Út fyrir rammana Ólafur Þ. Stephensen skrifar 9. ágúst 2014 07:00 Gleðigangan, sem farin verður í Reykjavík í dag, er dálítið sérstakt fyrirbæri. Hún er nánast orðin ein af okkar þjóðlegu hefðum, rétt eins og sautjándi júní eða menningarnótt, en um leið er hún í stöðugri uppreisn gegn hefðbundnum hugsunarhætti um það hvernig fólk á eða má vera og ekki vera. Í gleðigöngunni er fjölbreytileika mannlífsins fagnað, í öllum sínum regnbogans litum. Mannlífið er nefnilega dásamlega fjölbreytt – og um leið býsna flókið. Nú orðið njóta samkynhneigðir sömu lagalegu réttinda og gagnkynhneigðir á nánast öllum sviðum. En mannfólkið skiptist ekki bara í samkynhneigt fólk og gagnkynhneigt. Í gleðigöngunni taka líka þátt hinir tvíkynhneigðu, transfólk og intersex-fólk. Þetta er fólk sem samfélagið viðurkenndi ekki einu sinni að væri til fyrir ekki svo löngu síðan og löggjöf landsins endurspeglar ekki tilvist þess og réttindi nema að takmörkuðu leyti. Eva Rún Snorradóttir sviðslistakona var í gær í athyglisverðu viðtali í Lífinu, fylgiriti Fréttablaðsins. Hún segist þar telja að gleðigangan skipti enn miklu máli í mannréttindabaráttunni, sem sé í raun nýhafin. Þó hafi hún haft áhyggjur af að hátíðin styrki skiptinguna í samkynhneigða og gagnkynhneigða sem sé „náttúrlega alveg hundgömul og er bara skáldskapur sem á ekki lengur við“. Eva segir að rammarnir í samfélaginu séu áfram sterkir: „Það er allt í lagi að vera hommi eða lesbía innan viss ramma en svo verður þetta allt annar handleggur þegar kemur að intersex-fólki og transfólki til dæmis. Ég held að það sé meira að segja enn þá mjög erfitt að vera tvíkynhneigður því að þá koma fordómarnir bæði frá samkynhneigða og gagnkynhneigða samfélaginu. Þú verður að vera annaðhvort eða.“ Eva segist þannig þeirrar skoðunar að mannréttindabaráttan sem er undirliggjandi í gleðigöngunni, snúist „alls ekkert um samkynhneigða og gagnkynhneigða heldur um að opna hugann og leysa upp þetta heterónorm“. Hún segir hátíðina „tækifæri fyrir alla til að líta í eigin barm og skoða sig og uppgötva að ekkert eitt er eðlilegra en annað. Það eru allir frík á einhvern hátt og eiginlega er mest fríkí að finnast maður vera „eðlilegur“. Hvað þýðir það eiginlega? Það er ekki hægt að vera eins og allir hinir, það hugtak fuðrar upp um leið og maður segir það.“ Það er býsna mikið til í þessu. Íslenzkt samfélag er að opnast og viðurkenningin á því að allir þurfi hreint ekki að vera eins fer vaxandi. Samt eimir mjög eftir af alls konar fordómum og jafnvel sumir þeir sem telja sig hafa verið fórnarlömb fordóma eru hugsanlega ekki alveg lausir við þá sjálfir þegar þeir eru komnir inn í hlýju normsins. Gleðigöngunnar er því sannarlega þörf. Þess er skemmst að minnast að reynt var að kæra gönguna í fyrra til lögreglu og barnaverndaryfirvalda af því að einhverjar þröngsýnar sálir töldu sér misboðið. Það eru alls ekki allir reiðubúnir að viðurkenna rétt fólks til að vera það sjálft. Baráttu þeirra sem vilja brjóta hina þröngu ramma einsleits samfélags er hvergi nærri lokið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Sjá meira
Gleðigangan, sem farin verður í Reykjavík í dag, er dálítið sérstakt fyrirbæri. Hún er nánast orðin ein af okkar þjóðlegu hefðum, rétt eins og sautjándi júní eða menningarnótt, en um leið er hún í stöðugri uppreisn gegn hefðbundnum hugsunarhætti um það hvernig fólk á eða má vera og ekki vera. Í gleðigöngunni er fjölbreytileika mannlífsins fagnað, í öllum sínum regnbogans litum. Mannlífið er nefnilega dásamlega fjölbreytt – og um leið býsna flókið. Nú orðið njóta samkynhneigðir sömu lagalegu réttinda og gagnkynhneigðir á nánast öllum sviðum. En mannfólkið skiptist ekki bara í samkynhneigt fólk og gagnkynhneigt. Í gleðigöngunni taka líka þátt hinir tvíkynhneigðu, transfólk og intersex-fólk. Þetta er fólk sem samfélagið viðurkenndi ekki einu sinni að væri til fyrir ekki svo löngu síðan og löggjöf landsins endurspeglar ekki tilvist þess og réttindi nema að takmörkuðu leyti. Eva Rún Snorradóttir sviðslistakona var í gær í athyglisverðu viðtali í Lífinu, fylgiriti Fréttablaðsins. Hún segist þar telja að gleðigangan skipti enn miklu máli í mannréttindabaráttunni, sem sé í raun nýhafin. Þó hafi hún haft áhyggjur af að hátíðin styrki skiptinguna í samkynhneigða og gagnkynhneigða sem sé „náttúrlega alveg hundgömul og er bara skáldskapur sem á ekki lengur við“. Eva segir að rammarnir í samfélaginu séu áfram sterkir: „Það er allt í lagi að vera hommi eða lesbía innan viss ramma en svo verður þetta allt annar handleggur þegar kemur að intersex-fólki og transfólki til dæmis. Ég held að það sé meira að segja enn þá mjög erfitt að vera tvíkynhneigður því að þá koma fordómarnir bæði frá samkynhneigða og gagnkynhneigða samfélaginu. Þú verður að vera annaðhvort eða.“ Eva segist þannig þeirrar skoðunar að mannréttindabaráttan sem er undirliggjandi í gleðigöngunni, snúist „alls ekkert um samkynhneigða og gagnkynhneigða heldur um að opna hugann og leysa upp þetta heterónorm“. Hún segir hátíðina „tækifæri fyrir alla til að líta í eigin barm og skoða sig og uppgötva að ekkert eitt er eðlilegra en annað. Það eru allir frík á einhvern hátt og eiginlega er mest fríkí að finnast maður vera „eðlilegur“. Hvað þýðir það eiginlega? Það er ekki hægt að vera eins og allir hinir, það hugtak fuðrar upp um leið og maður segir það.“ Það er býsna mikið til í þessu. Íslenzkt samfélag er að opnast og viðurkenningin á því að allir þurfi hreint ekki að vera eins fer vaxandi. Samt eimir mjög eftir af alls konar fordómum og jafnvel sumir þeir sem telja sig hafa verið fórnarlömb fordóma eru hugsanlega ekki alveg lausir við þá sjálfir þegar þeir eru komnir inn í hlýju normsins. Gleðigöngunnar er því sannarlega þörf. Þess er skemmst að minnast að reynt var að kæra gönguna í fyrra til lögreglu og barnaverndaryfirvalda af því að einhverjar þröngsýnar sálir töldu sér misboðið. Það eru alls ekki allir reiðubúnir að viðurkenna rétt fólks til að vera það sjálft. Baráttu þeirra sem vilja brjóta hina þröngu ramma einsleits samfélags er hvergi nærri lokið.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun