Fyrrverandi stjórn Lifandi markaðar kærð fyrir fjársvik og blekkingar Snærós Sindradóttir skrifar 28. júlí 2014 07:00 Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness ehf. Heildsalan Innnes ehf. hefur kært fyrrverandi stjórnendur Lifandi markaðar fyrir fjársvik og blekkingar. Í kæru kemur fram að Lifandi markaður hafi lagt inn pantanir hjá Innnesi eftir að fyrirtækið hafði óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Þáverandi stjórnendur Lifandi markaðar óskuðu eftir gjaldþrotaskiptum 26. júní síðastliðinn og var fyrirtækið úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur 4. júlí. Í millitíðinni samdi fyrirtækið við Innnes um greiðslur á eldri skuldum og frekari pantanir. „Þeir voru í skuld við okkur og þess vegna var viðskiptareikningur þeirra lokaður,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness ehf. Fyrirtækið hafi hins vegar lofað því að fyrirgreiðsla væri væntanleg og eldri skuld yrði greidd niður á næstu þremur vikum. Því hafi pantanirnar verið afgreiddar. Verðbréfafyrirtækið Virðing var eigandi Lifandi markaðar. „Við töldum að þau væru það vönd að virðingu sinni að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af því. Svo heyrum við síðar að fyrirtækið hafi verið úrskurðað gjaldþrota,“ segir Magnús Óli. Hann segir að ákvörðun um að kæra fyrirtækið til lögreglu snúist ekki einvörðungu um peninga. „Ef við værum að sækjast eftir peningunum einum og sér þá gætum við gert bótakröfu beint á stjórnendur en það er ekki það sem vakir fyrir okkur. Þetta snýst um heiðarleika.“ Lifandi markaður átti í viðskiptum við fjölda smærri birgja sem áttu mikið undir viðskiptunum. Karen Emilía Jónsdóttir, eigandi Kaja organic ehf., segir fyrirtækið hafa pantað hjá henni 7. júlí síðastliðinn, þremur dögum eftir að fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota. „Þetta er stór skellur fyrir lítið fyrirtæki sem er rétt að byrja,“ segir hún. Samanlögð skuld Lifandi markaðar við Kaja organic nemur um 900 þúsund krónum. Hún og aðrir minni birgjar eru að skoða réttarstöðu sína. Við vinnslu fréttarinnar náðist aðeins í tvo stjórnarmenn Lifandi markaðar af þeim þremur sem kærðir eru. Þeir vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Heildsalan Innnes ehf. hefur kært fyrrverandi stjórnendur Lifandi markaðar fyrir fjársvik og blekkingar. Í kæru kemur fram að Lifandi markaður hafi lagt inn pantanir hjá Innnesi eftir að fyrirtækið hafði óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Þáverandi stjórnendur Lifandi markaðar óskuðu eftir gjaldþrotaskiptum 26. júní síðastliðinn og var fyrirtækið úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur 4. júlí. Í millitíðinni samdi fyrirtækið við Innnes um greiðslur á eldri skuldum og frekari pantanir. „Þeir voru í skuld við okkur og þess vegna var viðskiptareikningur þeirra lokaður,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness ehf. Fyrirtækið hafi hins vegar lofað því að fyrirgreiðsla væri væntanleg og eldri skuld yrði greidd niður á næstu þremur vikum. Því hafi pantanirnar verið afgreiddar. Verðbréfafyrirtækið Virðing var eigandi Lifandi markaðar. „Við töldum að þau væru það vönd að virðingu sinni að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af því. Svo heyrum við síðar að fyrirtækið hafi verið úrskurðað gjaldþrota,“ segir Magnús Óli. Hann segir að ákvörðun um að kæra fyrirtækið til lögreglu snúist ekki einvörðungu um peninga. „Ef við værum að sækjast eftir peningunum einum og sér þá gætum við gert bótakröfu beint á stjórnendur en það er ekki það sem vakir fyrir okkur. Þetta snýst um heiðarleika.“ Lifandi markaður átti í viðskiptum við fjölda smærri birgja sem áttu mikið undir viðskiptunum. Karen Emilía Jónsdóttir, eigandi Kaja organic ehf., segir fyrirtækið hafa pantað hjá henni 7. júlí síðastliðinn, þremur dögum eftir að fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota. „Þetta er stór skellur fyrir lítið fyrirtæki sem er rétt að byrja,“ segir hún. Samanlögð skuld Lifandi markaðar við Kaja organic nemur um 900 þúsund krónum. Hún og aðrir minni birgjar eru að skoða réttarstöðu sína. Við vinnslu fréttarinnar náðist aðeins í tvo stjórnarmenn Lifandi markaðar af þeim þremur sem kærðir eru. Þeir vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu.
Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira