Finnafjörður í stál og steypu – fyrir hvern? Haukur R. Hauksson skrifar 24. júlí 2014 07:00 Mikil tækifæri fyrir Ísland vegna siglinga á norðurslóðum í framtíðinni var inntak greinar í Fréttablaðinu þann 11. nóvember 2013, þar sem rætt var við Hafstein Helgason byggingaverkfræðing. Þýska fyrirtækið Bremenport ætlar að viðlegukantur verði allt að 5 kílómetra langur í Finnafirði. Til samanburðar er Karfabakki í Sundahöfn 450 metra langur og lengsta flugbraut Reykjavíkurflugvallar er 1.500 metrar. Það á sem sagt að taka einn fegursta fjörð Austurlands undir stál og steypu svo hundruðum hektara nemur. Samkvæmt áætlun á hlutverk hafnarinnar að vera m.a.: olíubirgða- og gasvinnsluhöfn, þjónustuhöfn fyrir olíuvinnslu, gámahöfn, efnisgeymsluhöfn vegna námavinnslu á Grænlandi og öryggishöfn. Höfnin myndi ná yfir gríðarlegt afgirt, steinsteypt svæði.Fögur ásýnd? Segjum að við séum á ferðalagi hringinn í kringum landið og frá Þórshöfn höldum við í austur og erum komin fyrir hornið á Gunnólfsvíkurfjalli. Þá mun blasa við okkur gríðarlega stór umskipunarhöfn, þúsundir gáma, olíutankar, jarðefni og fleira m.a. vegna námavinnslu á Grænlandi. Ef við héldum svo áfram för þyrftum við að taka stóran krók suður fyrir afgirt hafnarsvæðið. Trúlega myndi ferðamaður spyrja sjálfan sig hvað taki við í næsta firði. Allavega liggur leiðin ekki meðfram ströndinni í gegnum athafnasvæðið heldur sunnar meðfram fleiri kílómetra girðingu, þar sem ófögnuðurinn myndi blasa við í stað náttúrulegrar strandar og öllu því er íslensk náttúra býður upp á. Hætta er á að hughrif ferðamannsins á ferð um Ísland muni bíða skipbrot við slíkt stílbrot á einni náttúruperlu okkar.Gulrótin Gríðarleg tækifæri fyrir Íslendinga er upphrópunin. Í hverju felst þetta tækifæri? Ef hið erlenda fyrirtæki á landsvæðið sem um ræðir er ekki um nein hafnargjöld að ræða og engin fasteignagjöld því gámar eru ekki geymdir inni í húsi. Menn verða ráðnir á verkamannalaunum á lyftara, taka rusl frá skipunum o.s.frv. Höfnin hlýtur að vera á frítollasvæði. Ekki opna tollarar og tolla hvern gám sem settur er á land, eða hvað? Varla byggja menn sér hús á lúsarlaunum á Bakkafirði eða Þórshöfn? Er þá ekki nærtækast að starfsmenn búi inni á frísvæðinu í gámum? Skipafélögin og eigendur hafnarinnar greiða skatta og skyldur í heimalandi sínu, svo allt nema verkamannalaunin situr eftir hér, ef um innlendan starfskraft er að ræða. En aðalgulrótin er sú, að hinir erlendu sérfræðingar gera ráð fyrir að verðlag lækki hér á landi við umskipunina. Hvernig það má vera er mér hulin ráðgáta.Mengunarhættan Hvers vegna er horft hingað? Nýjustu gámaskip heims eru af gerðinni Triple, 398 metra löng og 58 metra breið, framleidd í Suður-Kóreu. Nú þegar hafa Danir m.a. pantað 20 skip er þeir fá afhent innan tíu ára. Hvert skip tekur allt að 18 þúsund 25 feta gáma (sagt og skrifað) svo nú fara menn að skilja þörfina á 5 kílómetra legukanti. Skip kæmu frá Austurlöndum fjær með vörur til uppskipunar og enn önnur myndu svo sækja þessa sömu gáma. Straumar eru þannig meðfram austurströndinni að mengun í einum firði berst í þá alla. Að hleypa hundruðum skipa frá Asíu upp að landi gæti fært okkur ógrynni af hér áður óþekktum land- og sjávardýrum, s.s. kröbbum, rottum, skordýrum o.fl. Einnig gæti landbúnaðinum stafað hætta af smitsjúkdómum í skepnur, myglusveppi og jarðvegspöddum. Hér er fólk tekið með pylsupakka í tollinum, en nú á að hleypa þúsundum óskoðaðra gáma á land sem enginn veit hvað innihalda eða geta borið með sér við uppskipun á land. Og hvað með slys, olíumengun, árekstra, eld og allt það er getur komið upp á? Hvar verður allt rusl er til fellur frá skipunum urðað? Er ekki einnig mál að halda einum gjöfulustu fiskimiðum heims hreinum? Hér um árið tók fleiri mánuði að fá niðurstöður um áhrif byggingu brúar yfir Gilsfjörð, þar sem brúarstólparnir gætu raskað ró nokkurra varpfugla við brúarendana, en nú er í lagi að steypa heilan fjörð, sem er óafturkræf aðgerð og skaðar allt og alla nema erlenda hafnareigendur. Í þjóðarbúið myndi þetta engu skila, það eitt er alveg á hreinu. Engin Evrópuþjóð myndi í dag fórna slíkri náttúruperlu og þarna um ræðir undir svona framkvæmd og það fyrir enga arðsemi.Yfirgangur og vanmat Andmælum yfirgangi og vanmati á landinu. Ég tek ofan fyrir bóndanum á Felli og öðrum þeim landeigendum í Finnafirði er standa fast í fæturna og ætla ekki að láta þetta yfir sig ganga. En undir hvað voru æðstu ráðamenn þjóðarinnar að skrifa hér um daginn? Hví má ekki birta almenningi þennan samning? Erum við til í að gleypa við öllum vitleysishugmyndum án umhugsunar? Hvað ef höfnin yrði nú einn daginn yfirgefin? Myndum við reyna að tyrfa yfir skömmina? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil tækifæri fyrir Ísland vegna siglinga á norðurslóðum í framtíðinni var inntak greinar í Fréttablaðinu þann 11. nóvember 2013, þar sem rætt var við Hafstein Helgason byggingaverkfræðing. Þýska fyrirtækið Bremenport ætlar að viðlegukantur verði allt að 5 kílómetra langur í Finnafirði. Til samanburðar er Karfabakki í Sundahöfn 450 metra langur og lengsta flugbraut Reykjavíkurflugvallar er 1.500 metrar. Það á sem sagt að taka einn fegursta fjörð Austurlands undir stál og steypu svo hundruðum hektara nemur. Samkvæmt áætlun á hlutverk hafnarinnar að vera m.a.: olíubirgða- og gasvinnsluhöfn, þjónustuhöfn fyrir olíuvinnslu, gámahöfn, efnisgeymsluhöfn vegna námavinnslu á Grænlandi og öryggishöfn. Höfnin myndi ná yfir gríðarlegt afgirt, steinsteypt svæði.Fögur ásýnd? Segjum að við séum á ferðalagi hringinn í kringum landið og frá Þórshöfn höldum við í austur og erum komin fyrir hornið á Gunnólfsvíkurfjalli. Þá mun blasa við okkur gríðarlega stór umskipunarhöfn, þúsundir gáma, olíutankar, jarðefni og fleira m.a. vegna námavinnslu á Grænlandi. Ef við héldum svo áfram för þyrftum við að taka stóran krók suður fyrir afgirt hafnarsvæðið. Trúlega myndi ferðamaður spyrja sjálfan sig hvað taki við í næsta firði. Allavega liggur leiðin ekki meðfram ströndinni í gegnum athafnasvæðið heldur sunnar meðfram fleiri kílómetra girðingu, þar sem ófögnuðurinn myndi blasa við í stað náttúrulegrar strandar og öllu því er íslensk náttúra býður upp á. Hætta er á að hughrif ferðamannsins á ferð um Ísland muni bíða skipbrot við slíkt stílbrot á einni náttúruperlu okkar.Gulrótin Gríðarleg tækifæri fyrir Íslendinga er upphrópunin. Í hverju felst þetta tækifæri? Ef hið erlenda fyrirtæki á landsvæðið sem um ræðir er ekki um nein hafnargjöld að ræða og engin fasteignagjöld því gámar eru ekki geymdir inni í húsi. Menn verða ráðnir á verkamannalaunum á lyftara, taka rusl frá skipunum o.s.frv. Höfnin hlýtur að vera á frítollasvæði. Ekki opna tollarar og tolla hvern gám sem settur er á land, eða hvað? Varla byggja menn sér hús á lúsarlaunum á Bakkafirði eða Þórshöfn? Er þá ekki nærtækast að starfsmenn búi inni á frísvæðinu í gámum? Skipafélögin og eigendur hafnarinnar greiða skatta og skyldur í heimalandi sínu, svo allt nema verkamannalaunin situr eftir hér, ef um innlendan starfskraft er að ræða. En aðalgulrótin er sú, að hinir erlendu sérfræðingar gera ráð fyrir að verðlag lækki hér á landi við umskipunina. Hvernig það má vera er mér hulin ráðgáta.Mengunarhættan Hvers vegna er horft hingað? Nýjustu gámaskip heims eru af gerðinni Triple, 398 metra löng og 58 metra breið, framleidd í Suður-Kóreu. Nú þegar hafa Danir m.a. pantað 20 skip er þeir fá afhent innan tíu ára. Hvert skip tekur allt að 18 þúsund 25 feta gáma (sagt og skrifað) svo nú fara menn að skilja þörfina á 5 kílómetra legukanti. Skip kæmu frá Austurlöndum fjær með vörur til uppskipunar og enn önnur myndu svo sækja þessa sömu gáma. Straumar eru þannig meðfram austurströndinni að mengun í einum firði berst í þá alla. Að hleypa hundruðum skipa frá Asíu upp að landi gæti fært okkur ógrynni af hér áður óþekktum land- og sjávardýrum, s.s. kröbbum, rottum, skordýrum o.fl. Einnig gæti landbúnaðinum stafað hætta af smitsjúkdómum í skepnur, myglusveppi og jarðvegspöddum. Hér er fólk tekið með pylsupakka í tollinum, en nú á að hleypa þúsundum óskoðaðra gáma á land sem enginn veit hvað innihalda eða geta borið með sér við uppskipun á land. Og hvað með slys, olíumengun, árekstra, eld og allt það er getur komið upp á? Hvar verður allt rusl er til fellur frá skipunum urðað? Er ekki einnig mál að halda einum gjöfulustu fiskimiðum heims hreinum? Hér um árið tók fleiri mánuði að fá niðurstöður um áhrif byggingu brúar yfir Gilsfjörð, þar sem brúarstólparnir gætu raskað ró nokkurra varpfugla við brúarendana, en nú er í lagi að steypa heilan fjörð, sem er óafturkræf aðgerð og skaðar allt og alla nema erlenda hafnareigendur. Í þjóðarbúið myndi þetta engu skila, það eitt er alveg á hreinu. Engin Evrópuþjóð myndi í dag fórna slíkri náttúruperlu og þarna um ræðir undir svona framkvæmd og það fyrir enga arðsemi.Yfirgangur og vanmat Andmælum yfirgangi og vanmati á landinu. Ég tek ofan fyrir bóndanum á Felli og öðrum þeim landeigendum í Finnafirði er standa fast í fæturna og ætla ekki að láta þetta yfir sig ganga. En undir hvað voru æðstu ráðamenn þjóðarinnar að skrifa hér um daginn? Hví má ekki birta almenningi þennan samning? Erum við til í að gleypa við öllum vitleysishugmyndum án umhugsunar? Hvað ef höfnin yrði nú einn daginn yfirgefin? Myndum við reyna að tyrfa yfir skömmina?
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun