Akkuru Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 13. ágúst 2014 07:00 Systurdóttir mín er á áhugaverðum aldri. Eða öllu heldur aldri hins óbilandi áhuga. Ja, eða ennfremur aldri hinna óteljandi spurninga. Hún tekur engu sem sjálfsögðum hlut. „Akkurru ætlarðu að vera í þessari peysu?“ „Af því ég er með gæsahúð.“ „Akkurru ertu þá með hettuna?“ Hún setur spurningamerki við allt. Svörin líka. Bróðursonur minn er nokkrum árum eldri og ekki alveg jafnhissa á heiminum. Ég veit svo sem ekki hvort hann hafi fengið svör við öllum sínum spurningum en frænka mín telur hann allavega hafa þau á reiðum höndum. Og yfirleitt er hann fljótur til svars. „Akkurru er pabbi þinn með skegg hér?“ „Útaf því að það bara vex á körlum.“ Á átjándu spurningu getur verið freistandi að svara með hinu aldrepandi „afþvíbara“. Kannski ættum við samt oftar að staldra við og taka þessi spurulu börn til fyrirmyndar, vegna þess að mörgu má alveg velta fyrir sér. Af hverju ganga strákar ekki í kjólum? Af hverju mála stelpur sig? Af hverju eru glerflöskur endurunnar en ekki endurnýttar? Litla frænka mín truflar mig við þessar heimspekilegu vangaveltur og rekur fréttasíðu framan í mig. „Akkurru dó þessi leikari?“ Mér finnst svo mikilvægt að spyrja spurninga og þess vegna reyni ég alltaf að svara þegar frænka mín spyr. En stundum rekur mig í rogastans. Ég hika og horfi á myndina af Robin Williams. „Hann ... hann var bara orðinn svo rosalega lasinn. Í hjartanu.“ Hún horfir á myndina. Lítur svo á mig. „Er hann til í alvörunni?“ „Já.“ „Akkurru var hann veikur?“ Aftur hika ég. „Umm... Það er góð spurning. Sumir verða veikir.“ Við sitjum þegjandi í dálitla stund og brátt hefur hún gleymt sér í tölvuleik. Skyndilega dettur mér í hug að snúa vörn í sókn. „Af hverju gerirðu svona?“ segi ég og bendi á skjáinn. Frænka mín lítur upp með vanþóknunarsvip og horfir á mig í dálitla stund áður en hún yppir öxlum og heldur áfram í leiknum. Sumar spurningar eru einfaldlega ekki svaraverðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þórlaug Óskarsdóttir Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Systurdóttir mín er á áhugaverðum aldri. Eða öllu heldur aldri hins óbilandi áhuga. Ja, eða ennfremur aldri hinna óteljandi spurninga. Hún tekur engu sem sjálfsögðum hlut. „Akkurru ætlarðu að vera í þessari peysu?“ „Af því ég er með gæsahúð.“ „Akkurru ertu þá með hettuna?“ Hún setur spurningamerki við allt. Svörin líka. Bróðursonur minn er nokkrum árum eldri og ekki alveg jafnhissa á heiminum. Ég veit svo sem ekki hvort hann hafi fengið svör við öllum sínum spurningum en frænka mín telur hann allavega hafa þau á reiðum höndum. Og yfirleitt er hann fljótur til svars. „Akkurru er pabbi þinn með skegg hér?“ „Útaf því að það bara vex á körlum.“ Á átjándu spurningu getur verið freistandi að svara með hinu aldrepandi „afþvíbara“. Kannski ættum við samt oftar að staldra við og taka þessi spurulu börn til fyrirmyndar, vegna þess að mörgu má alveg velta fyrir sér. Af hverju ganga strákar ekki í kjólum? Af hverju mála stelpur sig? Af hverju eru glerflöskur endurunnar en ekki endurnýttar? Litla frænka mín truflar mig við þessar heimspekilegu vangaveltur og rekur fréttasíðu framan í mig. „Akkurru dó þessi leikari?“ Mér finnst svo mikilvægt að spyrja spurninga og þess vegna reyni ég alltaf að svara þegar frænka mín spyr. En stundum rekur mig í rogastans. Ég hika og horfi á myndina af Robin Williams. „Hann ... hann var bara orðinn svo rosalega lasinn. Í hjartanu.“ Hún horfir á myndina. Lítur svo á mig. „Er hann til í alvörunni?“ „Já.“ „Akkurru var hann veikur?“ Aftur hika ég. „Umm... Það er góð spurning. Sumir verða veikir.“ Við sitjum þegjandi í dálitla stund og brátt hefur hún gleymt sér í tölvuleik. Skyndilega dettur mér í hug að snúa vörn í sókn. „Af hverju gerirðu svona?“ segi ég og bendi á skjáinn. Frænka mín lítur upp með vanþóknunarsvip og horfir á mig í dálitla stund áður en hún yppir öxlum og heldur áfram í leiknum. Sumar spurningar eru einfaldlega ekki svaraverðar.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun