Gerði heimildarmynd um óskilgreint hugtak Kristjana Arnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2014 09:00 Anna Gyða segist ekki hafa lært neina kvikmyndagerð en að sig hafi lengi langað til þess að gera heimildarmynd. fréttablaðið/arnþór „Mig langaði að kafa dýpra inn í þennan heim en mörg vandamál í dag þurfa nýjar lausnir,“ segir Anna Gyða Sigurgísladóttir, sem undanfarið ár hefur unnið að gerð heimildarmyndar um samfélagslega frumkvöðlastarfsemi eða „social entrepreneurship“. Hugtakið er flókið í skilgreiningu og hafa fræðimenn víða um heim deilt um hvernig beri að útskýra það. Grunnhugmyndin er þó sú að samfélagið eigi að hagnast á einhvern jákvæðan hátt af frumkvöðlastarfseminni. Anna Gyða ákvað upp á eigin spýtur að kynna sér hugtakið. „Ég byrjaði að rannsaka þetta sjálf og skoða fyrir um tveimur árum. Ég fékk síðan styrki til þess að fara á fullt með verkefnið. Ég er ekkert lærð í kvikmyndagerð en hafði alltaf stefnt að því að gera heimildarmyndir einhvern tímann í lífinu. Það að ég þurfti að kenna mér allt sjálf var eitt það skemmtilegasta við þetta allt saman og það er líka eitthvað sem frumkvöðlastarfsemi er, að henda sér svolítið út í djúpu laugina og byggja eitthvað algjörlega upp frá rótum.“ Myndin ber heitið Problem? Oh, That's An Oppertunity og var tekin upp frá júlí til október í fyrra en Anna Gyða ferðaðist víða um heim til þess að dýpka skilning sinn á hugtakinu. „Ég tók viðtöl við alls konar fræðimenn í Brussel, Stokkhólmi, Boston og New York, ásamt því að taka tvö Skype-viðtöl í Kanada annars vegar og Perú hins vegar. Ég fékk meira að segja að spjalla við mann sem fyrstur kom með þetta hugtak árið 1981, Bill Drayton. Það var mjög áhugavert.“ Nú er myndin komin langt á veg og skilgreining hugtaksins að taka á sig góða og skýra mynd. „Markmiðið er svo að setja upp síðu þar sem myndin verður aðgengileg öllum. Þetta er ekki gert í neinu gróðaskyni. Þetta er algjört ástríðuverkefni enda hef ég óbilandi trú og áhuga á samfélagslegri frumkvöðlastarfsemi.“ Hér að neðan má sjá stiklu úr heimildamyndinni. Problem? Oh, That's An Opportunity - Official Trailer from Anna Gyða on Vimeo. Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
„Mig langaði að kafa dýpra inn í þennan heim en mörg vandamál í dag þurfa nýjar lausnir,“ segir Anna Gyða Sigurgísladóttir, sem undanfarið ár hefur unnið að gerð heimildarmyndar um samfélagslega frumkvöðlastarfsemi eða „social entrepreneurship“. Hugtakið er flókið í skilgreiningu og hafa fræðimenn víða um heim deilt um hvernig beri að útskýra það. Grunnhugmyndin er þó sú að samfélagið eigi að hagnast á einhvern jákvæðan hátt af frumkvöðlastarfseminni. Anna Gyða ákvað upp á eigin spýtur að kynna sér hugtakið. „Ég byrjaði að rannsaka þetta sjálf og skoða fyrir um tveimur árum. Ég fékk síðan styrki til þess að fara á fullt með verkefnið. Ég er ekkert lærð í kvikmyndagerð en hafði alltaf stefnt að því að gera heimildarmyndir einhvern tímann í lífinu. Það að ég þurfti að kenna mér allt sjálf var eitt það skemmtilegasta við þetta allt saman og það er líka eitthvað sem frumkvöðlastarfsemi er, að henda sér svolítið út í djúpu laugina og byggja eitthvað algjörlega upp frá rótum.“ Myndin ber heitið Problem? Oh, That's An Oppertunity og var tekin upp frá júlí til október í fyrra en Anna Gyða ferðaðist víða um heim til þess að dýpka skilning sinn á hugtakinu. „Ég tók viðtöl við alls konar fræðimenn í Brussel, Stokkhólmi, Boston og New York, ásamt því að taka tvö Skype-viðtöl í Kanada annars vegar og Perú hins vegar. Ég fékk meira að segja að spjalla við mann sem fyrstur kom með þetta hugtak árið 1981, Bill Drayton. Það var mjög áhugavert.“ Nú er myndin komin langt á veg og skilgreining hugtaksins að taka á sig góða og skýra mynd. „Markmiðið er svo að setja upp síðu þar sem myndin verður aðgengileg öllum. Þetta er ekki gert í neinu gróðaskyni. Þetta er algjört ástríðuverkefni enda hef ég óbilandi trú og áhuga á samfélagslegri frumkvöðlastarfsemi.“ Hér að neðan má sjá stiklu úr heimildamyndinni. Problem? Oh, That's An Opportunity - Official Trailer from Anna Gyða on Vimeo.
Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira