hefði mátt starfrækja áfram starfsstöð Fiskistofu í Hafnarfirði þar sem þeir starfsmenn sem svo kjósa gætu unnið áfram samhliða því að starfsstöð Fiskistofu á Akureyri yrði efld stig af stigi með það í huga að höfuðstöðvarnar yrðu þar til framtíðar. Vinnubrögðin eru svo kapítuli út af fyrir sig en í þessu tilfelli ætti að vinna með starfsfólki en ekki tilkynna ákvarðanir ráðherra einhliða. Alþingi þarf líka að hafa aðkomu að málinu, til að mynda virðist vanta lagastoð fyrir flutningnum og að sjálfsögðu þarf að liggja fyrir kostnaðarmat. Þá þyrfti Alþingi að marka heildstæða stefnu um flutning opinberra starfa þannig að starfsfólk hinna ýmsu stofnana þurfi ekki að lifa í sífelldum ótta um að störf þess verði flutt til fyrirvaralaust. Góð vinnubrögð frá upphafi myndu skila betri árangri.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar