Vindorkugarðurinn kostar þrjátíu og sex milljarða króna Svavar Hávarðsson skrifar 14. júlí 2014 12:00 Vindmyllur við Búrfell. Mynd/Landsvirkjun Gangi hugmyndir Landsvirkjunar eftir um vindorkugarð við Búrfell er líklegur kostnaður framkvæmdarinnar rúmlega 36 milljarðar króna. Landsvirkjun lagði fram tillögu að matsáætlun fyrir Búrfellslund, eins og vindorkugarðurinn er kallaður, á fimmtudag. Eins og kunnugt er áætlar fyrirtækið að reisa allt að 80 vindmyllur á 34 ferkílómetra svæði á Hafinu við Búrfell. Þar standa fyrir tvær vindmyllur sem reistar voru í tilraunaskyni og hafa sýnt að aðstæður fyrir vindorkugarð eru mjög hagstæðar í alþjóðlegum samanburði. Verði af framkvæmdum er hugmyndin að reisa stærri vindmyllur en standa þar nú, eða allt að þriggja til þriggja og hálfs MW vindmyllur. Eins og Fréttablaðið greindi frá í maí þá fer kostnaður við vindmyllur lækkandi og ef sannast að aðstæður séu jafn góðar hér eins og niðurstöðurnar af Hafinu benda til, og vindmyllur verði samkeppnisfærar við stærri virkjanir, þá getur það breytt áherslum Landsvirkjunar. Við fyrirspurn Fréttablaðsins til Landsvirkjunar um kostnað við verkefnið fékkst það svar að fyrirtækið ynni að kostnaðargreiningu og ótímabært væri að gefa upp kostnaðartölur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er kostnaðurinn þó mjög nálægt 36 milljörðum króna, þegar meðalkostnaður áþekkra framkvæmda í Evrópu er skoðaður á hvert megavatt sem framleitt verður. Efri mörk slíkra útreikninga eru um 40 milljarðar eða 350 milljónir dala. Við fyrstu sýn er orkuframleiðsla frá vindorkugarði mjög ódýr kostur, en hér ber til þess að líta að nýting er áætluð 40% við Búrfell öfugt við 100% nýtingu vatns- eða jarðvarmavirkjana. Nærtækt dæmi er nýjasta vatnsaflsvirkjun Landsvirkjunar, Búðarhálsvirkjun, en 40% nýting gæfi svipaðan afrakstur. Kostnaður við Búðarhálsvirkjun var um 26 milljarðar króna, svo vindorkuframleiðsla er, enn þá, dýrari kostur. Í tillögu að matsáætlun Landsvirkjunar er tekið á nokkrum umhverfisþáttum sem hafa verið ofarlega í umræðunni víða erlendis, t.d. mögulegum fugladauða. Í matsskýrslunni kemur fram að umfangsmiklar rannsóknir eru fyrirhugaðar. Megináhersla fuglarannsókna í tengslum við verkefnið verður kortlagning farfugla um svæðið frá vori og fram á haust. Á rannsóknatíma verður ratsjá keyrð til þess að fylgjast með umferðartíðni fugla á svæðinu en einnig er um að ræða beinar athuganir á vettvangi. Við kynningu og yfirlestur á drögum að tillögunni bárust athugasemdir og ábendingar frá stofnunum og einstaklingum. Ein veigamesta athugasemdin frá Landvernd lýtur að því hversu nálægt „anddyri“ friðlandsins að Fjallabaki vindorkugarðurinn er teiknaður. Landvernd telur að þetta muni hafa neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna, ekki síst sem fyrsta upplifun þeirra af Fjallabaki. Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Gangi hugmyndir Landsvirkjunar eftir um vindorkugarð við Búrfell er líklegur kostnaður framkvæmdarinnar rúmlega 36 milljarðar króna. Landsvirkjun lagði fram tillögu að matsáætlun fyrir Búrfellslund, eins og vindorkugarðurinn er kallaður, á fimmtudag. Eins og kunnugt er áætlar fyrirtækið að reisa allt að 80 vindmyllur á 34 ferkílómetra svæði á Hafinu við Búrfell. Þar standa fyrir tvær vindmyllur sem reistar voru í tilraunaskyni og hafa sýnt að aðstæður fyrir vindorkugarð eru mjög hagstæðar í alþjóðlegum samanburði. Verði af framkvæmdum er hugmyndin að reisa stærri vindmyllur en standa þar nú, eða allt að þriggja til þriggja og hálfs MW vindmyllur. Eins og Fréttablaðið greindi frá í maí þá fer kostnaður við vindmyllur lækkandi og ef sannast að aðstæður séu jafn góðar hér eins og niðurstöðurnar af Hafinu benda til, og vindmyllur verði samkeppnisfærar við stærri virkjanir, þá getur það breytt áherslum Landsvirkjunar. Við fyrirspurn Fréttablaðsins til Landsvirkjunar um kostnað við verkefnið fékkst það svar að fyrirtækið ynni að kostnaðargreiningu og ótímabært væri að gefa upp kostnaðartölur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er kostnaðurinn þó mjög nálægt 36 milljörðum króna, þegar meðalkostnaður áþekkra framkvæmda í Evrópu er skoðaður á hvert megavatt sem framleitt verður. Efri mörk slíkra útreikninga eru um 40 milljarðar eða 350 milljónir dala. Við fyrstu sýn er orkuframleiðsla frá vindorkugarði mjög ódýr kostur, en hér ber til þess að líta að nýting er áætluð 40% við Búrfell öfugt við 100% nýtingu vatns- eða jarðvarmavirkjana. Nærtækt dæmi er nýjasta vatnsaflsvirkjun Landsvirkjunar, Búðarhálsvirkjun, en 40% nýting gæfi svipaðan afrakstur. Kostnaður við Búðarhálsvirkjun var um 26 milljarðar króna, svo vindorkuframleiðsla er, enn þá, dýrari kostur. Í tillögu að matsáætlun Landsvirkjunar er tekið á nokkrum umhverfisþáttum sem hafa verið ofarlega í umræðunni víða erlendis, t.d. mögulegum fugladauða. Í matsskýrslunni kemur fram að umfangsmiklar rannsóknir eru fyrirhugaðar. Megináhersla fuglarannsókna í tengslum við verkefnið verður kortlagning farfugla um svæðið frá vori og fram á haust. Á rannsóknatíma verður ratsjá keyrð til þess að fylgjast með umferðartíðni fugla á svæðinu en einnig er um að ræða beinar athuganir á vettvangi. Við kynningu og yfirlestur á drögum að tillögunni bárust athugasemdir og ábendingar frá stofnunum og einstaklingum. Ein veigamesta athugasemdin frá Landvernd lýtur að því hversu nálægt „anddyri“ friðlandsins að Fjallabaki vindorkugarðurinn er teiknaður. Landvernd telur að þetta muni hafa neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna, ekki síst sem fyrsta upplifun þeirra af Fjallabaki.
Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira