Stelpur liggja undir drusludómnum Sigga Dögg skrifar 25. júlí 2014 09:30 Sigga Dögg MYND/Aldís Pálsdóttir Spurning vikunnar verður að fá að koma í formi pistils því hugur minn liggur hjá druslum þessa lands. Stelpum leyfist ekki enn að njóta frjálsra ásta því þær liggja undir drusludómnum. Til hans telst einnig fas, húðflúr á ákveðnum stöðum, drykkja og klæðaburður. Það er í raun bara tímaspursmál hvenær þær „lenda“ í að „láta“ nauðga sér. Druslugangan fer fram um helgina, fjórða árið í röð, og því tileinka ég þennan pistil öllum þeim sem hafa verið kallaðar druslur, kallað aðrar konur og stúlkur druslur, réttlætt nauðgun, upplifað nauðgun og nauðgað sjálfir eða ekki vitað hvað það þýðir að nauðga. Orðið drusla, að vera drusla, er stimpill sem konur og karlar nota yfir stúlkur (og stundum stráka) sem þykja heldur „lausgyrtar“ eða of „auðveldar“. Með öðrum orðum, þær stunda of mikið kynlíf eða kynlíf sem hentar ekki öðrum sem ákveða að kalla þær druslur. Auðvitað má svo ýmislegt yfir druslur ganga og þær beinlínis auglýsa þennan drusluhátt með ósmekklegum klæðnaði sem er beint til þess fallinn að fá blóðið til að streyma rakleitt til kynfæranna. Gvuðhjálpiokkuröllum og forði óflekkuðum sálum frá þessum druslum. Þær brjóta, bramla og skemma hjörtu hreinna manna og hvað skal til bragðs taka? Brjóta á þeim, þagga niður í þeim, benda þeim á að klæða sig öðruvísi og hætta að ríða svona úti um allt. Best að þagga niður í þeim með einni almennilegri nauðgun. Eða var það ekki annars markmiðið þitt með þessari nauðgun? Voru ekki skilaboð til mín og samfélagsins í heildinni með þessu öllu saman? Ó, varstu bara graður? Eða var það ekki einu sinni það. Þú bara vildir og ætlaðir að koma þínu fram. Þið voruð komin upp í rúm og að kela, það er hið ósagða samþykki, er það ekki? Ástæðurnar fara í einn hrærigraut og skipta engu máli því rétturinn er þinn. Hún á þetta skilið, þú mátt þetta. Eða kannski varstu bara fullur. Það auðvitað afsakar allt. Greyið, fer svo illa í hann að blanda sterku ofan í létt. Og hann var orðinn svo graður og þú svo mikil daðurdrós. Þó að það hafi verið erfitt að ná honum upp með allt þetta áfengi í blóðinu og þú þurftir beinlínis að halda við hann er honum var troðið inn. Er þetta óþægileg lesning? Stingur hún smá? Það er ágætt því málefnið er þannig. Það stingur að vera kölluð drusla. Það stingur líka að vera nauðgað. Nauðgun er aldrei réttlætanleg. Ekki undir neinum kringumstæðum. Það eru ekki til afsakanir, hvað þá ástæður. Þú þarft að fá og gefa samþykki en það má líka alltaf draga samþykki til baka. Ekki ríða með lokuð augu og eyru, ef þú getur ekki talað við bólfélagann þinn og spurt einfaldra spurninga þá leyfi ég mér að segja að þú sért ekki hæf/-ur til að stunda kynlíf með annarri manneskju. „Finnst þér þetta gott?“, „er allt í lagi?“ „mmm, þetta er ótrúlega gott“, „já haltu áfram“, „mmmmm“, „ahhhhh“. Þetta er ekki flókið. Sjáumst á laugardaginn. Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira
Spurning vikunnar verður að fá að koma í formi pistils því hugur minn liggur hjá druslum þessa lands. Stelpum leyfist ekki enn að njóta frjálsra ásta því þær liggja undir drusludómnum. Til hans telst einnig fas, húðflúr á ákveðnum stöðum, drykkja og klæðaburður. Það er í raun bara tímaspursmál hvenær þær „lenda“ í að „láta“ nauðga sér. Druslugangan fer fram um helgina, fjórða árið í röð, og því tileinka ég þennan pistil öllum þeim sem hafa verið kallaðar druslur, kallað aðrar konur og stúlkur druslur, réttlætt nauðgun, upplifað nauðgun og nauðgað sjálfir eða ekki vitað hvað það þýðir að nauðga. Orðið drusla, að vera drusla, er stimpill sem konur og karlar nota yfir stúlkur (og stundum stráka) sem þykja heldur „lausgyrtar“ eða of „auðveldar“. Með öðrum orðum, þær stunda of mikið kynlíf eða kynlíf sem hentar ekki öðrum sem ákveða að kalla þær druslur. Auðvitað má svo ýmislegt yfir druslur ganga og þær beinlínis auglýsa þennan drusluhátt með ósmekklegum klæðnaði sem er beint til þess fallinn að fá blóðið til að streyma rakleitt til kynfæranna. Gvuðhjálpiokkuröllum og forði óflekkuðum sálum frá þessum druslum. Þær brjóta, bramla og skemma hjörtu hreinna manna og hvað skal til bragðs taka? Brjóta á þeim, þagga niður í þeim, benda þeim á að klæða sig öðruvísi og hætta að ríða svona úti um allt. Best að þagga niður í þeim með einni almennilegri nauðgun. Eða var það ekki annars markmiðið þitt með þessari nauðgun? Voru ekki skilaboð til mín og samfélagsins í heildinni með þessu öllu saman? Ó, varstu bara graður? Eða var það ekki einu sinni það. Þú bara vildir og ætlaðir að koma þínu fram. Þið voruð komin upp í rúm og að kela, það er hið ósagða samþykki, er það ekki? Ástæðurnar fara í einn hrærigraut og skipta engu máli því rétturinn er þinn. Hún á þetta skilið, þú mátt þetta. Eða kannski varstu bara fullur. Það auðvitað afsakar allt. Greyið, fer svo illa í hann að blanda sterku ofan í létt. Og hann var orðinn svo graður og þú svo mikil daðurdrós. Þó að það hafi verið erfitt að ná honum upp með allt þetta áfengi í blóðinu og þú þurftir beinlínis að halda við hann er honum var troðið inn. Er þetta óþægileg lesning? Stingur hún smá? Það er ágætt því málefnið er þannig. Það stingur að vera kölluð drusla. Það stingur líka að vera nauðgað. Nauðgun er aldrei réttlætanleg. Ekki undir neinum kringumstæðum. Það eru ekki til afsakanir, hvað þá ástæður. Þú þarft að fá og gefa samþykki en það má líka alltaf draga samþykki til baka. Ekki ríða með lokuð augu og eyru, ef þú getur ekki talað við bólfélagann þinn og spurt einfaldra spurninga þá leyfi ég mér að segja að þú sért ekki hæf/-ur til að stunda kynlíf með annarri manneskju. „Finnst þér þetta gott?“, „er allt í lagi?“ „mmm, þetta er ótrúlega gott“, „já haltu áfram“, „mmmmm“, „ahhhhh“. Þetta er ekki flókið. Sjáumst á laugardaginn.
Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira