Leikstjórar Matrix leita að íslenskum aukaleikurum Álfrún Pálsdóttir skrifar 13. ágúst 2014 11:00 Systkinin Lana og Andy Wachowski ætla að hafa Reykjavík í stóru hlutverki í sinni fyrstu sjónvarpsseríu, Sense8. Vísir/Getty Leikstjórarnir Lana og Andy Wachowski hafa valið Ísland sem einn af tökustöðum nýrrar sjónvarpsseríu, Sense8. Systkinin er vel þekkt í Hollywood þar sem þau leikstýrðu og skrifuðu meðal annars Matrix-þríleikinn og Cloud Atlas og skrifuðu V for Vendetta. Tökur hefjast hér á landi 26. ágúst og standa til 6. september en Eskimo-Casting leitar nú að íslenskum aukaleikurum fyrir seríuna. Opnar prufur fara fram í húsakynnum Eskimo í Bolholti 4, 2. hæð, í dag og á morgun frá 15–18. „Við leitum að fólki á aldrinum 18-70 ára af öllum stærðum og gerðum og engrar leikreynslu er krafist. Einnig leitum við að fólki sem er vant hjúkrunar- og læknisstörfum sem og klassískum tónlistarmönnum,“ segir Andrea Brabin, eigandi Eskimo, en um er að ræða einn til tvo tökudaga fyrir íslensku leikarana á tökutímabilinu. Serían Sense8 er framleidd fyrir Netflix og áætlað er að hún komi út árið 2015. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er það framleiðslufyrirtækið True North sem aðstoðar tökuliðið hér á landi og er um viðamikla framleiðslu að ræða. Þá helst vegna þess að flestar tökurnar munu fara fram á höfuðborgarsvæðinu þar sem kennileiti borgarinnar á borð við Perluna og Hallgrímskirkju verða í lykilhlutverki. Ekki er vitað mikið um söguþráð seríunnar en söguhetjan ku eiga að vera íslensk. Meðal leikara í seríunni eru þau Daryl Hannah, Naveen Andrews, Freema Agyeman og Brian J. Smith en ekki er vitað hvort þau komi til landsins líka. Naveen Andrews og Daryl Hannah. Tengdar fréttir "Stúlka sem er svo falleg, að hún er meira eins og ímyndun en manneskja“ Tökur fara meðal annars fram á Íslandi. 5. febrúar 2014 13:00 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Sjá meira
Leikstjórarnir Lana og Andy Wachowski hafa valið Ísland sem einn af tökustöðum nýrrar sjónvarpsseríu, Sense8. Systkinin er vel þekkt í Hollywood þar sem þau leikstýrðu og skrifuðu meðal annars Matrix-þríleikinn og Cloud Atlas og skrifuðu V for Vendetta. Tökur hefjast hér á landi 26. ágúst og standa til 6. september en Eskimo-Casting leitar nú að íslenskum aukaleikurum fyrir seríuna. Opnar prufur fara fram í húsakynnum Eskimo í Bolholti 4, 2. hæð, í dag og á morgun frá 15–18. „Við leitum að fólki á aldrinum 18-70 ára af öllum stærðum og gerðum og engrar leikreynslu er krafist. Einnig leitum við að fólki sem er vant hjúkrunar- og læknisstörfum sem og klassískum tónlistarmönnum,“ segir Andrea Brabin, eigandi Eskimo, en um er að ræða einn til tvo tökudaga fyrir íslensku leikarana á tökutímabilinu. Serían Sense8 er framleidd fyrir Netflix og áætlað er að hún komi út árið 2015. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er það framleiðslufyrirtækið True North sem aðstoðar tökuliðið hér á landi og er um viðamikla framleiðslu að ræða. Þá helst vegna þess að flestar tökurnar munu fara fram á höfuðborgarsvæðinu þar sem kennileiti borgarinnar á borð við Perluna og Hallgrímskirkju verða í lykilhlutverki. Ekki er vitað mikið um söguþráð seríunnar en söguhetjan ku eiga að vera íslensk. Meðal leikara í seríunni eru þau Daryl Hannah, Naveen Andrews, Freema Agyeman og Brian J. Smith en ekki er vitað hvort þau komi til landsins líka. Naveen Andrews og Daryl Hannah.
Tengdar fréttir "Stúlka sem er svo falleg, að hún er meira eins og ímyndun en manneskja“ Tökur fara meðal annars fram á Íslandi. 5. febrúar 2014 13:00 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Sjá meira
"Stúlka sem er svo falleg, að hún er meira eins og ímyndun en manneskja“ Tökur fara meðal annars fram á Íslandi. 5. febrúar 2014 13:00