Harpa metin 12 milljörðum lægri en fasteignamat Þjóðskrár Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. júlí 2014 08:00 Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa er talið alveg einstakt og því er ekki hægt að bera það saman við aðrar byggingar. Fréttablaðið/GVA „Matsgerðin er með þeim hætti að hún styður algjörlega málatilbúnað okkar,“ segir Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúss. Matsgerð fyrir markaðsvirði Hörpu var lagt fyrir héraðsdóm Reykjavíkur í máli Hörpu gegn Reykjavíkurborg og Þjóðskrá í vikunni. Þar er húsið metið á tíu milljarða íslenskra króna. Níu mánuðir eru síðan matsmenn voru dómkvaddir og tæplega eitt og hálft ár síðan fyrst var beðið um matsgerðina. Málið snýst eins og kunnugt er um fasteignamat Hörpu en fasteignanefnd Þjóðskrár mat Hörpu á rúmlega 22 milljarða. Eigendur hússins höfðu hins vegar gert ráð fyrir því að það yrði metið á tæpa sjö milljarða.Halldór GuðmundssonEinstakt hús sem flókið er að meta „Það munar 230 milljónum á fasteignagjöldum, hvernig þau eru í reynd og því sem við teljum rétt vera,“ sagði Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar, rekstrarfélags Hörpu, við Fréttablaðið í ágúst 2012 þegar málið var fyrst til umræðu. Málið er sérstakt þar sem Harpa er einstakt hús sem á sér enga hliðstæðu. Í matsgerðinni nefna matsmenn þó „nokkrar fasteignir sem eru nýttar með sambærilegum hætti að hluta til og staðsetning sambærileg“. Byggingar á borð við Þjóðleikhúsið, Gamla bíó og Útvarpshúsið voru nefndar í þeim efnum. Litið var til þessara eigna við ákvörðun á verðmæti Hörpu þrátt fyrir að ekki sé hægt að yfirfæra verðmæti þeirra á húsið með beinum hætti. Halldór segir niðurstöðu matsgerðarinnar renna stoðum undir þær fullyrðingar að fasteignamatið hafi verið alltof hátt og ekki í tengslum við markaðsvirði hússins. „Það er engin leið að reka húsið hér með því að borga eina milljón á dag í fasteignaskatt. Með besta vilja er ekki hægt að ná rekstri hússins heim og saman við þær aðstæður.“ Hann telur niðurstöðu matsmanna skynsamlega.Margrét HauksdóttirForsvarsmenn Þjóðskrár geta ekki tjáð sig að svo stöddu Bæði Einar K. Hallvarðsson, lögmaður Þjóðskrár í málinu, og Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár, eiga eftir að móta afstöðu sína gagnvart matsgerðinni og gátu því ekki tjáð sig um efni hennar. „Harpa er um 28 þúsund fermetrar að stærð. Byggingarlóðin er alls 6 hektarar (60 þúsund fermetrar). Heildarbyggingarmagn er 100 þúsund fermetrar ofanjarðar og 90 þúsund fermetrar neðanjarðar. Harpa er 43 metrar á hæð frá götu.“ Þannig er Hörpu lýst í matsgerðinni. „Aðkoman að húsinu er sérlega glæsileg meðal annars með brúm yfir tjarnirnar og annað í þeim stíl.“ Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
„Matsgerðin er með þeim hætti að hún styður algjörlega málatilbúnað okkar,“ segir Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúss. Matsgerð fyrir markaðsvirði Hörpu var lagt fyrir héraðsdóm Reykjavíkur í máli Hörpu gegn Reykjavíkurborg og Þjóðskrá í vikunni. Þar er húsið metið á tíu milljarða íslenskra króna. Níu mánuðir eru síðan matsmenn voru dómkvaddir og tæplega eitt og hálft ár síðan fyrst var beðið um matsgerðina. Málið snýst eins og kunnugt er um fasteignamat Hörpu en fasteignanefnd Þjóðskrár mat Hörpu á rúmlega 22 milljarða. Eigendur hússins höfðu hins vegar gert ráð fyrir því að það yrði metið á tæpa sjö milljarða.Halldór GuðmundssonEinstakt hús sem flókið er að meta „Það munar 230 milljónum á fasteignagjöldum, hvernig þau eru í reynd og því sem við teljum rétt vera,“ sagði Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar, rekstrarfélags Hörpu, við Fréttablaðið í ágúst 2012 þegar málið var fyrst til umræðu. Málið er sérstakt þar sem Harpa er einstakt hús sem á sér enga hliðstæðu. Í matsgerðinni nefna matsmenn þó „nokkrar fasteignir sem eru nýttar með sambærilegum hætti að hluta til og staðsetning sambærileg“. Byggingar á borð við Þjóðleikhúsið, Gamla bíó og Útvarpshúsið voru nefndar í þeim efnum. Litið var til þessara eigna við ákvörðun á verðmæti Hörpu þrátt fyrir að ekki sé hægt að yfirfæra verðmæti þeirra á húsið með beinum hætti. Halldór segir niðurstöðu matsgerðarinnar renna stoðum undir þær fullyrðingar að fasteignamatið hafi verið alltof hátt og ekki í tengslum við markaðsvirði hússins. „Það er engin leið að reka húsið hér með því að borga eina milljón á dag í fasteignaskatt. Með besta vilja er ekki hægt að ná rekstri hússins heim og saman við þær aðstæður.“ Hann telur niðurstöðu matsmanna skynsamlega.Margrét HauksdóttirForsvarsmenn Þjóðskrár geta ekki tjáð sig að svo stöddu Bæði Einar K. Hallvarðsson, lögmaður Þjóðskrár í málinu, og Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár, eiga eftir að móta afstöðu sína gagnvart matsgerðinni og gátu því ekki tjáð sig um efni hennar. „Harpa er um 28 þúsund fermetrar að stærð. Byggingarlóðin er alls 6 hektarar (60 þúsund fermetrar). Heildarbyggingarmagn er 100 þúsund fermetrar ofanjarðar og 90 þúsund fermetrar neðanjarðar. Harpa er 43 metrar á hæð frá götu.“ Þannig er Hörpu lýst í matsgerðinni. „Aðkoman að húsinu er sérlega glæsileg meðal annars með brúm yfir tjarnirnar og annað í þeim stíl.“
Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira