„Bóndahlutverkið fer mér vel“ Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. ágúst 2014 09:30 Sigurður Sigurjónsson hefur nýtt undanfarna daga til þess að kynnast hrútunum. Mynd/Sturla Brandth Grovlen „Ég nýt þess að vera í sveitinni og hef verið hér í Bárðardal í nokkra daga að æfa með hrútunum. Bóndahlutverkið fer mér vel, það er í raun mínar ær og kýr,“ segir leikarinn Sigurður Sigurjónsson, en hann leikur eitt aðalhlutverkanna í nýrri íslenskri kvikmynd sem ber nafnið Hrútar. „Það fyrsta sem ég sagði þegar ég fann fjósalyktina í sveitinni var „I love it“ eins og ég hef nokkrum sinnum sagt áður þegar ég finn þessa æðislegu lykt,“ bætir Siggi við. Tökur á myndinni hefjast á mánudag í Bárðardal fyrir norðan og leikur Siggi þar á móti Theódóri Júlíussyni. „Við leikum bræður sem hafa ekki talað saman í einhver fjörutíu ár en það er þó ekki þannig í raunveruleikanum því við Teddi erum góðir vinir,“ bætir Siggi við léttur í lundu.Grímur Hákonarson er leikstjóri og höfundur myndarinnar. „Myndin gengur í raun út á samband bóndans við sauðkindina og það er ekki mikið talað í myndinni þar sem bræðurnir tala ekki saman,“ segir Grímur. „Það kemur upp ákveðið vandamál í sveitinni og myndin fjallar um viðbrögð bræðranna við þessu ástandi. Þessi saga gæti höfðað til fólks, þetta er mjög gott handrit og ég hlakka mikið til þess að takast á við verkefnið,“ bætir Siggi við. Hann segir það mjög mikilvægt að kynnast dýrunum í sveitinni vel áður en tökur hefjast. „Dýrin leika stórt hlutverk og það þarf að kynnast þeim. Ég er búinn að vera að klappa þeim og kynnast undanfarna daga og við erum orðin vinir. Ég kann vel við hrútinn þó hann hafi stangað mig aðeins fyrst,“ segir Siggi, sem er mikill dýravinur.Sigurður Sigurjónsson í hlutverki sínu.Framleiðandinn, Grímar Jónsson hjá Netop Films, segir að undirbúningur gangi mjög vel og það sé frábær andi í Bárðardal. Eins og fyrr segir hefjast tökur á mánudag og standa þær yfir þangað til í byrjun september og verður þá gert smáhlé á tökum. „Tökur hefjast svo aftur í nóvember því myndin gerist einnig að vetri til og við verðum að hafa snjó,“ bætir Grímur við. Aðrir leikara í kvikmyndinni Hrútar eru Charlotte Böving, Pétur Einarsson, Gunnar Jónsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Sigríður Hafstað, Viktor Már Bjarnason, Ingrid Jónsdóttir, Jörundur Ragnarsson, Þorleifur Einarsson, Þorsteinn Gunnar Bjarnason, Ásgrímur Guðnason, Jónas Sen, Ólafur Ólafsson og Jenný Lára Arnórsdóttir. Bíó og sjónvarp Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
„Ég nýt þess að vera í sveitinni og hef verið hér í Bárðardal í nokkra daga að æfa með hrútunum. Bóndahlutverkið fer mér vel, það er í raun mínar ær og kýr,“ segir leikarinn Sigurður Sigurjónsson, en hann leikur eitt aðalhlutverkanna í nýrri íslenskri kvikmynd sem ber nafnið Hrútar. „Það fyrsta sem ég sagði þegar ég fann fjósalyktina í sveitinni var „I love it“ eins og ég hef nokkrum sinnum sagt áður þegar ég finn þessa æðislegu lykt,“ bætir Siggi við. Tökur á myndinni hefjast á mánudag í Bárðardal fyrir norðan og leikur Siggi þar á móti Theódóri Júlíussyni. „Við leikum bræður sem hafa ekki talað saman í einhver fjörutíu ár en það er þó ekki þannig í raunveruleikanum því við Teddi erum góðir vinir,“ bætir Siggi við léttur í lundu.Grímur Hákonarson er leikstjóri og höfundur myndarinnar. „Myndin gengur í raun út á samband bóndans við sauðkindina og það er ekki mikið talað í myndinni þar sem bræðurnir tala ekki saman,“ segir Grímur. „Það kemur upp ákveðið vandamál í sveitinni og myndin fjallar um viðbrögð bræðranna við þessu ástandi. Þessi saga gæti höfðað til fólks, þetta er mjög gott handrit og ég hlakka mikið til þess að takast á við verkefnið,“ bætir Siggi við. Hann segir það mjög mikilvægt að kynnast dýrunum í sveitinni vel áður en tökur hefjast. „Dýrin leika stórt hlutverk og það þarf að kynnast þeim. Ég er búinn að vera að klappa þeim og kynnast undanfarna daga og við erum orðin vinir. Ég kann vel við hrútinn þó hann hafi stangað mig aðeins fyrst,“ segir Siggi, sem er mikill dýravinur.Sigurður Sigurjónsson í hlutverki sínu.Framleiðandinn, Grímar Jónsson hjá Netop Films, segir að undirbúningur gangi mjög vel og það sé frábær andi í Bárðardal. Eins og fyrr segir hefjast tökur á mánudag og standa þær yfir þangað til í byrjun september og verður þá gert smáhlé á tökum. „Tökur hefjast svo aftur í nóvember því myndin gerist einnig að vetri til og við verðum að hafa snjó,“ bætir Grímur við. Aðrir leikara í kvikmyndinni Hrútar eru Charlotte Böving, Pétur Einarsson, Gunnar Jónsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Sigríður Hafstað, Viktor Már Bjarnason, Ingrid Jónsdóttir, Jörundur Ragnarsson, Þorleifur Einarsson, Þorsteinn Gunnar Bjarnason, Ásgrímur Guðnason, Jónas Sen, Ólafur Ólafsson og Jenný Lára Arnórsdóttir.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira