Baldursbrá er lifandi ópera Jónas Sen skrifar 11. júlí 2014 14:00 "Kórinn var stórskemmtilegur og söng af lífi og sál.“ Mynd/Úr einkasafni Tónlist: Ævintýraóperan Baldursbrá Gunnsteinn Ólafsson og Böðvar Guðmundsson Tónleikauppfærsla í Langholtskirkju miðvikudaginn 9. júlí Barnaóperan Baldursbrá hefur verið lengi í smíðum. Þeir Gunnsteinn Ólafsson tónskáld og höfundur sögunnar og Böðvar Gunnarsson textahöfundur byrjuðu á verkinu árið 1987. Það var tilbúið til flutnings ári síðar, en af einhverjum ástæðum varð ekkert úr því. Í staðinn fékk óperan að meltast í allan þennan tíma, og það var ekki fyrr en núna að hún var frumflutt, talsvert endurbætt frá fyrstu útgáfu hennar. Óperan var flutt í tónleikauppfærslu í Langholtskirkju á miðvikudagskvöldið, en hafði fyrst litið dagsins ljós á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði nokkrum dögum áður. Það væri synd að segja að femínisminn réði ríkjum í óperunni. Eina kvenkyns aðalpersónan er Baldursbrá, lítið blóm sem langar til að sjá heiminn en kemst ekki neitt vegna þess að hún er rótföst á sínum stað í lautu í góðu skjóli. Til að breyta því þarf hún aðstoð þriggja karla, spóa, refs og hrúts. Hrúturinn er reyndar vondi gæinn, en hans innlegg er þó nauðsynlegt í lokin. Baldursbrá er rifin upp með rótum að eigin ósk og sett á annan stað þar sem er meira útsýni. En þá er hún ekki lengur í skjóli fyrir norðanvindinum, og það er enginn lækur sem gefur henni að drekka. Tómt klúður! Allt fer þó vel að lokum, eins og við var að búast þegar um barnaóperu er að ræða. Fyrir utan aðalpersónurnar leikur barnakór áberandi hlutverk í sögunni, yrðlingana, afkvæmi refsins. Kórinn var stórskemmtilegur og söng af lífi og sál. Einsöngvararnir stóðu sig líka almennt vel. Fjóla Kristín Nikulásdóttir sópran, sem var í hlutverki Baldursbrár, er reyndar ekki alveg fullmótaður söngvari, en hún er í meistaranámi erlendis. Röddin var fremur litlaus til að byrja með, a.m.k. á neðra sviðinu, en það lagaðist þegar á leið. Fjóla Kristín er þó efnileg söngkona, en þarf auðheyrilega meiri reynslu í að koma fram. Jón Svavar Jósefsson baríton var í hlutverki refsins og mun hafa hlaupið í skarðið fyrir Ágúst Ólafsson á elleftu stundu. Eftir því var söngurinn dálítið hrár, en Jón Svavar bætti fyrir það með sérdeilis líflegri túlkun. Eyjólfur Eyjólfsson tenór var prýðilegur í hlutverki spóans, kraftmikill og einlægur, og Davíð Ólafsson bassi var flottur sem hrúturinn. Sveinn Einarsson og Ingibjörg Björnsdóttir sáu um sviðshreyfingarnar af auðsjáanlegri fagmennsku, því þær takmörkuðu hreyfingar sem tónleikauppfærsla býður upp á voru óheftar og sannfærandi. Lítil kammersveit spilaði líka vel, þótt stundum væri leikur og söngur örlítið ósamtaka á köflum. En aðalmálið, sem ég skil eftir síðast, var auðvitað hvernig sjálf óperan var. Ég verð að segja að ég hlakka til að sjá hana í fullri sviðsetningu. Texti Böðvars er frábærlega ortur og tónlistin er eins góð og hugsast getur. Hún er alþýðleg og grípandi, með frábærlega skemmtilegum litbrigðum, eins og t.d. trommuleik sem gaf fremur stirðum samskiptum refs og spóa skemmtilega spúkí andrúmsloft. Tónlistin var af og til skreytt þjóðlögum, sem smellpassaði inn í heildarmyndina. Það var húmor í henni, ég a.m.k. flissaði oft og mörgum sinnum. Þegar ég gekk út að tónleikum loknum heyrði ég fólk vera að blístra stef úr óperunni. Það eitt og sér er góður vitnisburður. Óhætt er að óska höfundunum til hamingju með glæsilegt verk. Niðurstaða: Tilkomumikil barnaópera, lífleg tónlist og texti, kröftugur flutningur. Gagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist: Ævintýraóperan Baldursbrá Gunnsteinn Ólafsson og Böðvar Guðmundsson Tónleikauppfærsla í Langholtskirkju miðvikudaginn 9. júlí Barnaóperan Baldursbrá hefur verið lengi í smíðum. Þeir Gunnsteinn Ólafsson tónskáld og höfundur sögunnar og Böðvar Gunnarsson textahöfundur byrjuðu á verkinu árið 1987. Það var tilbúið til flutnings ári síðar, en af einhverjum ástæðum varð ekkert úr því. Í staðinn fékk óperan að meltast í allan þennan tíma, og það var ekki fyrr en núna að hún var frumflutt, talsvert endurbætt frá fyrstu útgáfu hennar. Óperan var flutt í tónleikauppfærslu í Langholtskirkju á miðvikudagskvöldið, en hafði fyrst litið dagsins ljós á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði nokkrum dögum áður. Það væri synd að segja að femínisminn réði ríkjum í óperunni. Eina kvenkyns aðalpersónan er Baldursbrá, lítið blóm sem langar til að sjá heiminn en kemst ekki neitt vegna þess að hún er rótföst á sínum stað í lautu í góðu skjóli. Til að breyta því þarf hún aðstoð þriggja karla, spóa, refs og hrúts. Hrúturinn er reyndar vondi gæinn, en hans innlegg er þó nauðsynlegt í lokin. Baldursbrá er rifin upp með rótum að eigin ósk og sett á annan stað þar sem er meira útsýni. En þá er hún ekki lengur í skjóli fyrir norðanvindinum, og það er enginn lækur sem gefur henni að drekka. Tómt klúður! Allt fer þó vel að lokum, eins og við var að búast þegar um barnaóperu er að ræða. Fyrir utan aðalpersónurnar leikur barnakór áberandi hlutverk í sögunni, yrðlingana, afkvæmi refsins. Kórinn var stórskemmtilegur og söng af lífi og sál. Einsöngvararnir stóðu sig líka almennt vel. Fjóla Kristín Nikulásdóttir sópran, sem var í hlutverki Baldursbrár, er reyndar ekki alveg fullmótaður söngvari, en hún er í meistaranámi erlendis. Röddin var fremur litlaus til að byrja með, a.m.k. á neðra sviðinu, en það lagaðist þegar á leið. Fjóla Kristín er þó efnileg söngkona, en þarf auðheyrilega meiri reynslu í að koma fram. Jón Svavar Jósefsson baríton var í hlutverki refsins og mun hafa hlaupið í skarðið fyrir Ágúst Ólafsson á elleftu stundu. Eftir því var söngurinn dálítið hrár, en Jón Svavar bætti fyrir það með sérdeilis líflegri túlkun. Eyjólfur Eyjólfsson tenór var prýðilegur í hlutverki spóans, kraftmikill og einlægur, og Davíð Ólafsson bassi var flottur sem hrúturinn. Sveinn Einarsson og Ingibjörg Björnsdóttir sáu um sviðshreyfingarnar af auðsjáanlegri fagmennsku, því þær takmörkuðu hreyfingar sem tónleikauppfærsla býður upp á voru óheftar og sannfærandi. Lítil kammersveit spilaði líka vel, þótt stundum væri leikur og söngur örlítið ósamtaka á köflum. En aðalmálið, sem ég skil eftir síðast, var auðvitað hvernig sjálf óperan var. Ég verð að segja að ég hlakka til að sjá hana í fullri sviðsetningu. Texti Böðvars er frábærlega ortur og tónlistin er eins góð og hugsast getur. Hún er alþýðleg og grípandi, með frábærlega skemmtilegum litbrigðum, eins og t.d. trommuleik sem gaf fremur stirðum samskiptum refs og spóa skemmtilega spúkí andrúmsloft. Tónlistin var af og til skreytt þjóðlögum, sem smellpassaði inn í heildarmyndina. Það var húmor í henni, ég a.m.k. flissaði oft og mörgum sinnum. Þegar ég gekk út að tónleikum loknum heyrði ég fólk vera að blístra stef úr óperunni. Það eitt og sér er góður vitnisburður. Óhætt er að óska höfundunum til hamingju með glæsilegt verk. Niðurstaða: Tilkomumikil barnaópera, lífleg tónlist og texti, kröftugur flutningur.
Gagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira