Lífið

Vel heppnað leiklistarfjör fyrir vestan-myndir

Arnar Jónsson sló í gegn í einleiknum Sveinsstykki eftir Þorvald Þorsteinsson, í leikstjórn eiginkonu sinnar, Þórhildar Þorleifsdóttur.
Arnar Jónsson sló í gegn í einleiknum Sveinsstykki eftir Þorvald Þorsteinsson, í leikstjórn eiginkonu sinnar, Þórhildar Þorleifsdóttur. Myndir/Ágúst Atlason
Það er óhætt að segja að Suðureyri við Súgandafjörð hafi iðað af lífi síðustu daga þar sem einleikja­hátíðin Act Alone fór fram en henni lauk um helgina.

Fjölmargir lögðu leið sína vestur á firði þar sem þekkt fólk á borð við Egil Ólafsson, Arnar Jónsson, dansarann Sögu Sig, leikskáldið Tyrfing Tyrfingsson og Villa vísindamann sá til þess að ungir sem aldnir skemmtu sér hið besta á Vestfjörðum.

Gjörningalistakonan Anna Richardsdóttir sýndi verkið Þrifagjörning.
Gaman fyrir alla á Suðureyri.
Hjörtur Jóhann Jónsson lék í verkinu Grande eftir Tyrfing Tyrfingsson.
Eiríkur Örn Norðdahl las með tilþrifum upp úr sínum verkum og annarra.
Hátíðinni lauk á sunnudaginn með tónleikum Bjarna Ara.
Röð út úr dyrum á félagsheimilinu á Suðureyri.
Áhorfendur stóðu upp í lokin á hápunkti hátíðarinnar, Sveinsstykki, þar sem Arnar Jónsson fór á kostum.
Ungir sem aldnir höfðu gaman af fjölbreyttri dagskrá Act Alone.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.