Lífið

„Vorum að pæla í að kalla þetta kærókí-kvöld“

Baldvin Þormóðsson skrifar
Kærustuparið segir það vera tabú að fara í karókí.
Kærustuparið segir það vera tabú að fara í karókí. vísir/gva
„Fólk gleymir því pínu hvað það er ótrúlega gaman að fara í karókí,“ segir tónlistarkonan Ásdís María Viðarsdóttir en hún heldur heljarinnar karókípartí á Dolly í kvöld klukkan 21.00 ásamt kærastanum sínum Árna Gunnari Eyþórssyni.

„Við vorum að pæla í að kalla þetta kærókíkvöld,“ segir Ásdís. „En fólk á smá erfitt með að bera það fram, þetta myndi þá hljóma eins og ákærukvöld á Dolly sem væri hundrað prósent skrítið.“

Parið tók við karókíkyndlinum af þeim Margréti Erlu Maack og Ragnheiði Maísól sem héldu svipuð kvöld undir nafninu Hits and Tits.

„Það er svona ákveðið tabú að fara í karókí,“ lýsir Ásdís. „Ég sting oft upp á því á djamminu að fara á Obladi Oblada en það er aldrei tekið vel í það.“

Ásdís tók þá til sinna ráða og kemur með karókíið til fólksins.

„Við erum að draga karókíið fram í dagsljósið á Dolly, hipsteralegustu búllu bæjarins, það er eiginlega fáránlegt að við megum gera þetta þarna,“ segir söngkonan og hlær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.