Lífið

Hafsteinn einn tíu kvikmyndagerðamanna sem verður að þekkja

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Huldar Breiðfjörð, handritshöfundur París norðursins og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri.
Huldar Breiðfjörð, handritshöfundur París norðursins og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri. Vísir/Stefán
„Það er heiður að vera í hópi þessara kvikmyndagerðarmanna og að vera nefndur í þessu samhengi,“ segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, en samkvæmt grein Davids Gordons Green í vefriti Dazed & Confused er Hafsteinn einn tíu kvikmyndagerðarmanna í heiminum sem vert er að fylgjast með.

Hafsteinn er ánægður með hversu hrifinn Gordon Green var af kvikmynd hans París norðursins sem frumsýnd var í júlí á kvikmyndahátíð í Tékklandi. „Það er alltaf gaman þegar fólk upplifir myndina manns svona vel og á svona sterkan hátt.“

Green segir í greininni: „Þetta er ein af þessum myndum sem þú sérð og hún hrífur þig með sér og þú ert alveg læstur við skjáinn og fullur eftirtektar.“ Þar að auki lofar hann auga Hafsteins fyrir kvikmyndagerð.

David Gordon Green endurgerði mynd Hafsteins Á annan veg undir nafninu Prince Avalanche. Hafsteinn segir erfitt að meta hvort umfjöllun Gordons í Dazed hafi áhrif á kynningu myndarinnar.

„Hún er byrjuð að fá töluvert af boðum á kvikmyndahátíðir og byrjuð að eiga sér líf í raun og veru. Þetta hjálpar vonandi til. Og hjálpar kannski útlendingum að muna nafnið mitt,“ segir Hafsteinn og hlær.

París norðursins verður frumsýnd hér á landi 5. september. 


Tengdar fréttir

París norðursins slær í gegn

Kvikmyndin París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson fær mjög góða dóma eftir heimsfrumsýningu á kvikmyndahátíð í Tékklandi. Hafsteinn Gunnar sagður í hópi bestu leikstjóra Evrópu.

París Norðursins sigurstrangleg í Tékklandi

Kvikmyndin París Norðursins í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar fékk frábærar viðtökur á heimsfrumsýningu á kvikmyndahátíð í Tékklandi í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.