Lífið

Emma Stone á Broadway

Emma Stone er í viðræðum um að taka við af Michelle Williams á Broadway.
Emma Stone er í viðræðum um að taka við af Michelle Williams á Broadway. Vísir/Getty
Leikkonan Emma Stone er í viðræðum um að taka að sér hlutverk í verkinu Cabaret á Broadway.

Um er að ræða hlutverk Sally Bowles sem leikkonan Michelle Williams leikur en Williams skipuleggur nú flutninga frá New York til Los Angeles til að fara aftur á hvíta tjaldið.

Stone ku vera spennt fyrir verkefninu en upphaflega átti hún að taka þátt í því á síðasta ári en þurfti að afþakka sökum anna. Ef af verður stígur Stone á svið á Broadway í janúar á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.