105 daga ferðalag fest á mynd 8. ágúst 2014 15:30 Óskar að mynda á leikskóla fyrir fötluð börn í Nairobi. MYND/Hrund Þórsdóttir „Við Hrund, unnusta mín, vorum 105 daga á ferðalagi, fórum til 16 landa í 5 heimsálfum. Við tókum 19 flug og 24 rútuferðir ásamt því að gista á 51 mismunandi gististað. Eins og gefur að skilja var margt að sjá og skoða og myndavélin með í för allan tímann,“ segir Óskar Páll Elfarsson, en hann opnar sýningu á myndum úr ferðalaginu laugardaginn 9. ágúst klukkan 16 í Perlunni. Heildarþema sýningarinnar er þetta ferðalag, sem spannar allt frá sléttum Afríku til skýjakljúfa í Kúala Lúmpúr. „Mig langaði að hleypa áhorfendum í smá ferðalag. Myndirnar eru stórar og auðvelt að lifa sig inn í aðstæður,“ segir Óskar og bætir við að hann hafi líka langað til að opna augu fólks fyrir því hversu gott við höfum það á Íslandi. „Ég lærði það allavega í þessu ferðalagi og reyni að minna mig á það í hvert skipti sem ég ætla að fara kvarta yfir einhverju. Við höfum það betra en flestir aðrir.“Villtur api á Bali. MYND/Óskar Páll ElfarssonMyndunum fylgja smá frásagnir sem hægt verður að nálgast á moment.is/syning og verða settar inn sama dag og sýningin verður opnuð. „Þetta eru stuttir textar sem hleypa áhorfendum aðeins nær viðfangsefninu. Annaðhvort stutt saga af viðfangsefninu eða lítið innlit í huga minn á þessu augnabliki. Ég mynda talsvert í augnablikum sem síðar sitja mér vel í minni. Ég get skoðað flestar mínar myndir og man hvað ég var hugsa á þeim tíma.“ Óskar segir þau Hrund hafa komið víða við á ferðalaginu. „Við byrjuðum í Afríku, færðum okkur svo suður til Asíu og Indónesíu. Ástralía og Nýja-Sjáland var síðan næsta stopp áður en suðurhluti Suður-Ameríku var skoðaður. „Dvölin á hverjum stað var stutt, við vorum til að mynda bara rétt rúmlega hálfan sólarhring í Úrúgvæ. Við sáum eitthvað nýtt og merkilegt á hverjum degi. Ég er þannig gerður að ég hef ótrúlega gaman af því að koma á nýja staði og upplifa eitthvað nýtt. Ég tek vel eftir hlutunum í kringum mig og pæli soldið í því hversdagslega, þannig að mér fannst allt merkilegt, alltaf. Það var viss draumur að fara um sléttur Afríku, draumur sem mig hafði aldrei órað fyrir að myndi rætast, hvað þá að sofa þar í tjaldi með frumbyggja sitjandi fyrir framan til að fylgjast með ljónum, fílum og öðrum hættum. Fallhlífastökk á Nýja-Sjálandi, loftbelgsferð og fílsbak í Laos, að leika við risaskjaldbökur á Sansibar… listinn er endalaus,“ segir Óskar sem talar um ferðalagið af mikill ástríðu.Á leikskóla í fátækraþorpi í Nairobi í Kenía. MYND/ÓSKAR PÁLL ELFARSSONSýningin í Perlunni er fyrsta einkasýning Óskars. „Maður er loksins að fullorðnast og verða að ljósmyndara. Mig hefur lengi langað að halda sýningu, en fyrr en nú kannski ekki haft efni í höndunum, ekki neina sterka heild eða sögu sem ég þurfti að segja. Þetta er því mjög spennandi verkefni og ferðalangurinn í kollinum á mér er kominn með nettan fiðring við það að vinna svona mikið í þessum myndum undanfarnar vikur.“ Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira
„Við Hrund, unnusta mín, vorum 105 daga á ferðalagi, fórum til 16 landa í 5 heimsálfum. Við tókum 19 flug og 24 rútuferðir ásamt því að gista á 51 mismunandi gististað. Eins og gefur að skilja var margt að sjá og skoða og myndavélin með í för allan tímann,“ segir Óskar Páll Elfarsson, en hann opnar sýningu á myndum úr ferðalaginu laugardaginn 9. ágúst klukkan 16 í Perlunni. Heildarþema sýningarinnar er þetta ferðalag, sem spannar allt frá sléttum Afríku til skýjakljúfa í Kúala Lúmpúr. „Mig langaði að hleypa áhorfendum í smá ferðalag. Myndirnar eru stórar og auðvelt að lifa sig inn í aðstæður,“ segir Óskar og bætir við að hann hafi líka langað til að opna augu fólks fyrir því hversu gott við höfum það á Íslandi. „Ég lærði það allavega í þessu ferðalagi og reyni að minna mig á það í hvert skipti sem ég ætla að fara kvarta yfir einhverju. Við höfum það betra en flestir aðrir.“Villtur api á Bali. MYND/Óskar Páll ElfarssonMyndunum fylgja smá frásagnir sem hægt verður að nálgast á moment.is/syning og verða settar inn sama dag og sýningin verður opnuð. „Þetta eru stuttir textar sem hleypa áhorfendum aðeins nær viðfangsefninu. Annaðhvort stutt saga af viðfangsefninu eða lítið innlit í huga minn á þessu augnabliki. Ég mynda talsvert í augnablikum sem síðar sitja mér vel í minni. Ég get skoðað flestar mínar myndir og man hvað ég var hugsa á þeim tíma.“ Óskar segir þau Hrund hafa komið víða við á ferðalaginu. „Við byrjuðum í Afríku, færðum okkur svo suður til Asíu og Indónesíu. Ástralía og Nýja-Sjáland var síðan næsta stopp áður en suðurhluti Suður-Ameríku var skoðaður. „Dvölin á hverjum stað var stutt, við vorum til að mynda bara rétt rúmlega hálfan sólarhring í Úrúgvæ. Við sáum eitthvað nýtt og merkilegt á hverjum degi. Ég er þannig gerður að ég hef ótrúlega gaman af því að koma á nýja staði og upplifa eitthvað nýtt. Ég tek vel eftir hlutunum í kringum mig og pæli soldið í því hversdagslega, þannig að mér fannst allt merkilegt, alltaf. Það var viss draumur að fara um sléttur Afríku, draumur sem mig hafði aldrei órað fyrir að myndi rætast, hvað þá að sofa þar í tjaldi með frumbyggja sitjandi fyrir framan til að fylgjast með ljónum, fílum og öðrum hættum. Fallhlífastökk á Nýja-Sjálandi, loftbelgsferð og fílsbak í Laos, að leika við risaskjaldbökur á Sansibar… listinn er endalaus,“ segir Óskar sem talar um ferðalagið af mikill ástríðu.Á leikskóla í fátækraþorpi í Nairobi í Kenía. MYND/ÓSKAR PÁLL ELFARSSONSýningin í Perlunni er fyrsta einkasýning Óskars. „Maður er loksins að fullorðnast og verða að ljósmyndara. Mig hefur lengi langað að halda sýningu, en fyrr en nú kannski ekki haft efni í höndunum, ekki neina sterka heild eða sögu sem ég þurfti að segja. Þetta er því mjög spennandi verkefni og ferðalangurinn í kollinum á mér er kominn með nettan fiðring við það að vinna svona mikið í þessum myndum undanfarnar vikur.“
Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira