Lífið

Ofnæmiskonan snýr aftur í Stelpunum

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
„Það er algjörlega kominn tími til að taka upp þráðinn með Stelpurnar,“ segir Óskar Jónasson, leikstjóri Stelpnanna, en æfingar fyrir gamanþáttaröðina eru í fullum gangi. Þátturinn snýr aftur á Stöð 2 nú í haust eftir að nærri áratugur er liðinn frá því að fyrsti þátturinn leit dagsins ljós.

Óskar segir alltof mikið af fyndnum sketsum til. „Þetta er mikil tilraunastarfsemi og þá er ágætt að geta valið úr þegar við fáum fjarlægð á þetta.“

Æfingaferlið er gríðarlega mikilvægt. „Bæði til þess að velja sketsa og til þess að ákveða hver leikur hvað.“ Á meðan á æfingaferlinu stendur eru senur endurskrifaðar og æfðar í þaula. „Við fáum oft nýjar hugmyndir og þegar hópurinn hittist þá gerast hlutirnir á miklu markvissari hátt. Það er miklu meira gaman að skrifa saman,“ segir Óskar og hlær.

„Ég get lofað því að það verða nokkrir gamlir karakterar en mikið af nýjum,“ segir Óskar dularfullum rómi en vill ekki gefa of mikið upp. Hann gefur aðdáendum þáttanna þó eitt til að hlakka til: Ofnæmiskona Ilmar Kristjánsdóttur kemur aftur á skjáinn. „Nú er hún búin að opna lífstílsbúð, það er að segja heilsubúð.“ Ofnæmiskonan er öllum aðdáendum Stelpnanna kunn en óborganlegar senur hennar má sjá í myndbandinu hér að ofan.

Með myndinni fylgir að auki YouTube myndband af 10 uppáhalds senum íslensks aðdáanda þáttanna. Myndbandið er með yfir fjörtíu þúsund áhorf. 





Nýir leikarar bregða á leik í þáttaröðinni í bland við þá sem sáust í þeirri fyrri. Þar má nefna grínleikara á borð við Björn Jörund Friðbjörnsson, Þorstein Bachmann og Maríönnu Klöru Lúthersdóttur. Fréttablaðið/Arnþór
.

Reyndar Leikkonurnar Nína Dögg Filippusdóttir og Brynhildur Guðjónsdóttir eru reyndar gamanleikkonur og eiga margar eftirminnilegar senur í fyrstu þáttaröðinni. Fréttablaðið/Arnþór
.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×