Lífið

Vöðvatröllin hafa engu gleymt

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Sylvester Stallone mætti ásamt eiginkonunni Jennifer Flavin og dætrum þeirra.
Sylvester Stallone mætti ásamt eiginkonunni Jennifer Flavin og dætrum þeirra. Vísir/Getty
Hasarmyndin Expendables 3 var frumsýnd í Los Angeles á miðvikudag.

Allar helstu stjörnur myndarinnar voru mættar á frumsýninguna og var öllu til tjaldað á rauða dreglinum. Gömlu kempurnar hafa svo sannarlega engu gleymt, en á meðal leikara í myndinni eru Arnold Schwarzenegger, Harrison Ford, Wesley Snipes, Jason Statham og Dolph Lundgren. 

Kóngurinn sjálfur Arnold Schwarzenegger mætti í öllu sínu veldi.
Meistarinn Dolph Lundgren klikkar ekki.
Jason Statham mætti með kærustunni, ofurfyrirsætunni Rosie Huntington-Whiteley.
Wesley Snipes lét sig ekki vanta, enda einn af aðalleikurum myndarinnar.
Terry Crews var hress.
Glæsileg Carmen Electra mætti í gallakjól.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.