Lífið

Julia Roberts segist metnaðarlaus

Julia Roberts segist samgleðjast þeim leikkonum sem eru valdar fram yfir hana í hlutverk.
Julia Roberts segist samgleðjast þeim leikkonum sem eru valdar fram yfir hana í hlutverk. Vísir/Getty
Leikkonan Julia Roberts segist ekki vera neitt sérstaklega metnaðarfull í vinnunni og að hún hafi aldrei orðið pirruð þegar einhver önnur leikkona landar hlutverki sem hana langar í.

Leikkonan á tvíburasynina Hazel og Phinnaeus, sem eru níu ára, með eiginmanni sínum Danny Moder og hefur einbeitt sér að fjölskyldulífinu undanfarin ár.

Til að mynda afþakkaði Roberts aðalhlutverkið í myndinni Sleepless in Seattle sem leikkonan Meg Ryan gerði svo ódauðlegt en í staðinn tók hún að sér hlutverk vændiskonunnar í Pretty Woman sem skaut henni upp á stjörnuhimininn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.