Lífið

Kaupa minna, nota meira

Jet Korine segist vera með klassískan stíl og reynir að kaupa bara flíkur sem passa saman.
Jet Korine segist vera með klassískan stíl og reynir að kaupa bara flíkur sem passa saman. Fréttablaðið/Daníel
„Minn stíll er klassískur. Ég er í stríði við fataskápinn minn því ég vil minnka hann, vera aðeins með flíkur í honum sem ég nota. Fólk á of mikið af fötum í fataskápum sínum sem eru í lélegum gæðum og það notar ekkert. Mottóið mitt er að eiga minna og nota meira og ég vil meina að kauphegðun fólks sé lífsstílstengd. Ég kaupi mér bara hluti sem ég veit að passa saman og ég mun nota mikið. Ég hugsa líka þannig þegar ég kaupi inn vörur í búðina mína,“ segir Jet Korine, eigandi búðarinnar GLORIA við Laugaveg. 

„Þetta er taska frá Jerome Dreyfuss, sem er franskur hönnuður og eiginmaður fatahönnuðarins Isabel Marant. Þessi taska kostaði sitt en ég er búin að eiga hana í níu ár og mér finnst hún bara verða flottari með tímanum. Ég nota hana mikið svo þetta eru kaup sem hafa heldur betur borgað sig.“
„Peysa frá Humanoid, gróft prjónuð eins og verður mikið um í vetur. Hún er eins og kápa yfir sumartímann en svo á veturna verður hún inniflík. Þessi peysa er ein af þeim flíkum sem er alltaf í notkun og ég mæli með því að allir eigi í slíka flík í fataskápnum.“
„Hattur frá forte_forte sem fæst í GLORIU. Ég hef alltaf verið hattakona og Íslendingar virðast vera að kveikja á þessu núna. Fylgihlutur vetrarins.“
„Stakur jakki frá forte_forte sem ég nota mikið. Það verða allir að eiga einn almennilegan svartan jakka í fataskápnum. Hægt að para saman við hvað sem er; bæði sparilegur og hvunndags.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.