Bíó og sjónvarp

Ný Noru Ephron-mynd í bígerð

Nora Ephron
Nora Ephron AFP/Nordicphotos
Ný kvikmynd eftir einn farsælasta handritshöfund seinni tíma er í bígerð, tveimur árum eftir andlát hennar.

Nora Ephron, sem skrifaði handrit að kvikmyndum á borð við You've Got Mail, When Harry Met Sally, Sleepless in Seattle og Julie & Julia var að vinna að nýju handriti þegar hún lést.

Handritið er aðlögun að bresku míníseríunni Lost in Austen og fjallar um konu í Brooklyn sem ferðast aftur í tímann, alveg aftur til þess tíma er Jane Austen var uppi.

Carrie Brownstein kemur til með að leggja lokahönd á handritið og Columbia Pictures mun framleiða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.