Vísindamenn skoða orsakir skriðunnar í Öskju Bjarki Ármannsson skrifar 24. júlí 2014 07:30 Talið er að 24 milljónir rúmmetra af jarðefnum hafi fallið í vatnið. Mynd/Jara Fatima Brynjólfsdóttir „Menn átta sig ekki á þessu fyrr en um tvöleytið á þriðjudag þegar landvörður frá okkur kemur inn að Víti,“ segir Hjörleifur Finnsson, þjóðgarðsvörður á norðursvæði Vatnajökuls-þjóðgarðs. Gríðarlegt berghlaup, sem talið er það allra stærsta síðustu áratugi, féll í Öskjuvatn seint á mánudagskvöld. Lokað hefur nú verið fyrir umferð að norðausturhluta Öskjuvatns, þeim hluta sem snýr að Víti. Heimilt er þó að ferðast að Öskju. Að sögn Hjörleifs er svæðið þar sem skriðan féll utan alfaraleiðar og var því ekki þörf á að loka sérstaklega fyrir umferð þar. „Venjulega væri þar lítil eða engin umferð,“ segir Hjörleifur. „Það eru kannski tveir á ári sem ganga hringinn á toppunum, þannig að það eru litlir hagsmunir í húfi þótt það sé bannað.“Landslagið á bökkum Öskjuvatns er talsvert breytt í kjölfar skriðunnar og flóðsins.Mynd/Axel Aage SchiöthNiðurstöðu að vænta á morgun Skriðan féll í suðausturhluta vatnsins og olli mikilli flóðbylgju sem gekk allt að 120 metra upp fyrir yfirborð vatnsins og náði inn í Víti. Mikil mildi þykir að enginn var þarna á ferð þegar skriðan féll en mikið er jafnan um ferðamenn á svæðinu á þessum árstíma. Hjörleifur hefur eftir Ármanni Höskuldssyni jarðfræðingi, sem skoðaði ummerki skriðunnar á þriðjudag, að um 24 milljónir rúmmetra hafi fallið í vatnið hið minnsta. Alls hafi landfall í skriðunni getað numið 50 til 60 milljónum rúmmetra. Vísindamenn á vegum Veðurstofunnar og Háskóla Íslands mættu á vettvang í gærkvöldi til að kanna umfang og orsakir skriðunnar. Enn er óljóst hvað nákvæmlega olli skriðunni en talið er að snjóbráð á svæðinu hafi mögulega hrint henni af stað. Lokunin að Öskjuvatni gildir að minnsta kosti til morguns, en þá á niðurstaða vísindamannanna að liggja fyrir um það hvert umfang skriðunnar er og hvort hætta sé á frekari skriðuföllum. Tengdar fréttir Öll umferð um Öskju bönnuð í kjölfar skriðu Öskjubarmurinn getur verið óstöðugur á köflum og meira af lausu efni gæti því fallið í vatnið. 22. júlí 2014 23:27 Flóðbylgjan náði inn í Víti Náttúruhamfarir. Miklar skriður féllu í Öskju. Enn er skriðuhætta. 23. júlí 2014 07:56 „Þetta hafa verið þvílíkar hamfarir“ Axel Aage Schiöth fór í dagsferð í Öskju í gær, en hann segir leiðsögumenn hafa misst kjálkan í jörðina þegar þeir komu að Öskju. 23. júlí 2014 16:42 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Menn átta sig ekki á þessu fyrr en um tvöleytið á þriðjudag þegar landvörður frá okkur kemur inn að Víti,“ segir Hjörleifur Finnsson, þjóðgarðsvörður á norðursvæði Vatnajökuls-þjóðgarðs. Gríðarlegt berghlaup, sem talið er það allra stærsta síðustu áratugi, féll í Öskjuvatn seint á mánudagskvöld. Lokað hefur nú verið fyrir umferð að norðausturhluta Öskjuvatns, þeim hluta sem snýr að Víti. Heimilt er þó að ferðast að Öskju. Að sögn Hjörleifs er svæðið þar sem skriðan féll utan alfaraleiðar og var því ekki þörf á að loka sérstaklega fyrir umferð þar. „Venjulega væri þar lítil eða engin umferð,“ segir Hjörleifur. „Það eru kannski tveir á ári sem ganga hringinn á toppunum, þannig að það eru litlir hagsmunir í húfi þótt það sé bannað.“Landslagið á bökkum Öskjuvatns er talsvert breytt í kjölfar skriðunnar og flóðsins.Mynd/Axel Aage SchiöthNiðurstöðu að vænta á morgun Skriðan féll í suðausturhluta vatnsins og olli mikilli flóðbylgju sem gekk allt að 120 metra upp fyrir yfirborð vatnsins og náði inn í Víti. Mikil mildi þykir að enginn var þarna á ferð þegar skriðan féll en mikið er jafnan um ferðamenn á svæðinu á þessum árstíma. Hjörleifur hefur eftir Ármanni Höskuldssyni jarðfræðingi, sem skoðaði ummerki skriðunnar á þriðjudag, að um 24 milljónir rúmmetra hafi fallið í vatnið hið minnsta. Alls hafi landfall í skriðunni getað numið 50 til 60 milljónum rúmmetra. Vísindamenn á vegum Veðurstofunnar og Háskóla Íslands mættu á vettvang í gærkvöldi til að kanna umfang og orsakir skriðunnar. Enn er óljóst hvað nákvæmlega olli skriðunni en talið er að snjóbráð á svæðinu hafi mögulega hrint henni af stað. Lokunin að Öskjuvatni gildir að minnsta kosti til morguns, en þá á niðurstaða vísindamannanna að liggja fyrir um það hvert umfang skriðunnar er og hvort hætta sé á frekari skriðuföllum.
Tengdar fréttir Öll umferð um Öskju bönnuð í kjölfar skriðu Öskjubarmurinn getur verið óstöðugur á köflum og meira af lausu efni gæti því fallið í vatnið. 22. júlí 2014 23:27 Flóðbylgjan náði inn í Víti Náttúruhamfarir. Miklar skriður féllu í Öskju. Enn er skriðuhætta. 23. júlí 2014 07:56 „Þetta hafa verið þvílíkar hamfarir“ Axel Aage Schiöth fór í dagsferð í Öskju í gær, en hann segir leiðsögumenn hafa misst kjálkan í jörðina þegar þeir komu að Öskju. 23. júlí 2014 16:42 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Öll umferð um Öskju bönnuð í kjölfar skriðu Öskjubarmurinn getur verið óstöðugur á köflum og meira af lausu efni gæti því fallið í vatnið. 22. júlí 2014 23:27
Flóðbylgjan náði inn í Víti Náttúruhamfarir. Miklar skriður féllu í Öskju. Enn er skriðuhætta. 23. júlí 2014 07:56
„Þetta hafa verið þvílíkar hamfarir“ Axel Aage Schiöth fór í dagsferð í Öskju í gær, en hann segir leiðsögumenn hafa misst kjálkan í jörðina þegar þeir komu að Öskju. 23. júlí 2014 16:42