Laug EHF að handboltaforystu Íslands? Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. júlí 2014 06:30 Jean Brihault hefði átt að vita af reglubreytingu IHF hafi hún verið gerð með lögmætum hætti. Mynd/EHF „IHF (Alþjóðahandknattleikssambandið) verður að svara fyrir hvernig stendur á, að það breyti röð Evrópu í varaþjóðum. Það verður að leggja fram eitthvað skriflegt sem búið er að samþykkja,“ segir Kjartan Steinbach, fyrrverandi yfirmaður dómaranefndar IHF, í samtali við Fréttablaðið um ákvörðun Alþjóðasambandsins um að veita Þjóðverjum hið svokallaða „wild card“-sæti á HM 2015 í Katar. Fréttablaðið reyndi áfram í gær án nokkurs árangurs að fá svör frá EHF og IHF um þessa furðulegu ákvörðun. Eins og greint var frá í gær hafa ekki verið lagðir fram neinir pappírar eða sannanir fyrir að fundur, þar sem reglugerð varðandi fyrstu varaþjóð var breytt, hafi einfaldlega farið fram. „Það er nú bara þannig hjá IHF í dag að reglugerðarbreytingar fara ekki fram á þingi. Því var breytt fyrir nokkrum árum. Það er bara ráðið (EHF Council) sem breytir reglum eftir tilmælum framkvæmdanefndarinnar, en í henni sitja fimm manns. Hún breytir öllu nema því sem kemur að lögum eða dómstólum sambandsins. Ef framkvæmdastjórnin ákveður að leyfa fimm skref í handbolta verður það svo. Það sem hún leggur fyrir ráðið er samþykkt í 99,9 prósent tilvika,“ segir Kjartan.Forseti EHF á staðnum? Í framkvæmdastjórninni eru fimm menn; Egyptinn Hassan Moustafa, forseti IHF, Miguel Roca frá Spáni varaforseti, Króatinn Sandi Sola gjaldkeri, og tveir aðrir meðlimir; Joel Delplanque, forseti franska handknattleikssambandsins, og Tékkinn Frantisek Taborsky. Vitað er að Íslendingar voru ekki ánægðir þegar hann birtist allt í einu í þessari framkvæmdastjórn. Þessir menn eiga að hafa, á fundi sínum í mars eða apríl, breytt reglunum, en enginn var látinn vita eins og kom fram í gær. Þeir leggja allar reglubreytingar fyrir ráðið sem átján meðlimir skipa. Þeirra á meðal er Jean Brihault, forseti Evrópska handknattleikssambandsins, EHF. Því hlýtur það að vekja mikla furðu að EHF segist koma af fjöllum í þessu máli. Annaðhvort sat Brihault fundinn og EHF er bókstaflega að ljúga að íslensku handboltaforystunni, eða reglubreytingin hefur verið gerð í enn meiri kyrrþey og getur því vart talist lögleg.Aum svör EHFGuðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, krafði EHF um svör í bréfi sem hann sendi í fyrradag og í gær barst svar. Ljóst er að EHF ætlar ekki að standa í lappirnar gagnvart Alþjóðasambandinu og hjálpa sérsambandi innan sinna vébanda. Rétt eins og þegar Fréttablaðið reyndi að grennslast fyrir um svör var HSÍ bent á að hafa samband við IHF. Þar komst formaður HSÍ ekki í samband við nokkurn mann, ekki frekar en Fréttablaðið. Formaður handknattleikssambands þjóðar sem hefur verið á meðal þeirra tólf bestu í heiminum í um tveggja áratuga skeið fær ekki samband við Alþjóðasambandið. Stórfurðulegt. „Við sendum annað bréf í gær og ítrekuðum spurningarnar. Ég hef verið að reyna að hringja í varaformann IHF en hann hefur ekki svarað,“ sagði Guðmundur við Fréttablaðið í gær, en er hann ekki vonsvikinn yfir frammistöðu EHF í þessu máli hingað til? „Jú, í raun og veru eru þetta vonbrigði,“ sagði formaðurinn.“Þjóðverjar fagna Þjóðverjar virðast eðlilega kampakátir með sætið á HM enda mikilvægt fyrir þessa stóru handboltaþjóð að komast á mótið. Þýskaland var ekki með á EM í Danmörku í janúar og eftir tap gegn Póllandi í umspilinu í síðasta mánuði stefndi í tvö stórmót án Þýskalands. „Það er nú undir okkur komið, að sanna að við erum þess verðugir að vera með í Katar,“ sagði forseti þýska sambandsins í fréttatilkynningu um „wild card“-sætið á vefsíðu þýska sambandins. „Frammistaða okkar á HM 2013 borgaði sig,“ bætir hann við.Bob Hanning, varaforseti þýska sambandsins, og Stefan Kretzschmar, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands og núverandi sérfræðingur Sport 1, fögnuðu mjög á Twitter-síðum sínum. Eini maðurinn sem virðist vera með óbragð í munni er annar gamall þýskur landsliðsmaður, Daniel Stephan, fyrrverandi leikmaður Lemgo og samherji Loga Geirssonar. „Það er mikilvægt fyrir okkur að vera komnir aftur á HM en það sjá allir að þarna er verið að redda Þýskalandi fyrir horn. IHF þarf á Þýskalandi að halda og fann mjög vafasama leið til þess,“ sagði Daniel Stephan í viðtali við íþróttavef Sport 1 í Þýskalandi. Handbolti Tengdar fréttir Einar: Við munum leita allra leiða Framkvæmdarstjóri HSÍ er afar undrandi á þeirri ákvörðun að gefa Þýskalandi þátttökurétt á HM í Katar. 8. júlí 2014 16:45 Íþróttaljós: Reglugerðin sem enginn vissi af Alþjóðahandknattleikssambandið breytti reglunum um hvaða þjóð kæmi til vara ef einhver skyldi ekki fá keppnisleyfi, en lét engan vita. Framkvæmdastjóri evrópska sambandsins lætur ritarann svara spurningum fyrir sig. 10. júlí 2014 06:30 Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15 Formaður HSÍ: Vitum ekki um neinar reglubreytingar Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir að ákvörðun IHF um að hleypa Þýskalandi á HM hafi komið sér á óvart. 9. júlí 2014 18:45 Landsliðsþjálfari Ástralíu brjálaður Landsliðsþjálfari Ástrala í handbolta, Daninn Jan Ottosen, vandar forystu alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, ekki kveðjurnar. 10. júlí 2014 15:30 Formaður HSÍ: Fengum ekki fullnægjandi svör Evrópska handknattleikssambandið bendir á Alþjóðasambandið og svarar engu. 10. júlí 2014 10:30 EHF: Vissum ekki af þessu fyrr en eftir fundinn í gær Evrópska handknattleikssambandið mun skoða ákvörðun Alþjóðasambandsins nánar. 9. júlí 2014 09:48 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
„IHF (Alþjóðahandknattleikssambandið) verður að svara fyrir hvernig stendur á, að það breyti röð Evrópu í varaþjóðum. Það verður að leggja fram eitthvað skriflegt sem búið er að samþykkja,“ segir Kjartan Steinbach, fyrrverandi yfirmaður dómaranefndar IHF, í samtali við Fréttablaðið um ákvörðun Alþjóðasambandsins um að veita Þjóðverjum hið svokallaða „wild card“-sæti á HM 2015 í Katar. Fréttablaðið reyndi áfram í gær án nokkurs árangurs að fá svör frá EHF og IHF um þessa furðulegu ákvörðun. Eins og greint var frá í gær hafa ekki verið lagðir fram neinir pappírar eða sannanir fyrir að fundur, þar sem reglugerð varðandi fyrstu varaþjóð var breytt, hafi einfaldlega farið fram. „Það er nú bara þannig hjá IHF í dag að reglugerðarbreytingar fara ekki fram á þingi. Því var breytt fyrir nokkrum árum. Það er bara ráðið (EHF Council) sem breytir reglum eftir tilmælum framkvæmdanefndarinnar, en í henni sitja fimm manns. Hún breytir öllu nema því sem kemur að lögum eða dómstólum sambandsins. Ef framkvæmdastjórnin ákveður að leyfa fimm skref í handbolta verður það svo. Það sem hún leggur fyrir ráðið er samþykkt í 99,9 prósent tilvika,“ segir Kjartan.Forseti EHF á staðnum? Í framkvæmdastjórninni eru fimm menn; Egyptinn Hassan Moustafa, forseti IHF, Miguel Roca frá Spáni varaforseti, Króatinn Sandi Sola gjaldkeri, og tveir aðrir meðlimir; Joel Delplanque, forseti franska handknattleikssambandsins, og Tékkinn Frantisek Taborsky. Vitað er að Íslendingar voru ekki ánægðir þegar hann birtist allt í einu í þessari framkvæmdastjórn. Þessir menn eiga að hafa, á fundi sínum í mars eða apríl, breytt reglunum, en enginn var látinn vita eins og kom fram í gær. Þeir leggja allar reglubreytingar fyrir ráðið sem átján meðlimir skipa. Þeirra á meðal er Jean Brihault, forseti Evrópska handknattleikssambandsins, EHF. Því hlýtur það að vekja mikla furðu að EHF segist koma af fjöllum í þessu máli. Annaðhvort sat Brihault fundinn og EHF er bókstaflega að ljúga að íslensku handboltaforystunni, eða reglubreytingin hefur verið gerð í enn meiri kyrrþey og getur því vart talist lögleg.Aum svör EHFGuðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, krafði EHF um svör í bréfi sem hann sendi í fyrradag og í gær barst svar. Ljóst er að EHF ætlar ekki að standa í lappirnar gagnvart Alþjóðasambandinu og hjálpa sérsambandi innan sinna vébanda. Rétt eins og þegar Fréttablaðið reyndi að grennslast fyrir um svör var HSÍ bent á að hafa samband við IHF. Þar komst formaður HSÍ ekki í samband við nokkurn mann, ekki frekar en Fréttablaðið. Formaður handknattleikssambands þjóðar sem hefur verið á meðal þeirra tólf bestu í heiminum í um tveggja áratuga skeið fær ekki samband við Alþjóðasambandið. Stórfurðulegt. „Við sendum annað bréf í gær og ítrekuðum spurningarnar. Ég hef verið að reyna að hringja í varaformann IHF en hann hefur ekki svarað,“ sagði Guðmundur við Fréttablaðið í gær, en er hann ekki vonsvikinn yfir frammistöðu EHF í þessu máli hingað til? „Jú, í raun og veru eru þetta vonbrigði,“ sagði formaðurinn.“Þjóðverjar fagna Þjóðverjar virðast eðlilega kampakátir með sætið á HM enda mikilvægt fyrir þessa stóru handboltaþjóð að komast á mótið. Þýskaland var ekki með á EM í Danmörku í janúar og eftir tap gegn Póllandi í umspilinu í síðasta mánuði stefndi í tvö stórmót án Þýskalands. „Það er nú undir okkur komið, að sanna að við erum þess verðugir að vera með í Katar,“ sagði forseti þýska sambandsins í fréttatilkynningu um „wild card“-sætið á vefsíðu þýska sambandins. „Frammistaða okkar á HM 2013 borgaði sig,“ bætir hann við.Bob Hanning, varaforseti þýska sambandsins, og Stefan Kretzschmar, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands og núverandi sérfræðingur Sport 1, fögnuðu mjög á Twitter-síðum sínum. Eini maðurinn sem virðist vera með óbragð í munni er annar gamall þýskur landsliðsmaður, Daniel Stephan, fyrrverandi leikmaður Lemgo og samherji Loga Geirssonar. „Það er mikilvægt fyrir okkur að vera komnir aftur á HM en það sjá allir að þarna er verið að redda Þýskalandi fyrir horn. IHF þarf á Þýskalandi að halda og fann mjög vafasama leið til þess,“ sagði Daniel Stephan í viðtali við íþróttavef Sport 1 í Þýskalandi.
Handbolti Tengdar fréttir Einar: Við munum leita allra leiða Framkvæmdarstjóri HSÍ er afar undrandi á þeirri ákvörðun að gefa Þýskalandi þátttökurétt á HM í Katar. 8. júlí 2014 16:45 Íþróttaljós: Reglugerðin sem enginn vissi af Alþjóðahandknattleikssambandið breytti reglunum um hvaða þjóð kæmi til vara ef einhver skyldi ekki fá keppnisleyfi, en lét engan vita. Framkvæmdastjóri evrópska sambandsins lætur ritarann svara spurningum fyrir sig. 10. júlí 2014 06:30 Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15 Formaður HSÍ: Vitum ekki um neinar reglubreytingar Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir að ákvörðun IHF um að hleypa Þýskalandi á HM hafi komið sér á óvart. 9. júlí 2014 18:45 Landsliðsþjálfari Ástralíu brjálaður Landsliðsþjálfari Ástrala í handbolta, Daninn Jan Ottosen, vandar forystu alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, ekki kveðjurnar. 10. júlí 2014 15:30 Formaður HSÍ: Fengum ekki fullnægjandi svör Evrópska handknattleikssambandið bendir á Alþjóðasambandið og svarar engu. 10. júlí 2014 10:30 EHF: Vissum ekki af þessu fyrr en eftir fundinn í gær Evrópska handknattleikssambandið mun skoða ákvörðun Alþjóðasambandsins nánar. 9. júlí 2014 09:48 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Einar: Við munum leita allra leiða Framkvæmdarstjóri HSÍ er afar undrandi á þeirri ákvörðun að gefa Þýskalandi þátttökurétt á HM í Katar. 8. júlí 2014 16:45
Íþróttaljós: Reglugerðin sem enginn vissi af Alþjóðahandknattleikssambandið breytti reglunum um hvaða þjóð kæmi til vara ef einhver skyldi ekki fá keppnisleyfi, en lét engan vita. Framkvæmdastjóri evrópska sambandsins lætur ritarann svara spurningum fyrir sig. 10. júlí 2014 06:30
Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15
Formaður HSÍ: Vitum ekki um neinar reglubreytingar Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir að ákvörðun IHF um að hleypa Þýskalandi á HM hafi komið sér á óvart. 9. júlí 2014 18:45
Landsliðsþjálfari Ástralíu brjálaður Landsliðsþjálfari Ástrala í handbolta, Daninn Jan Ottosen, vandar forystu alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, ekki kveðjurnar. 10. júlí 2014 15:30
Formaður HSÍ: Fengum ekki fullnægjandi svör Evrópska handknattleikssambandið bendir á Alþjóðasambandið og svarar engu. 10. júlí 2014 10:30
EHF: Vissum ekki af þessu fyrr en eftir fundinn í gær Evrópska handknattleikssambandið mun skoða ákvörðun Alþjóðasambandsins nánar. 9. júlí 2014 09:48