Það þarf að verða til heimshreyfing Svavar Gestsson skrifar 17. júlí 2014 07:00 Þegar Sameinuðu þjóðirnar samþykktu stofnun Ísraelsríkis 1948 hafði Ísland það hlutverk að mæla fyrir tillögunni um viðurkenninguna. Það gerði þáverandi sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Áratugum saman þar á eftir stóð Ísland þétt með Ísraelsríki; annað kom ekki til greina hér á landi. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur viðurkenndi Palestínuríki stjórnskipulega á síðasta kjörtímabili, 15. júlí 2011, var það rökrétt næsta skref eftir stofnun Ísraelsríkis og í afstöðu Íslands fólst að viðurkennd væru landamæri Palestínu og Ísraels eins og þau voru 1967. Um 130 ríki höfðu viðurkennt Palestínu sem ríki áður en Ísland tók þessa ákvörðun. En ákvörðun Íslands hafði sérstaka þýðingu því Ísland var fyrsta „vestræna lýðræðisríkið“ sem ákvað að viðurkenna Palestínuríki. Það gat ríkisstjórnin gert af því að utanríkisráðherrann hafði kjark til þess, Össur Skarphéðinsson, og af því að samstarfsflokkur Samfylkingarinnar í ríkisstjórn, Vinstrihreyfingin – grænt framboð, studdi viðurkenninguna fyrirvaralaust. Það gerði ekki samstarfsflokkur Samfylkingarinnar 2007-2009. Reyndar má geta þess að þegar Össur Skarphéðinsson lagði fram þingsályktunartillögu um viðurkenningu á Palestínu stóðu allir flokkar, utan Sjálfstæðisflokks, að nefndaráliti meirihluta utanríkismálanefndar sem mælti með samþykkt tillögunnar. Bæði núverandi utanríkisráðherra og forsætisráðherra áttu þá sæti í nefndinni og stóðu að samþykkt hennar. Þannig ber Ísland mikla pólitíska ábyrgð á þeim málum sem hafa birst okkur á sjónvarpsskjáunum undanfarnar vikur. Þess vegna ætti Ísland að beita sér sérstaklega og skörulega í Palestínumálunum gegn morðum og ofbeldi Ísraelsstjórnar; vel að merkja ekki allra Ísraela.Fjármagnar ódæðið Fyrir nokkrum árum gegndi höfundur þessarar greinar starfi sendiherra Íslands gagnvart Ísrael. Það var einkar fróðlegur tími. Það gerði ég í fyrsta lagi með mikilli ánægju vegna þess að ég tók í arf þá afstöðu að standa með Ísraelsríki. Sú afstaða var sennilega og er óraunsæ en ábyrgð okkar er ekki minni fyrir vikið. Hún er meiri. Og hvað er þá til ráða? Margt. En það mikilvægasta er að gera sér grein fyrir því að það er Bandaríkjastjórn sem ber fremur en allar aðrar ríkisstjórnir heimsins ábyrgð á því ástandi sem nú er í gangi í Palestínu. Það er vegna þess að Bandaríkjastjórn styður Ísrael og fjármagnar ódæði Ísraelsstjórnar. Nú þarf að verða til heimshreyfing allra ríkja sem aldrei lætur neitt tækifæri ónotað til að reyna að tala um fyrir Bandaríkjastjórn. Getur Ísland eitthvað gert? Já. Ísland getur beitt sér fyrir því að þessi heimshreyfing verði til, hreyfing sem hefur það markmið að knýja Bandaríkjamenn til að láta af stuðningi við Ísrael. Jafnframt þarf að koma á alþjóðlegu friðargæsluliði sem fylgist með hverju fótmáli í nýjum friðaráætlunum sem hefur það að markmiði að tvö ríki megi þróast friðsamlega hlið við hlið, Ísrael og Palestína. Það friðargæslulið gæti þurft að vera á staðnum í áratugi; en það er allt að vinna. Utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson, hefur staðið sig skörulega í Úkraínumálum. Hann ætti því ásamt utanríkismálanefnd Alþingis að taka forystu fyrir hreyfingu sem stöðvar mannvígastefnu Ísraelsstjórnar. Strax. Ég er viss um að þjóðin stæði með utanríkisráðherra í þessu efni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Sameinuðu þjóðirnar samþykktu stofnun Ísraelsríkis 1948 hafði Ísland það hlutverk að mæla fyrir tillögunni um viðurkenninguna. Það gerði þáverandi sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Áratugum saman þar á eftir stóð Ísland þétt með Ísraelsríki; annað kom ekki til greina hér á landi. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur viðurkenndi Palestínuríki stjórnskipulega á síðasta kjörtímabili, 15. júlí 2011, var það rökrétt næsta skref eftir stofnun Ísraelsríkis og í afstöðu Íslands fólst að viðurkennd væru landamæri Palestínu og Ísraels eins og þau voru 1967. Um 130 ríki höfðu viðurkennt Palestínu sem ríki áður en Ísland tók þessa ákvörðun. En ákvörðun Íslands hafði sérstaka þýðingu því Ísland var fyrsta „vestræna lýðræðisríkið“ sem ákvað að viðurkenna Palestínuríki. Það gat ríkisstjórnin gert af því að utanríkisráðherrann hafði kjark til þess, Össur Skarphéðinsson, og af því að samstarfsflokkur Samfylkingarinnar í ríkisstjórn, Vinstrihreyfingin – grænt framboð, studdi viðurkenninguna fyrirvaralaust. Það gerði ekki samstarfsflokkur Samfylkingarinnar 2007-2009. Reyndar má geta þess að þegar Össur Skarphéðinsson lagði fram þingsályktunartillögu um viðurkenningu á Palestínu stóðu allir flokkar, utan Sjálfstæðisflokks, að nefndaráliti meirihluta utanríkismálanefndar sem mælti með samþykkt tillögunnar. Bæði núverandi utanríkisráðherra og forsætisráðherra áttu þá sæti í nefndinni og stóðu að samþykkt hennar. Þannig ber Ísland mikla pólitíska ábyrgð á þeim málum sem hafa birst okkur á sjónvarpsskjáunum undanfarnar vikur. Þess vegna ætti Ísland að beita sér sérstaklega og skörulega í Palestínumálunum gegn morðum og ofbeldi Ísraelsstjórnar; vel að merkja ekki allra Ísraela.Fjármagnar ódæðið Fyrir nokkrum árum gegndi höfundur þessarar greinar starfi sendiherra Íslands gagnvart Ísrael. Það var einkar fróðlegur tími. Það gerði ég í fyrsta lagi með mikilli ánægju vegna þess að ég tók í arf þá afstöðu að standa með Ísraelsríki. Sú afstaða var sennilega og er óraunsæ en ábyrgð okkar er ekki minni fyrir vikið. Hún er meiri. Og hvað er þá til ráða? Margt. En það mikilvægasta er að gera sér grein fyrir því að það er Bandaríkjastjórn sem ber fremur en allar aðrar ríkisstjórnir heimsins ábyrgð á því ástandi sem nú er í gangi í Palestínu. Það er vegna þess að Bandaríkjastjórn styður Ísrael og fjármagnar ódæði Ísraelsstjórnar. Nú þarf að verða til heimshreyfing allra ríkja sem aldrei lætur neitt tækifæri ónotað til að reyna að tala um fyrir Bandaríkjastjórn. Getur Ísland eitthvað gert? Já. Ísland getur beitt sér fyrir því að þessi heimshreyfing verði til, hreyfing sem hefur það markmið að knýja Bandaríkjamenn til að láta af stuðningi við Ísrael. Jafnframt þarf að koma á alþjóðlegu friðargæsluliði sem fylgist með hverju fótmáli í nýjum friðaráætlunum sem hefur það að markmiði að tvö ríki megi þróast friðsamlega hlið við hlið, Ísrael og Palestína. Það friðargæslulið gæti þurft að vera á staðnum í áratugi; en það er allt að vinna. Utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson, hefur staðið sig skörulega í Úkraínumálum. Hann ætti því ásamt utanríkismálanefnd Alþingis að taka forystu fyrir hreyfingu sem stöðvar mannvígastefnu Ísraelsstjórnar. Strax. Ég er viss um að þjóðin stæði með utanríkisráðherra í þessu efni.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar