Íslensku félögin hafa tryggt sér 196 milljónir króna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júlí 2014 07:00 Stjörnumenn halda Evrópuævintýri sínu áfram eftir magnaðan sigur á Motherwell. vísir/daníel Annað árið í röð hafa íslensk félög góðar tekjur af þátttöku sinni í Evrópukeppnunum en árangur FH og Stjörnunnar í Evrópudeildinni í ár þýðir að þau fjögur íslensku lið sem tóku þátt í Evrópukeppnunum hafa nú þegar tryggt sér 196 milljónir króna. Íslensku liðin hafa þó ekki enn náð tekjum síðasta árs, sem fóru yfir 200 milljónir. Mestu munaði um árangur FH sem komst áfram í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu og tryggði sér þannig 112 milljónir frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA. FH og Stjarnan eru nú þegar hvort komið með samtals 60 milljónir í öruggar tekjur fyrir að komast í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en 23 milljónir bætast við fyrir sigur í næstu umferð. Fram féll úr leik í fyrstu umferð keppninnar í ár og fékk tæpar nítján milljónir frá UEFA.KR spilaði á móti Celtic í Meistaradeildinni.vísir/arnþórVerðmætast er þó að komast í Meistaradeildina en Íslandsmeistarar KR fóru beint í 2. umferð forkeppninnar. Þó svo að liðið hafi þar lotið í lægra haldi fyrir Celtic fær KR engu að síður 58 milljónir frá UEFA fyrir þátttöku sína í keppninni. KR hafði einnig vænar tekjur af því að selja BBC Scotland sjónvarpsrétt leiksins en KristinnKjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, segir að það hafi reynst mikill happafengur. „Það var annar heimur en við höfum áður upplifað í þessum málum. Þetta var væn upphæð,“ segir Kristinn en vildi þó ekki gefa upp hversu mikið hafi fengist fyrir réttinn. „Það var þó ekki jafnhá upphæð og við fengum frá UEFA og nokkuð undir því. En væn engu að síður.“FH-ingar lögðu hvítrússneska liðið Neman Grodno.vísir/arnþórRándýrt ferðalag til Kasakstan Tekjurnar frá UEFA segja þó aðeins hálfa söguna því oft getur gríðarmikill ferðakostnaður fylgt þátttöku í Evrópukeppni. Eitt besta dæmið um það er ferð Breiðabliks til Kasakstan eftir að liðið dróst gegn Aktobe í fyrra. „Sú umferð kom út í 2-3 milljóna tapi fyrir okkur,“ sagði Borghildur Sigurðardóttir, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, við Fréttablaðið en félagið fékk um 20 milljónir króna fyrir þátttöku sína í þriðju umferð, líkt og FH og Stjarnan nú. Borghildur sagði að félagið hefði bæði þurft að gista í München á leiðinni heim og að fara með leiguflugi þaðan til Kasakstan og til baka. FH slapp því vel þegar ljóst var að liðið myndi mæta Elfsborg frá Svíþjóð í næstu umferð en ekki liði frá Bakú í Aserbaídsjan. „Það munaði heilmiklu fyrir okkur, ekki síst fjárhagslega,“ sagði Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH.Atli Jóhannsson skaut Stjörnunni áfram gegn Motherwell.vísir/daníelFleiri kostnaðarliðir Stjarnan er nú að taka þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn en hingað til hafa ferðalög liðsins verið hagstæð – til Wales og Skotlands. Næst heldur liðið til Póllands. Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, segir þó að ýmsir aðrir kostnaðarliðir falli til, sérstaklega fyrir lið sem eru að taka þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn eins og Stjarnan gerir nú. „Til dæmis eru gerðar kröfur um ákveðnar læknisskoðanir sem kosta um eina og hálfa milljón. Það er heilmikið sem tínist til,“ sagði Almar en þess má geta að fleiri tekjuliðir bætast sömuleiðis við, eins og sala aðgangsmiða. Formennirnir eru sammála um að tekjur af þátttöku í Evrópukeppni skipti íslensku liðin miklu máli og Almar bendir á tekjur af Evrópukeppni geti skapað ójöfnuð á milli íslensku liðanna. „Það reyndist okkur alltaf mjög erfitt að halda í við þau lið sem tóku reglulega þátt í Evrópukeppninni,“ segir Almar. „Tekjur sem þessar hjálpa verulega til við rekstur deildarinnar og uppbyggingu til framtíðar. Því hafa þær svo mikið að segja.“ Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Motherwell 3-2 | Milljónamark Atla Atli Jóhannsson skaut Stjörnunni áfram í Evrópudeildinni með ótrúlegu marki. 24. júlí 2014 17:11 Atli: Var búinn að kaupa miða á Þjóðhátíð Hélt fyrst að boltinn hefði farið yfir þegar hann skoraði sigurmark Stjörnunnar gegn Motherwell. 24. júlí 2014 22:46 Stjarnan byrjar á heimavelli Stjarnan og FH komust bæði áfram í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. 25. júlí 2014 10:03 Heimir: Þeir eru mjög sterkir í skyndisóknum Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, á von á erfiðum leik gegn hvít-rússneska liðinu Neman Grodno í kvöld. 24. júlí 2014 06:00 Stjarnan mun spila í Garðabænum Mætir pólska liðinu Lech Poznan á Samsung-vellinum. 25. júlí 2014 14:01 Frábær árangur Norðurlandaliða Tíu lið frá Norðurlöndunum komust áfram í þriðju umferð Evrópudeildarinnar í gær. 25. júlí 2014 15:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Neman Grodno 2-0 | Atlarnir sáu um Grodno FH-ingar mæta Elfsborg í næstu umferð. 24. júlí 2014 17:09 Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
Annað árið í röð hafa íslensk félög góðar tekjur af þátttöku sinni í Evrópukeppnunum en árangur FH og Stjörnunnar í Evrópudeildinni í ár þýðir að þau fjögur íslensku lið sem tóku þátt í Evrópukeppnunum hafa nú þegar tryggt sér 196 milljónir króna. Íslensku liðin hafa þó ekki enn náð tekjum síðasta árs, sem fóru yfir 200 milljónir. Mestu munaði um árangur FH sem komst áfram í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu og tryggði sér þannig 112 milljónir frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA. FH og Stjarnan eru nú þegar hvort komið með samtals 60 milljónir í öruggar tekjur fyrir að komast í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en 23 milljónir bætast við fyrir sigur í næstu umferð. Fram féll úr leik í fyrstu umferð keppninnar í ár og fékk tæpar nítján milljónir frá UEFA.KR spilaði á móti Celtic í Meistaradeildinni.vísir/arnþórVerðmætast er þó að komast í Meistaradeildina en Íslandsmeistarar KR fóru beint í 2. umferð forkeppninnar. Þó svo að liðið hafi þar lotið í lægra haldi fyrir Celtic fær KR engu að síður 58 milljónir frá UEFA fyrir þátttöku sína í keppninni. KR hafði einnig vænar tekjur af því að selja BBC Scotland sjónvarpsrétt leiksins en KristinnKjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, segir að það hafi reynst mikill happafengur. „Það var annar heimur en við höfum áður upplifað í þessum málum. Þetta var væn upphæð,“ segir Kristinn en vildi þó ekki gefa upp hversu mikið hafi fengist fyrir réttinn. „Það var þó ekki jafnhá upphæð og við fengum frá UEFA og nokkuð undir því. En væn engu að síður.“FH-ingar lögðu hvítrússneska liðið Neman Grodno.vísir/arnþórRándýrt ferðalag til Kasakstan Tekjurnar frá UEFA segja þó aðeins hálfa söguna því oft getur gríðarmikill ferðakostnaður fylgt þátttöku í Evrópukeppni. Eitt besta dæmið um það er ferð Breiðabliks til Kasakstan eftir að liðið dróst gegn Aktobe í fyrra. „Sú umferð kom út í 2-3 milljóna tapi fyrir okkur,“ sagði Borghildur Sigurðardóttir, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, við Fréttablaðið en félagið fékk um 20 milljónir króna fyrir þátttöku sína í þriðju umferð, líkt og FH og Stjarnan nú. Borghildur sagði að félagið hefði bæði þurft að gista í München á leiðinni heim og að fara með leiguflugi þaðan til Kasakstan og til baka. FH slapp því vel þegar ljóst var að liðið myndi mæta Elfsborg frá Svíþjóð í næstu umferð en ekki liði frá Bakú í Aserbaídsjan. „Það munaði heilmiklu fyrir okkur, ekki síst fjárhagslega,“ sagði Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH.Atli Jóhannsson skaut Stjörnunni áfram gegn Motherwell.vísir/daníelFleiri kostnaðarliðir Stjarnan er nú að taka þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn en hingað til hafa ferðalög liðsins verið hagstæð – til Wales og Skotlands. Næst heldur liðið til Póllands. Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, segir þó að ýmsir aðrir kostnaðarliðir falli til, sérstaklega fyrir lið sem eru að taka þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn eins og Stjarnan gerir nú. „Til dæmis eru gerðar kröfur um ákveðnar læknisskoðanir sem kosta um eina og hálfa milljón. Það er heilmikið sem tínist til,“ sagði Almar en þess má geta að fleiri tekjuliðir bætast sömuleiðis við, eins og sala aðgangsmiða. Formennirnir eru sammála um að tekjur af þátttöku í Evrópukeppni skipti íslensku liðin miklu máli og Almar bendir á tekjur af Evrópukeppni geti skapað ójöfnuð á milli íslensku liðanna. „Það reyndist okkur alltaf mjög erfitt að halda í við þau lið sem tóku reglulega þátt í Evrópukeppninni,“ segir Almar. „Tekjur sem þessar hjálpa verulega til við rekstur deildarinnar og uppbyggingu til framtíðar. Því hafa þær svo mikið að segja.“
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Motherwell 3-2 | Milljónamark Atla Atli Jóhannsson skaut Stjörnunni áfram í Evrópudeildinni með ótrúlegu marki. 24. júlí 2014 17:11 Atli: Var búinn að kaupa miða á Þjóðhátíð Hélt fyrst að boltinn hefði farið yfir þegar hann skoraði sigurmark Stjörnunnar gegn Motherwell. 24. júlí 2014 22:46 Stjarnan byrjar á heimavelli Stjarnan og FH komust bæði áfram í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. 25. júlí 2014 10:03 Heimir: Þeir eru mjög sterkir í skyndisóknum Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, á von á erfiðum leik gegn hvít-rússneska liðinu Neman Grodno í kvöld. 24. júlí 2014 06:00 Stjarnan mun spila í Garðabænum Mætir pólska liðinu Lech Poznan á Samsung-vellinum. 25. júlí 2014 14:01 Frábær árangur Norðurlandaliða Tíu lið frá Norðurlöndunum komust áfram í þriðju umferð Evrópudeildarinnar í gær. 25. júlí 2014 15:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Neman Grodno 2-0 | Atlarnir sáu um Grodno FH-ingar mæta Elfsborg í næstu umferð. 24. júlí 2014 17:09 Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Motherwell 3-2 | Milljónamark Atla Atli Jóhannsson skaut Stjörnunni áfram í Evrópudeildinni með ótrúlegu marki. 24. júlí 2014 17:11
Atli: Var búinn að kaupa miða á Þjóðhátíð Hélt fyrst að boltinn hefði farið yfir þegar hann skoraði sigurmark Stjörnunnar gegn Motherwell. 24. júlí 2014 22:46
Stjarnan byrjar á heimavelli Stjarnan og FH komust bæði áfram í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. 25. júlí 2014 10:03
Heimir: Þeir eru mjög sterkir í skyndisóknum Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, á von á erfiðum leik gegn hvít-rússneska liðinu Neman Grodno í kvöld. 24. júlí 2014 06:00
Stjarnan mun spila í Garðabænum Mætir pólska liðinu Lech Poznan á Samsung-vellinum. 25. júlí 2014 14:01
Frábær árangur Norðurlandaliða Tíu lið frá Norðurlöndunum komust áfram í þriðju umferð Evrópudeildarinnar í gær. 25. júlí 2014 15:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Neman Grodno 2-0 | Atlarnir sáu um Grodno FH-ingar mæta Elfsborg í næstu umferð. 24. júlí 2014 17:09