Lífið

Leikstjórar Matrix leita að íslenskum aukaleikurum

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Systkinin Lana og Andy Wachowski ætla að hafa Reykjavík í stóru hlutverki í sinni fyrstu sjónvarpsseríu, Sense8.
Systkinin Lana og Andy Wachowski ætla að hafa Reykjavík í stóru hlutverki í sinni fyrstu sjónvarpsseríu, Sense8. Vísir/Getty
Leikstjórarnir Lana og Andy Wachowski hafa valið Ísland sem einn af tökustöðum nýrrar sjónvarpsseríu, Sense8.

Systkinin er vel þekkt í Hollywood þar sem þau leikstýrðu og skrifuðu meðal annars Matrix-þríleikinn og Cloud Atlas og skrifuðu V for Vendetta.

Tökur hefjast hér á landi 26. ágúst og standa til 6. september en Eskimo-Casting leitar nú að íslenskum aukaleikurum fyrir seríuna. Opnar prufur fara fram í húsakynnum Eskimo í Bolholti 4, 2. hæð, í dag og á morgun frá 15–18.

„Við leitum að fólki á aldrinum 18-70 ára af öllum stærðum og gerðum og engrar leikreynslu er krafist. Einnig leitum við að fólki sem er vant hjúkrunar- og læknisstörfum sem og klassískum tónlistarmönnum,“ segir Andrea Brabin, eigandi Eskimo, en um er að ræða einn til tvo tökudaga fyrir íslensku leikarana á tökutímabilinu.

Serían Sense8 er framleidd fyrir Netflix og áætlað er að hún komi út árið 2015. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er það framleiðslufyrirtækið True North sem aðstoðar tökuliðið hér á landi og er um viðamikla framleiðslu að ræða.

Þá helst vegna þess að flestar tökurnar munu fara fram á höfuðborgarsvæðinu þar sem kennileiti borgarinnar á borð við Perluna og Hallgrímskirkju verða í lykilhlutverki. Ekki er vitað mikið um söguþráð seríunnar en söguhetjan ku eiga að vera íslensk.

Meðal leikara í seríunni eru þau Daryl Hannah, Naveen Andrews, Freema Agyeman og Brian J. Smith en ekki er vitað hvort þau komi til landsins líka. 

Naveen Andrews og Daryl Hannah.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.