Sandra Bullock tekjuhæst allra leikkvenna Baldvin Þormóðsson skrifar 7. ágúst 2014 15:30 Syndir í seðlum Leikkonan Sandra Bullock hefur svo sannarlega lifað tímana tvenna en hún gekk í gegnum tímabil þar sem hver myndin eftir aðra gekk ekki upp. Má þar nefna myndina All About Steve sem var ein tekjulægsta mynd í sögu Hollywood. Hins vegar eftir að hafa leikið aðalhlutverkið í myndum á borð við The Proposal, The Blind Side, The Heat og Gravity er hún nú launahæsta leikkonan í Hollywood með 51 milljón Bandaríkjadala í árslaun sem samsvarar tæpum sex milljörðum íslenskra króna. Á hæla henni kemur Jennifer Lawrence í öðru sæti með 34 milljónir Bandaríkjadala og Jennifer Aniston í þriðja með 31 milljón. Allt kemur þetta fram í árlegum lista yfir tekjuhæsta fólk Bandaríkjanna í tímaritinu Forbes. Mörgum þykir það þó sorglegt að ef bornar eru saman tekjur leikkvenna og karlkyns leikara í Hollywood þá er þar töluverður munur á. Í Forbes má sjá ef bornar eru saman heildartekjur 10 tekjuhæsta karlleikaranna, sem eru 419 milljónir Bandaríkjadala eða um 50 milljarðar íslenskra króna, og heildartekjur 10 tekjuhæstu leikkvennanna, sem eru um 226 milljónir Bandaríkjadala eða um 25 milljarðar íslenskra króna, að laun kvennanna eru um helmingi lægri. Bíó og sjónvarp Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikkonan Sandra Bullock hefur svo sannarlega lifað tímana tvenna en hún gekk í gegnum tímabil þar sem hver myndin eftir aðra gekk ekki upp. Má þar nefna myndina All About Steve sem var ein tekjulægsta mynd í sögu Hollywood. Hins vegar eftir að hafa leikið aðalhlutverkið í myndum á borð við The Proposal, The Blind Side, The Heat og Gravity er hún nú launahæsta leikkonan í Hollywood með 51 milljón Bandaríkjadala í árslaun sem samsvarar tæpum sex milljörðum íslenskra króna. Á hæla henni kemur Jennifer Lawrence í öðru sæti með 34 milljónir Bandaríkjadala og Jennifer Aniston í þriðja með 31 milljón. Allt kemur þetta fram í árlegum lista yfir tekjuhæsta fólk Bandaríkjanna í tímaritinu Forbes. Mörgum þykir það þó sorglegt að ef bornar eru saman tekjur leikkvenna og karlkyns leikara í Hollywood þá er þar töluverður munur á. Í Forbes má sjá ef bornar eru saman heildartekjur 10 tekjuhæsta karlleikaranna, sem eru 419 milljónir Bandaríkjadala eða um 50 milljarðar íslenskra króna, og heildartekjur 10 tekjuhæstu leikkvennanna, sem eru um 226 milljónir Bandaríkjadala eða um 25 milljarðar íslenskra króna, að laun kvennanna eru um helmingi lægri.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira