Eldisfiskur veiðist í ósi við Patreksfjörð Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 15. júlí 2014 11:00 Afli úr ósum Ósár Líklegast óx þessum tveimur fiskur um hrygg í kvíum en þeir veiddust í ósnum við botn Patreksfjarðar. VÍSIR/VILHELM Nokkur fjöldi veiðimanna dregur nú stóran lax úr ósum Ósár í botni Patreksfjarðar en þar er ekki vanalega að fá stóran lax enda bendir flest til þess að þarna sé á ferðinni lax sem sloppið hafi úr eldiskvíum Fjarðalax í nóvember síðastliðnum. Þá sluppu 200 laxar. Ekki hefur það fengist staðfest en Fjarðalaxmenn munu nú taka sýni til að ganga úr skugga um það. Sævar Ólafsson, veiðimaður frá Patreksfirði, segir að hann hafi meðal annars dregið 12 punda lax í gærmorgun og aðrir fengið fimm væna í fyrradag. Laxveiðimenn hafa horn í síðu þessa iðnaðar þar sem þeir telja mikla hættu á erfðablöndun norska eldislaxins og villtra íslenskra stofna. „Þetta sannar að það er rangt sem haldið hefur verið fram, að eldislax lifi ekki af í hafinu,“ segir Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga. Hann segir enn fremur að þó að aðeins einn eldislax fáist í á hérlendis geti það valdið gríðarlegu tjóni. „Skaðinn sem slíkt hefur á ímyndina er gríðarlegur. Menn borga ekki háar fjárhæðir til að veiða í slíkum ám. Svo ef við tölum um erfðablöndunina þá yrði þar um óbætanlegan skaða að ræða.“ Hann segir að landssambandið muni fara fram á það við Fiskistofu að farið verði með net í Patreksfjörðinn til að kanna hvað sé að gerast. Jónatan Þórðarson, eldisstjóri Fjarðalax, segir að greinilega hafi nokkrir af þeim tvö hundruð löxum sem sluppu í nóvember farið út á haf en komið svo aftur, en engin hætta stafi af þeim. „Það hefur sýnt sig í Noregi að þegar svona gerist flakkar fiskurinn inn og út, flestir hafa drepist úti í hafi og þessir munu drepast líka,“ segir hann. „Það er mikill misskilningur að þessi lax geti haft áhrif á villta íslenska stofninn,“ bætir hann við. „Þessi umræða er á villigötum og oft er talað um að fjöldi laxveiðiáa í Noregi hafi orðið ónýtur vegna fiskeldis meðan sannleikurinn er sá að það var súrt regn og skætt sníkjudýr, sem laxveiðimenn komu reyndar með þangað sjálfir, sem varð þessum ám að tjóni.“ Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Fjarðalax, segir slysasleppinguna og þennan eftirmála hennar vissulega óheppilegan. „En við erum einmitt á þessu svæði vegna þess að þetta er ekki laxveiðisvæði. Þarna eru engar laxveiðiár, og því hefur það verið skilgreint sem eldissvæði. Hætta vegna svona slysa er því í algjöru lágmarki.“ Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Nokkur fjöldi veiðimanna dregur nú stóran lax úr ósum Ósár í botni Patreksfjarðar en þar er ekki vanalega að fá stóran lax enda bendir flest til þess að þarna sé á ferðinni lax sem sloppið hafi úr eldiskvíum Fjarðalax í nóvember síðastliðnum. Þá sluppu 200 laxar. Ekki hefur það fengist staðfest en Fjarðalaxmenn munu nú taka sýni til að ganga úr skugga um það. Sævar Ólafsson, veiðimaður frá Patreksfirði, segir að hann hafi meðal annars dregið 12 punda lax í gærmorgun og aðrir fengið fimm væna í fyrradag. Laxveiðimenn hafa horn í síðu þessa iðnaðar þar sem þeir telja mikla hættu á erfðablöndun norska eldislaxins og villtra íslenskra stofna. „Þetta sannar að það er rangt sem haldið hefur verið fram, að eldislax lifi ekki af í hafinu,“ segir Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga. Hann segir enn fremur að þó að aðeins einn eldislax fáist í á hérlendis geti það valdið gríðarlegu tjóni. „Skaðinn sem slíkt hefur á ímyndina er gríðarlegur. Menn borga ekki háar fjárhæðir til að veiða í slíkum ám. Svo ef við tölum um erfðablöndunina þá yrði þar um óbætanlegan skaða að ræða.“ Hann segir að landssambandið muni fara fram á það við Fiskistofu að farið verði með net í Patreksfjörðinn til að kanna hvað sé að gerast. Jónatan Þórðarson, eldisstjóri Fjarðalax, segir að greinilega hafi nokkrir af þeim tvö hundruð löxum sem sluppu í nóvember farið út á haf en komið svo aftur, en engin hætta stafi af þeim. „Það hefur sýnt sig í Noregi að þegar svona gerist flakkar fiskurinn inn og út, flestir hafa drepist úti í hafi og þessir munu drepast líka,“ segir hann. „Það er mikill misskilningur að þessi lax geti haft áhrif á villta íslenska stofninn,“ bætir hann við. „Þessi umræða er á villigötum og oft er talað um að fjöldi laxveiðiáa í Noregi hafi orðið ónýtur vegna fiskeldis meðan sannleikurinn er sá að það var súrt regn og skætt sníkjudýr, sem laxveiðimenn komu reyndar með þangað sjálfir, sem varð þessum ám að tjóni.“ Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Fjarðalax, segir slysasleppinguna og þennan eftirmála hennar vissulega óheppilegan. „En við erum einmitt á þessu svæði vegna þess að þetta er ekki laxveiðisvæði. Þarna eru engar laxveiðiár, og því hefur það verið skilgreint sem eldissvæði. Hætta vegna svona slysa er því í algjöru lágmarki.“
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira