Vilja kaupa annarra manna drasl 8. ágúst 2014 11:00 Hrefna Sigurðardóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir Vísir/Stefán „Við erum búnar að vera í viðræðum við hin ýmsu fyrirtæki síðan í maí um hvort þau séu til í að deila umframefni og afgöngum með öðrum,“ segir Hrefna Sigurðardóttir, nemandi í vöruhönnun í Listaháskólanum, sem ásamt samnemendum sínum Auði Ákadóttur og Birtu Rós Brynjólfsdóttur hefur sett á stofn verkefnið Haugfé sem gengur út á að kortleggja efnivið sem fellur til við dagleg störf í hinum ýmsu fyrirtækjum og gera aðgengilegan öðrum. „Hvatinn að verkefninu eru umhverfissjónarmið. Við höfum allar áhuga á að hanna umhverfisvænan varning og er endurnýting stór liður í því. Með Haugfé græða allir – því fyrirtækin eru oft á tíðum að eyða miklum pening í að losa sig við efni, listamenn og aðrir í að kaupa það og náttúran tapar á öllu saman.“ Hrefna segir efniviðinn sem fyrirtæki farga, eða senda til endurvinnslu, hér eða í útlöndum, oft á tíðum mjög fínan og margir möguleikar séu til að nýta hann. „Maður ímyndar sér að þó að efnið sé endurunnið væri ennþá betra ef hægt væri að nýta það í staðbundna framleiðslu. Það er orkufrekt að bræða niður og að flytja efniviðinn á milli landa. Þannig að hugmyndin kviknaði og okkur langaði að safna saman upplýsingum um efni sem væri verið að henda, og miðla þeim til almennings,“ segir hún og bætir við. „Mann langar oft að nota efnivið sem maður veit að er til en veit ekki hvernig best er að nálgast. Ef það er búin til umgjörð í kringum þetta og maður veit að fyritækin vilja taka þátt er allt mun auðveldara bæði fyrir fyrirtækin og þá sem áhuga hafa á efniviðnum. Það eru margir aðilar sem gætu nýtt sér þetta, grunnskólar til dæmis gætu sótt pappír, pappa eða efnivið í kennslu, eða hvaða skólastig sem er auk hönnuða, handverksfólks og annarra þeirra sem verðmæti sjá í efninu.“ Hrefna segir þær hafa fengið góð viðbrögð. „Við erum búnar að tala við einhver 70 fyrirtæki og ég man ekki eftir neinum sem líst illa á þetta.“ Haugfé efnir til fyrsta markaðar síns á Bernhöftstorfu í dag, föstudag, og stendur hann frá 14:00 til 19:00. Á markaðnum verður meðal annars boðið upp á timbur, textíl, svamp, álplötur, gler og plast en allt efni á markaðnum er umframefni sem orðið hefur til við framleiðslu hjá samstarfsfyrirtækjum Haugfjár á höfuðborgarsvæðinu. Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Jón Óttar og Yoko Ono náðu vel saman Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
„Við erum búnar að vera í viðræðum við hin ýmsu fyrirtæki síðan í maí um hvort þau séu til í að deila umframefni og afgöngum með öðrum,“ segir Hrefna Sigurðardóttir, nemandi í vöruhönnun í Listaháskólanum, sem ásamt samnemendum sínum Auði Ákadóttur og Birtu Rós Brynjólfsdóttur hefur sett á stofn verkefnið Haugfé sem gengur út á að kortleggja efnivið sem fellur til við dagleg störf í hinum ýmsu fyrirtækjum og gera aðgengilegan öðrum. „Hvatinn að verkefninu eru umhverfissjónarmið. Við höfum allar áhuga á að hanna umhverfisvænan varning og er endurnýting stór liður í því. Með Haugfé græða allir – því fyrirtækin eru oft á tíðum að eyða miklum pening í að losa sig við efni, listamenn og aðrir í að kaupa það og náttúran tapar á öllu saman.“ Hrefna segir efniviðinn sem fyrirtæki farga, eða senda til endurvinnslu, hér eða í útlöndum, oft á tíðum mjög fínan og margir möguleikar séu til að nýta hann. „Maður ímyndar sér að þó að efnið sé endurunnið væri ennþá betra ef hægt væri að nýta það í staðbundna framleiðslu. Það er orkufrekt að bræða niður og að flytja efniviðinn á milli landa. Þannig að hugmyndin kviknaði og okkur langaði að safna saman upplýsingum um efni sem væri verið að henda, og miðla þeim til almennings,“ segir hún og bætir við. „Mann langar oft að nota efnivið sem maður veit að er til en veit ekki hvernig best er að nálgast. Ef það er búin til umgjörð í kringum þetta og maður veit að fyritækin vilja taka þátt er allt mun auðveldara bæði fyrir fyrirtækin og þá sem áhuga hafa á efniviðnum. Það eru margir aðilar sem gætu nýtt sér þetta, grunnskólar til dæmis gætu sótt pappír, pappa eða efnivið í kennslu, eða hvaða skólastig sem er auk hönnuða, handverksfólks og annarra þeirra sem verðmæti sjá í efninu.“ Hrefna segir þær hafa fengið góð viðbrögð. „Við erum búnar að tala við einhver 70 fyrirtæki og ég man ekki eftir neinum sem líst illa á þetta.“ Haugfé efnir til fyrsta markaðar síns á Bernhöftstorfu í dag, föstudag, og stendur hann frá 14:00 til 19:00. Á markaðnum verður meðal annars boðið upp á timbur, textíl, svamp, álplötur, gler og plast en allt efni á markaðnum er umframefni sem orðið hefur til við framleiðslu hjá samstarfsfyrirtækjum Haugfjár á höfuðborgarsvæðinu.
Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Jón Óttar og Yoko Ono náðu vel saman Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira