Erlent

Malala heldur til Nígeríu

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Malala ásamt fjölskyldu sinni
Malala Yousafzai var skotin í höfuðið af útsendara talibana.
Malala ásamt fjölskyldu sinni Malala Yousafzai var skotin í höfuðið af útsendara talibana. Vísir/AFP
Hin sautján ára Malala Yousafzai frá Pakistan hefur strengt þess heit að hjálpa til við að frelsa stúlkurnar sem öfgasamtökin Boko Haram rændu í Bomo-héraði í Nígeríu í apríl þegar hópur vopnaðra manna ruddist inn í skóla að næturlagi og skipaði stúlkunum upp á vörubílspalla. Boko Haram-samtökin hafa barist fyrir stofnun íslamsks ríkis í Nígeríu síðustu ár.

„Þessar stelpur eru eins og systur mínar og ég ætla að tala þeirra máli þar til þeim verður sleppt,“ sagði Malala á fundi í gær með foreldrum sumra þeirra barna sem saknað er, sem haldinn var í höfuðborginni Abuja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×