Verða vonandi tólfti leikmaður liðsins Tómas Þór Þórðarsson skrifar 31. júlí 2014 06:00 Matt Garner stendur vaktina gegn Þrótti í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins. Fréttablaðið/Daníel ÍBV tekur á móti KR í seinni undanúrslitaleik Borgunarbikars karla í knattspyrnu í kvöld á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Þetta er í fjórða skiptið á síðustu fimm tímabilum sem KR-ingar heimsækja ÍBV í bikarnum, en Vesturbæjarliðið hefur fagnað sigri í öll þrjú skiptin. Eini maðurinn í liði ÍBV sem spilað hefur alla þrjá leikina er enski bakvörðurinn Matt Garner, en hann verður vafalítið mættur til leiks í kvöld. „KR-ingar eru ekki alveg jafnsterkir og þeir hafa verið, en eru samt með besta hópinn og bestu leikmennina að mínu mati. Við þurfum bara að mæta 100 prósent klárir í leikinn og reyna að finna veikleika á þeim. Það er auðvitað virkilega pirrandi að tapa alltaf fyrir sama liðinu í bikarnum,“ segir Garner við Fréttablaðið.Vörnin vonbrigði Varnarleikur Eyjamanna undanfarin ár hefur verið frábær og Garner hluti af mögulega sterkustu varnarlínu Pepsi-deildarinnar. Hún hefur þó ekki verið jafnöflug í ár. „Sem varnarmaður eru það vonbrigði hvernig við höfum verið að spila. Lið hafa skorað að vild gegn okkur. En þetta er að koma til og við verið að ræða saman um það hvernig við getum bætt okkur. Við megum ekki gefa KR neinn tíma með boltann í leiknum,“ segir Garner, en þrátt fyrir ólíkt gengi liðanna í sumar hefur Englendingurinn fulla trú á sínu liði. Ekki síst vegna stuðningsins sem liðið mun fá á fyrsta degi Þjóðhátíðar.Bikarinn bjargaði „Þeir eru ekki að fara að rúlla yfir okkur. Fyrir utan bikarleikinn í fyrra, þar sem við misstum mann út af frekar snemma, hafa leikirnir gegn KR verið jafnir. Það verða líka vonandi nokkur þúsund manns á vellinum að styðja okkur þar sem veislan er að byrja hérna. Vonandi getur fólkið verið okkar tólfti maður.“ Það tók ÍBV langan tíma að vinna leik í Pepsi-deildinni, en gengið í bikarnum hefur verið betra. Liðið er búið að vinna Hauka, Þrótt og Val án þess að fá á sig mark. „Þetta er búið að bjarga sumrinu hingað til. Mér fannst gengi okkar snúast endanlega þegar við unnum Val, 3-0. Þá áttuðum við okkur á að við værum ekkert svona lélegir. Svo erum við búnir að fá góðan liðsstyrk í Þórarni Inga og Andra Ólafs. Þarna koma heimamenn inn í liðið sem hefur vantað í ár,“ segir Garner, sem hefur spilað með ÍBV frá 2004 með eins árs hléi. Hann lítur á sjálfan sig sem heimamann.Lífið gott í Eyjum „Ég elska Vestmannaeyjar. Ég á íslenska konu og við vorum saman að eignast okkar þriðja barn. Ég talaði í vetur við nokkur lið þegar ég hugsað um að flytja mig til Reykjavíkur, en lífið í Eyjum er bara svo rólegt og gott. Maður er bara orðinn heimamaður,“ segir Matt Garner, varnarmaður ÍBV. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Sjá meira
ÍBV tekur á móti KR í seinni undanúrslitaleik Borgunarbikars karla í knattspyrnu í kvöld á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Þetta er í fjórða skiptið á síðustu fimm tímabilum sem KR-ingar heimsækja ÍBV í bikarnum, en Vesturbæjarliðið hefur fagnað sigri í öll þrjú skiptin. Eini maðurinn í liði ÍBV sem spilað hefur alla þrjá leikina er enski bakvörðurinn Matt Garner, en hann verður vafalítið mættur til leiks í kvöld. „KR-ingar eru ekki alveg jafnsterkir og þeir hafa verið, en eru samt með besta hópinn og bestu leikmennina að mínu mati. Við þurfum bara að mæta 100 prósent klárir í leikinn og reyna að finna veikleika á þeim. Það er auðvitað virkilega pirrandi að tapa alltaf fyrir sama liðinu í bikarnum,“ segir Garner við Fréttablaðið.Vörnin vonbrigði Varnarleikur Eyjamanna undanfarin ár hefur verið frábær og Garner hluti af mögulega sterkustu varnarlínu Pepsi-deildarinnar. Hún hefur þó ekki verið jafnöflug í ár. „Sem varnarmaður eru það vonbrigði hvernig við höfum verið að spila. Lið hafa skorað að vild gegn okkur. En þetta er að koma til og við verið að ræða saman um það hvernig við getum bætt okkur. Við megum ekki gefa KR neinn tíma með boltann í leiknum,“ segir Garner, en þrátt fyrir ólíkt gengi liðanna í sumar hefur Englendingurinn fulla trú á sínu liði. Ekki síst vegna stuðningsins sem liðið mun fá á fyrsta degi Þjóðhátíðar.Bikarinn bjargaði „Þeir eru ekki að fara að rúlla yfir okkur. Fyrir utan bikarleikinn í fyrra, þar sem við misstum mann út af frekar snemma, hafa leikirnir gegn KR verið jafnir. Það verða líka vonandi nokkur þúsund manns á vellinum að styðja okkur þar sem veislan er að byrja hérna. Vonandi getur fólkið verið okkar tólfti maður.“ Það tók ÍBV langan tíma að vinna leik í Pepsi-deildinni, en gengið í bikarnum hefur verið betra. Liðið er búið að vinna Hauka, Þrótt og Val án þess að fá á sig mark. „Þetta er búið að bjarga sumrinu hingað til. Mér fannst gengi okkar snúast endanlega þegar við unnum Val, 3-0. Þá áttuðum við okkur á að við værum ekkert svona lélegir. Svo erum við búnir að fá góðan liðsstyrk í Þórarni Inga og Andra Ólafs. Þarna koma heimamenn inn í liðið sem hefur vantað í ár,“ segir Garner, sem hefur spilað með ÍBV frá 2004 með eins árs hléi. Hann lítur á sjálfan sig sem heimamann.Lífið gott í Eyjum „Ég elska Vestmannaeyjar. Ég á íslenska konu og við vorum saman að eignast okkar þriðja barn. Ég talaði í vetur við nokkur lið þegar ég hugsað um að flytja mig til Reykjavíkur, en lífið í Eyjum er bara svo rólegt og gott. Maður er bara orðinn heimamaður,“ segir Matt Garner, varnarmaður ÍBV.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Sjá meira