Innlent

Óvissustig vegna hlaups

Þrjú ár eru síðan síðast hljóp í Múlakvísl og brúin hrundi.
Þrjú ár eru síðan síðast hljóp í Múlakvísl og brúin hrundi. fréttablaðið/pjetur
Hlaupvatn er komið fram í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi og hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Hvolsvelli lýst yfir óvissustigi.

Ferðafólk er beðið um að fara að öllu með gát á þessum svæðum vegna hættu á aukinni brennisteinsmengun.

Að sögn Gunnars B. Guðmundssonar, jarðfræðings hjá Veðurstofu Íslands, er um lítið hlaup að ræða. Jarðskjálftar eru grunnir en sá stærsti var í gærmorgun, þrjú stig á Richter. Gunnar segir ekkert benda til þess að eldgos sé í vændum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×