Lífið

„Frumsýningin gekk frábærlega“

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Ívar Páll Jónsson er sáttur við sýninguna.
Ívar Páll Jónsson er sáttur við sýninguna. mynd/einkasafn
„Frumsýningin gekk frábærlega. Við höfum verið með forsýningar síðustu tvær vikur og sýningin hefur alltaf verið að þéttast og verða betri, hún hefur aldrei verið betri en á frumsýningunni,“ segir Ívar Páll Jónsson, höfundur söngleiksins Revolution Inside the Elbow of Ragnar Agnarsson Furniture Painter sem frumsýndur var í Minetta Lane Theater í New York borg.

Um er að ræða Off Broadway-söngleik sem sýndur er í um 350 sæta leikhúsi sem þykir frekar stórt miðað við Off Broadway-leikhús.

„Salurinn er í stærri kantinum. Þetta er veglegt hús og það er hátt til lofts. Salurinn var fullur á frumsýningunni sem er ánægjulegt. Það voru um það bil sextíu Íslendingar sem mættu á sýninguna,“ segir Ívar Páll.

Hann segir það hafa verið gott að hafa Íslendinga salnum. „Það er alltaf gott að hitta sitt fólk og finna fyrir stuðningi.“

Ívar Páll, sem hefur dvalið í New York síðan um miðjan júnímánuð, segir sýninguna hafa þróast hægt og rólega og hún sé fyrst núna orðin eins og hún eigi að vera.

„Æfingar hófust í júní þannig að þetta hefur verið langur og strangur ferill. Ég hef verið að vinna í handritinu þangað til fyrir viku þannig að þetta var fulltilbúið fyrir skömmu. Þetta er orðið þriggja og hálfs árs ferli,” útskýrir Ívar Páll.

Hér má nálgast ýmiss myndbönd í tengslum við sýninguna.


Tengdar fréttir

Íslenskur söngleikur settur upp í New York

"Öll umgjörðin í verkinu er súrrealísk og framandi. Kjarninn er saga sem við könnumst öll við. Fjallar um þetta mannlega. Fjallar um hvað við viljum í lífinu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.