Ákvæði um mismunun reynist sumum félögum rándýrt Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. ágúst 2014 06:30 Eyjamenn voru sektaðir fyrir kynþáttaníð í garð Farids Zato. Fréttablaðið/Vilhelm Ný grein, sú sextánda, í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál hefur heldur betur látið á sig reyna á sínu fyrsta sumri í knattspyrnunni. Í henni segir: „Hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti fimm leiki.“ Nýja ákvæðið er þýðing á ákvæði í agareglugerð FIFA sem öllum knattspyrnusamböndum innan FIFA ber að taka upp, en það felur í sér harðari viðurlög við hvers kyns mismunun. Samtals hafa þrjú íslensk félög verið sektuð um 350.000 krónur, en þetta er margföld hækkun á sektum vegna mismununar sem má á einfaldari hátt kalla kynþáttaníð. Fyrst var leikmaður Víðis í Garði úrskurðaður í fimm leikja bann í deildabikarnum fyrr í sumar fyrir að beita mótherja sinn kynþáttaníði og félagið sektað um 100.00 krónur. Sú tala meira en tvöfaldaðist svo í gær. Þá var ÍBV sektað um 150.000 krónur fyrir kynþáttaníð stuðningsmanns félagsins í garð Farids Zato, leikmanns KR, og Víkingur í Ólafsvík fékk 100.000 króna sekt vegna framkomu Eyþórs Helga Birgissonar í garð aðstoðardómara í leik gegn Grindavík um síðustu helgi. Sextánda greinin ætlar að reynast erfið veskjum gjaldkera sumra liða en að sama skapi mikilvæg fyrir íþróttina. Viðurlögin við kynþáttaníði fyrir ekki meira en ári voru mun vægari. Ber að nefna að Keflavík fékk ekki nema 30.000 króna sekt fyrir kynþáttaníð stuðningsmanns liðsins í garð Tonnys Mawejje í september á síðasta ári, en það hefur lengi verið hámarkssekt knattspyrnusambandsins. Það var ekki í fyrsta skipti sem leikmaður ÍBV varð fyrir barðinu á kynþáttaníði, en sumarið 2007 fékk Fjölnir sekt fyrir hegðan stuðningsmanna liðsins í garð Andrew Mwesigwa í 1. deildinni.. ÍBV nýtti því tækifærið í gær í yfirlýsingu sinni og fagnaði hversu hart væri tekið á málum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sekt ÍBV hefði verið fimm sinnum lægri fyrir ári ÍBV fékk vafalítið hæstu sekt í sögu KSÍ fyrir kynþáttaníðið í garð Farids Zato. 13. ágúst 2014 14:00 Algengt að heyra svona á vellinum en sjaldan tekið á þessu Forráðamenn ÍBV báðust afsökunar á framferð stuðningsmann liðsins í leik ÍBV og KR á dögunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en furðuðu sig á því að ekki væri oftar gripið til refsingar. 13. ágúst 2014 21:18 Eyjamenn biðja Farid afsökunar | Níðingurinn í heimaleikjabann ÍBV fagnar því að KSÍ taki strangt á kynþáttaníði. 13. ágúst 2014 12:46 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Ný grein, sú sextánda, í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál hefur heldur betur látið á sig reyna á sínu fyrsta sumri í knattspyrnunni. Í henni segir: „Hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti fimm leiki.“ Nýja ákvæðið er þýðing á ákvæði í agareglugerð FIFA sem öllum knattspyrnusamböndum innan FIFA ber að taka upp, en það felur í sér harðari viðurlög við hvers kyns mismunun. Samtals hafa þrjú íslensk félög verið sektuð um 350.000 krónur, en þetta er margföld hækkun á sektum vegna mismununar sem má á einfaldari hátt kalla kynþáttaníð. Fyrst var leikmaður Víðis í Garði úrskurðaður í fimm leikja bann í deildabikarnum fyrr í sumar fyrir að beita mótherja sinn kynþáttaníði og félagið sektað um 100.00 krónur. Sú tala meira en tvöfaldaðist svo í gær. Þá var ÍBV sektað um 150.000 krónur fyrir kynþáttaníð stuðningsmanns félagsins í garð Farids Zato, leikmanns KR, og Víkingur í Ólafsvík fékk 100.000 króna sekt vegna framkomu Eyþórs Helga Birgissonar í garð aðstoðardómara í leik gegn Grindavík um síðustu helgi. Sextánda greinin ætlar að reynast erfið veskjum gjaldkera sumra liða en að sama skapi mikilvæg fyrir íþróttina. Viðurlögin við kynþáttaníði fyrir ekki meira en ári voru mun vægari. Ber að nefna að Keflavík fékk ekki nema 30.000 króna sekt fyrir kynþáttaníð stuðningsmanns liðsins í garð Tonnys Mawejje í september á síðasta ári, en það hefur lengi verið hámarkssekt knattspyrnusambandsins. Það var ekki í fyrsta skipti sem leikmaður ÍBV varð fyrir barðinu á kynþáttaníði, en sumarið 2007 fékk Fjölnir sekt fyrir hegðan stuðningsmanna liðsins í garð Andrew Mwesigwa í 1. deildinni.. ÍBV nýtti því tækifærið í gær í yfirlýsingu sinni og fagnaði hversu hart væri tekið á málum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sekt ÍBV hefði verið fimm sinnum lægri fyrir ári ÍBV fékk vafalítið hæstu sekt í sögu KSÍ fyrir kynþáttaníðið í garð Farids Zato. 13. ágúst 2014 14:00 Algengt að heyra svona á vellinum en sjaldan tekið á þessu Forráðamenn ÍBV báðust afsökunar á framferð stuðningsmann liðsins í leik ÍBV og KR á dögunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en furðuðu sig á því að ekki væri oftar gripið til refsingar. 13. ágúst 2014 21:18 Eyjamenn biðja Farid afsökunar | Níðingurinn í heimaleikjabann ÍBV fagnar því að KSÍ taki strangt á kynþáttaníði. 13. ágúst 2014 12:46 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Sekt ÍBV hefði verið fimm sinnum lægri fyrir ári ÍBV fékk vafalítið hæstu sekt í sögu KSÍ fyrir kynþáttaníðið í garð Farids Zato. 13. ágúst 2014 14:00
Algengt að heyra svona á vellinum en sjaldan tekið á þessu Forráðamenn ÍBV báðust afsökunar á framferð stuðningsmann liðsins í leik ÍBV og KR á dögunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en furðuðu sig á því að ekki væri oftar gripið til refsingar. 13. ágúst 2014 21:18
Eyjamenn biðja Farid afsökunar | Níðingurinn í heimaleikjabann ÍBV fagnar því að KSÍ taki strangt á kynþáttaníði. 13. ágúst 2014 12:46