Lífið

Hver er Steiney Skúladóttir?

Steiney Skúladóttir er í hljómsveitinni Þrjár Basískar sem vöktu athygli í sumar fyrir hressilegar rímur.
Steiney Skúladóttir er í hljómsveitinni Þrjár Basískar sem vöktu athygli í sumar fyrir hressilegar rímur.
Steiney Skúladóttir er nýjasta dóttirin í Reykjavíkurdætrum. Hún hefur að auki sungið með hljómsveitinni Þrjár Basískar í sumar sem var verkefni á vegum Skapandi sumarstarfa í Reykjavík. Hún vakti athygli fyrr á árinu þegar hún hélt óhefðbundna þakkarræðu fyrir móður sína, Halldóru Geirharðsdóttur, þegar hún sigraði Eddu-verðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni Málmhaus. Lífið fékk hana til að svara laufléttum spurningum.

Nafn? Steiney Skúladóttir

Aldur? 24 ára

Starf? Ég ætlaði að skrá mig sem drusla í símaskrána um daginn en það mátti ekki.

Maki? Laxa-nigiri er reyndar mitt uppáhalds.

Stjörnumerki? Steingeit eins og Jesús.

Hvað fékkstu þér í morgunmat? Ég hentist inn í Pétursbúð og keypti mér jógúrt.

Uppáhaldsstaður? Í dag væri það Vesturbæjarlaugin því það er sólskin.

Hreyfing? Ég var að byrja í víkingaþreki en annars er ég með gömul skíðalæri.

Uppáhaldslistamaður? Um þessar mundir er það Dóra Jóhannsdóttir sem er að kenna snilld í Haraldinum.

Uppáhaldsmynd? Mulan.

A- eða B-manneskja? Fer það ekki bara eftir því hvort maður fer snemma eða seint að sofa?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.