Vonskuveður setti strik í listsköpunina Gunnar Leó Pálsson skrifar 23. júlí 2014 09:30 Verk Kristínar Þorláksdóttur og Ýmis Grönvold kallast Afapollur og er á húsvegg við höfnina í Vestmannaeyjum. mynd/Laufey Konný Guðjónsdóttir „Það var haft samband við mig og ég fengin í þetta verkefni en sá sem hafði samband hafði séð verk mín og vildi fá mig í þetta,“ segir listakonan Kristín Þorláksdóttir, en hún hefur nú ásamt listamanninum Ými Grönvold lokið við stærðarinnar listaverk sem prýðir stóran vegg á húsi í eigu Eimskipafélagsins við höfnina í Vestmannaeyjum. Verkið, sem ber nafnið Afapollur, prýðir vegg sem er um fjórtán metrar að breidd og átta til níu metrar á hæð, á húsi sem er það fyrsta sem fólk sér þegar það kemur út úr Herjólfi í Vestmannaeyjum. „Nafnið er dregið af stað sem var í Eyjum fyrir gos sem hét Afapollur. Þangað komu börn oft til þess að leika sér en staðurinn hvarf í gosinu. Fólk hefur verið að koma til mín og segja mér að verkið minni á bernskuminningar sínar, sem er fallegt að heyra,“ segir Kristín. Hún segist þó ekki hafa verið lofthrædd í átta til níu metra hæð, þegar hún málaði efsta hluta verksins. „Ég var ekki lofthrædd, fyrst þegar ég vann í svona lyftu þá var ég smeyk en er orðin vanari í dag.“Kristín ÞorláksdóttirÍslenskt veðurfar er þó ekki alltaf það ákjósanlegasta fyrir götulistamenn en Kristín og Ýmir lentu í alls kyns veðri. „Það tók um það bil átta heila daga að mála verkið en í þremur atrennum, við fórum þrisvar sinnum til Eyja en fórum alltaf heim á milli því það kom brjálað veður,“ segir Kristín og hlær. Hún er þó ekki tengd Eyjum á nokkurn hátt, nema að stjúpmóðir hennar er frá Eyjum. „Ég hafði síðast komið til Eyja þegar ég var tíu ára á pysjuveiðum.“ Samstarf Kristínar og Ýmis gekk mjög vel. „Við berum mikla virðingu hvort fyrir öðru og gekk þetta mjög vel.“Kristín Þorláksdóttir og Ýmir Grönvold við vinnslu verksins.mynd/Laufey Konný GuðjónsdóttirMikla undirbúningsvinnu þarf að vinna fyrir smíði svona stærðarinnar listaverks. „Maður þarf að hafa fullkomna mynd fyrir framan sig, skyssan þarf að vera mjög góð. Ég var með skyssuna í símanum mínum, það er betra en að hafa þetta á pappír því hann getur blotnað og rifnað.“ Kristín, sem útskrifaðist af listnámsbraut frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, hefur lengi haft mikinn áhuga á götulist og segir greinina vera að vaxa og stækka mikið og þá sérstaklega hér á landi. Þá er hún á leið í myndlistarnám í OCAD í Toronto í haust. Hún hefur unnið ýmis verk eins og til dæmis nítján metra hátt vegglistaverk við Hamraborgina í Kópavogi. Hún á ekki langt að sækja hæfileikana því hún er dóttir Tolla Morthens. Hún opnar sýningu í dag á Kaffi Krók við höfnina í Eyjum og ber sýningin nafnið Leikir. Veður Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Sjá meira
„Það var haft samband við mig og ég fengin í þetta verkefni en sá sem hafði samband hafði séð verk mín og vildi fá mig í þetta,“ segir listakonan Kristín Þorláksdóttir, en hún hefur nú ásamt listamanninum Ými Grönvold lokið við stærðarinnar listaverk sem prýðir stóran vegg á húsi í eigu Eimskipafélagsins við höfnina í Vestmannaeyjum. Verkið, sem ber nafnið Afapollur, prýðir vegg sem er um fjórtán metrar að breidd og átta til níu metrar á hæð, á húsi sem er það fyrsta sem fólk sér þegar það kemur út úr Herjólfi í Vestmannaeyjum. „Nafnið er dregið af stað sem var í Eyjum fyrir gos sem hét Afapollur. Þangað komu börn oft til þess að leika sér en staðurinn hvarf í gosinu. Fólk hefur verið að koma til mín og segja mér að verkið minni á bernskuminningar sínar, sem er fallegt að heyra,“ segir Kristín. Hún segist þó ekki hafa verið lofthrædd í átta til níu metra hæð, þegar hún málaði efsta hluta verksins. „Ég var ekki lofthrædd, fyrst þegar ég vann í svona lyftu þá var ég smeyk en er orðin vanari í dag.“Kristín ÞorláksdóttirÍslenskt veðurfar er þó ekki alltaf það ákjósanlegasta fyrir götulistamenn en Kristín og Ýmir lentu í alls kyns veðri. „Það tók um það bil átta heila daga að mála verkið en í þremur atrennum, við fórum þrisvar sinnum til Eyja en fórum alltaf heim á milli því það kom brjálað veður,“ segir Kristín og hlær. Hún er þó ekki tengd Eyjum á nokkurn hátt, nema að stjúpmóðir hennar er frá Eyjum. „Ég hafði síðast komið til Eyja þegar ég var tíu ára á pysjuveiðum.“ Samstarf Kristínar og Ýmis gekk mjög vel. „Við berum mikla virðingu hvort fyrir öðru og gekk þetta mjög vel.“Kristín Þorláksdóttir og Ýmir Grönvold við vinnslu verksins.mynd/Laufey Konný GuðjónsdóttirMikla undirbúningsvinnu þarf að vinna fyrir smíði svona stærðarinnar listaverks. „Maður þarf að hafa fullkomna mynd fyrir framan sig, skyssan þarf að vera mjög góð. Ég var með skyssuna í símanum mínum, það er betra en að hafa þetta á pappír því hann getur blotnað og rifnað.“ Kristín, sem útskrifaðist af listnámsbraut frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, hefur lengi haft mikinn áhuga á götulist og segir greinina vera að vaxa og stækka mikið og þá sérstaklega hér á landi. Þá er hún á leið í myndlistarnám í OCAD í Toronto í haust. Hún hefur unnið ýmis verk eins og til dæmis nítján metra hátt vegglistaverk við Hamraborgina í Kópavogi. Hún á ekki langt að sækja hæfileikana því hún er dóttir Tolla Morthens. Hún opnar sýningu í dag á Kaffi Krók við höfnina í Eyjum og ber sýningin nafnið Leikir.
Veður Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Sjá meira