Lífið

10 spurningar: Ekki borða gulan snjó

Sunna Ben
Sunna Ben MYND/Sunna Ben
1. Þegar ég var ung... þá ætlaði ég að vinna við myndlist.

2.En núna er ég... myndlistarkona, plötusnúður og photo/content editor hjá Plain Vanilla.

3.Ég mun eflaust aldrei skilja fólk... sem mismunar fólki vegna kyns, kynþáttar, kynhneigðar eða trúarbragða.

4. Ég hef ekki sérstakan áhuga á... tískubloggum, ég er eiginlega með ofnæmi fyrir þeim.

5. Karlmenn eru... jafn mismunandi og þeir eru margir.

6. Ég hef lært að maður á alls ekki að... borða gulan snjó (ég lærði það samt bara í Friends, ekki af biturri reynslu).

7. Ég fæ samviskubit þegar... ég vakna seint og nýti ekki dagsbirtuna, sérstaklega á veturna þegar hún er af skornum skammti.

8. Ég slekk á sjónvarpinu þegar ég... Einhvern tíma þegar ég var að endurraða í stofunni hjá mér gaf ég bróður mínum fermingartúbusjónvarpið mitt sem var á stærð við meðal Yaris til að búa til pláss og hef síðan ekki átt sjónvarp, ég er enn að bíða eftir því að byrja að sakna þess.

9. Um þessar mundir er ég mjög upptekin af... því að æfa fyrir Reykjavíkurmaraþonið, en ég ætla að hlaupa 21 km og er að safna áheitum fyrir Stígamót. Þetta verður það lengsta sem ég mun hafa hlaupið þegar ég verð búin og ég hlakka mikið til að klára þetta verkefni.

10. Ég vildi óska þess að fleiri vissu af... grínþáttunum Broad City, þeir ættu að vera skylduáhorf fyrir fólk með vel steiktan húmor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.