Brjálaður út í Daily Mail Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. júlí 2014 18:30 George segir ekkert ósætti í fjölskyldunni. vísir/getty Stórleikarinn George Clooney er afar ósáttur við fréttaflutning Daily Mail en í grein á vefsíðunni var fullyrt að tengdamóðir hans, Baria Alamuddin, væri á móti því að George kvæntist dóttur hennar, Amal Alamuddin, út af trúarlegum ástæðum. Greinin hefur verið fjarlægð af vef Daily Mail. George lætur blaðamenn vefsíðunnar heyra það í yfirlýsingu á vef USA Today. „Ég svara slúðurblöðum sjaldan nema það varði aðra og öryggi þeirra og velferð. Daily Mail hefur birt gjörsamlega uppspunna grein. Í henni segir að móðir Amal sé búin að segja „hálfri Beirút“ að hún sé á móti brúðkaupinu. Þá er sagt að grínast sé með hefðir í Druze-héraðinu sem enda með því að brúðurin er myrt. Leyfið mér að endurtaka: Með því að brúðurin er myrt,“ skrifar George. „Ekkert í greininni er satt. Móðir Amal er ekki frá Druze. Hún hefur ekki farið til Beirút síðan við Amal byrjuðum að vera saman og hún er ekki á móti hjónabandinu. Ég er auðvitað vanur því að þeir hjá Daily Mail búi til greinar – þeir gera það oft í viku – og mér er sama,“ bætir George við. Það sem angrar hann er að blanda trúmálum í spilið. „Það er óábyrgt á þessum tímum að hagnast á trúarlegum ágreiningi þar sem engir eru, það er að minnsta kosti óábyrgt og það sem meira er, hættulegt. Við eigum fjölskyldumeðlimi um allan heim og það að einhver vilji æsa þann heim upp aðeins til að selja blöð ætti að vera saknæmt.“ Daily Mail hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. „MailOnline-greinin var ekki uppspuni heldur sett fram í góðri trú af heiðarlegum og trúverðugum lausamanni í blaðamennsku,“ stendur í yfirlýsingunni og eru vinnubrögðin hörmuð. „Við meðtökum þær upplýsingar frá herra Clooney að greinin sé ónákvæm og við biðjum hann, ungfrú Amal Alamuddin og móður hennar, Baria, afsökunar á þeirri kvöl sem við höfum valdið þeim.“ Tengdar fréttir "Mér fannst vera tími til kominn!“ Martha Stewart ánægð með að George Clooney sé búinn að trúlofa sig. 2. maí 2014 20:00 George Clooney í það heilaga í september Brúðkaup á Ítalíu. 6. júní 2014 18:00 George Clooney kominn með nýja Í safaríferð með breska lögfræðingnum Amal Alamuddin. 18. mars 2014 23:00 Sæt á stefnumóti Stórleikarinn George Clooney og Amal Alamuddin njóta lífsins á Ítalíu. 24. júní 2014 13:30 George Clooney kemur á óvart Bandaríski leikarinn og hjartaknúsarinn George Clooney fór á skeljarnar fyrir skömmu 27. apríl 2014 20:00 Fögnuðu trúlofuninni með frægum vinum George Clooney og Amal Alamuddin hamingjusöm. 12. maí 2014 17:00 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Stórleikarinn George Clooney er afar ósáttur við fréttaflutning Daily Mail en í grein á vefsíðunni var fullyrt að tengdamóðir hans, Baria Alamuddin, væri á móti því að George kvæntist dóttur hennar, Amal Alamuddin, út af trúarlegum ástæðum. Greinin hefur verið fjarlægð af vef Daily Mail. George lætur blaðamenn vefsíðunnar heyra það í yfirlýsingu á vef USA Today. „Ég svara slúðurblöðum sjaldan nema það varði aðra og öryggi þeirra og velferð. Daily Mail hefur birt gjörsamlega uppspunna grein. Í henni segir að móðir Amal sé búin að segja „hálfri Beirút“ að hún sé á móti brúðkaupinu. Þá er sagt að grínast sé með hefðir í Druze-héraðinu sem enda með því að brúðurin er myrt. Leyfið mér að endurtaka: Með því að brúðurin er myrt,“ skrifar George. „Ekkert í greininni er satt. Móðir Amal er ekki frá Druze. Hún hefur ekki farið til Beirút síðan við Amal byrjuðum að vera saman og hún er ekki á móti hjónabandinu. Ég er auðvitað vanur því að þeir hjá Daily Mail búi til greinar – þeir gera það oft í viku – og mér er sama,“ bætir George við. Það sem angrar hann er að blanda trúmálum í spilið. „Það er óábyrgt á þessum tímum að hagnast á trúarlegum ágreiningi þar sem engir eru, það er að minnsta kosti óábyrgt og það sem meira er, hættulegt. Við eigum fjölskyldumeðlimi um allan heim og það að einhver vilji æsa þann heim upp aðeins til að selja blöð ætti að vera saknæmt.“ Daily Mail hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. „MailOnline-greinin var ekki uppspuni heldur sett fram í góðri trú af heiðarlegum og trúverðugum lausamanni í blaðamennsku,“ stendur í yfirlýsingunni og eru vinnubrögðin hörmuð. „Við meðtökum þær upplýsingar frá herra Clooney að greinin sé ónákvæm og við biðjum hann, ungfrú Amal Alamuddin og móður hennar, Baria, afsökunar á þeirri kvöl sem við höfum valdið þeim.“
Tengdar fréttir "Mér fannst vera tími til kominn!“ Martha Stewart ánægð með að George Clooney sé búinn að trúlofa sig. 2. maí 2014 20:00 George Clooney í það heilaga í september Brúðkaup á Ítalíu. 6. júní 2014 18:00 George Clooney kominn með nýja Í safaríferð með breska lögfræðingnum Amal Alamuddin. 18. mars 2014 23:00 Sæt á stefnumóti Stórleikarinn George Clooney og Amal Alamuddin njóta lífsins á Ítalíu. 24. júní 2014 13:30 George Clooney kemur á óvart Bandaríski leikarinn og hjartaknúsarinn George Clooney fór á skeljarnar fyrir skömmu 27. apríl 2014 20:00 Fögnuðu trúlofuninni með frægum vinum George Clooney og Amal Alamuddin hamingjusöm. 12. maí 2014 17:00 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
"Mér fannst vera tími til kominn!“ Martha Stewart ánægð með að George Clooney sé búinn að trúlofa sig. 2. maí 2014 20:00
George Clooney kominn með nýja Í safaríferð með breska lögfræðingnum Amal Alamuddin. 18. mars 2014 23:00
Sæt á stefnumóti Stórleikarinn George Clooney og Amal Alamuddin njóta lífsins á Ítalíu. 24. júní 2014 13:30
George Clooney kemur á óvart Bandaríski leikarinn og hjartaknúsarinn George Clooney fór á skeljarnar fyrir skömmu 27. apríl 2014 20:00
Fögnuðu trúlofuninni með frægum vinum George Clooney og Amal Alamuddin hamingjusöm. 12. maí 2014 17:00