Einkaframkvæmd Landspítala er galin Ögmundur Jónasson skrifar 15. ágúst 2014 07:57 Fjölmiðlar greina frá því að þeir sem á fínu máli kallast „fagfjárfestar“ vilji fjármagna nýjan Landspítala með eignatryggðri fjármögnun, þannig að kostnaðurinn við bygginguna myndi ekki lenda á ríkisreikningi. Þannig er kynntur þessi gamli kunningi sem bankar upp á með reglulegu millibili og hefur í tímans rás fengið ýmsir nafngiftir, einkaframkvæmd hefur þetta verið kallað síðustu ár. Einkaframkvæmd á sér einkum tvær rætur, önnur er hagsmunatengd og byggir á því að stjórnvöld vilja hygla einkafjármagninu, en hin lýtur að reikningskúnstum ríkisfjármála og gengur út á það að sýna ekki raunverulegar skuldbindingar ríkissjóðs.Fangelsið hefði kostað hálfan milljarð til viðbótar Þegar ákveðið var að ráðast í byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði kom þetta einnig upp á og voru þá ýmsir mjög eindregið á því máli að ríkið ætti að heimila einkaaðilum að reisa fangelsið, en ríkið síðan leigja afnotin af því. Ég gegndi á þessum tíma embætti innanríkisráðherra og lagðist mjög eindregið gegn þessu á þeirri forsendu að þetta yrði miklu óhagkvæmara fyrir ríkissjóð og þar með skattgreiðendur í landinu. Ég fékk sérfræðinga til að meta hve miklu þetta tap næmi og áætluðu þeir að skattgreiðendur myndu tapa um hálfum milljarði á því að fara einkaframkvæmdarleiðina.Dýrari lán og krafa um gróða Þetta liggur að sjálfsögðu í augum uppi þegar málið er skoðað. „Fagfjárfestarnir“ þurfa á nákvæmlega sama hátt og ríkið að afla lánsfjármagns til framkvæmdarinnar og greiða tilheyrandi vexti. Þeir vextir eru líklegri til að verða heldur hærri en hjá ríkinu þar sem ríkið er jafnan metið sem traustasti lántakandi sem kostur er á og fær því hagstæðustu lánskjörin. Má vel vera að eignatryggingin sem vísað er til vegi þar upp á móti. Eftir stendur þá hagnaðurinn sem rynni til „fagfjárfestanna“ en ella yrði eftir hjá okkur skattgreiðendum. Gleymum því ekki að „fagfjárfestar“ ráðast í einkaframkvæmd til að græða á henni! Þriðja atriðið sem stundum er nefnt af hálfu áróðursmanna fyrir einkaframkvæmd er sú staðhæfing að einkaaðilar geri hlutina á hagkvæmari hátt en ríkið. Þetta segir reynslan erlendis frá ekki vera rétt, enda má ekki gleyma því að jafnvel þótt ríkið annist alla framkvæmdina þá býður það jafnan út við þessar aðstæður einstaka verkþætti en framkvæmir þá ekki sjálft. Þar fyrir utan er það bábilja að ríkið vinni á óhagkvæmari hátt en einkaaðilar. Reyndar er það stórfurðulegt að leyfa sér slíkar fullyrðingar í ljósi okkar eigin reynslu síðustu árin. Í mínum huga skiptir mestu máli að meta aðstæður skynsamlega hverju sinni, nýta kosti markaðarins þar sem það á við en ekki þar sem augljóst er að markaðslausnir stríða gegn almannahagsmunum.Rekstrartekjur Landspítalans? Fram kemur í fréttum að kostnaðaráætlun nýs spítala hljómi upp á 80 milljarða króna, En samkvæmt þessum fréttum þyrfti þetta ekki að verða högg fyrir ríkissjóð enda sé um að ræða „leið sem felur í sér að fjárfestar myndu tryggja byggingu spítalans með kaupum á skuldabréfum sem tryggð væru með framtíðarrekstrartekjum spítalans. Þessi leið er sambærileg þeirri sem farin var í tengslum við byggingu Hvalfjarðarganga.“ Þannig segir Viðskiptablaðið frá og styðst jafnframt við Fréttablaðið. Augnablik. Hvað er hér verið að fara? Hvalfjarðargöngin borgum við algerlega með notendagjöldum. Nú er okkur sagt að nýr Landspítali eigi ekki að verða högg fyrir ríkissjóð því fyrirkomulagið verði það sama. Í þessu samhengi er síðan vísað í framtíðarrekstrartekjur. Hvaðan koma þær? Frá sjúklingum? Varla úr ríkissjóði sem ekki á að verða fyrir neinu teljandi höggi.Við borgum óhagræðið að fullu! Ég leyfi mér að mótmæla þessari ráðagjörð sem annaðhvort byggir á því að við greiðum fyrir nýjan Landspítala að fullu sem skattgreiðendur með tilheyrandi viðbótarálagi miðað við að við fjármögnuðum spítalann milliliðalaust – eða sem er miklu óhugnanlegri framtíðarsýn – að sjúklingarnir borgi með auknum sjúklingagjöldum. Þetta er væntanlega það sem á fínu máli fagfjárfesta heita „rekstrartekjur Landspítalans“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar greina frá því að þeir sem á fínu máli kallast „fagfjárfestar“ vilji fjármagna nýjan Landspítala með eignatryggðri fjármögnun, þannig að kostnaðurinn við bygginguna myndi ekki lenda á ríkisreikningi. Þannig er kynntur þessi gamli kunningi sem bankar upp á með reglulegu millibili og hefur í tímans rás fengið ýmsir nafngiftir, einkaframkvæmd hefur þetta verið kallað síðustu ár. Einkaframkvæmd á sér einkum tvær rætur, önnur er hagsmunatengd og byggir á því að stjórnvöld vilja hygla einkafjármagninu, en hin lýtur að reikningskúnstum ríkisfjármála og gengur út á það að sýna ekki raunverulegar skuldbindingar ríkissjóðs.Fangelsið hefði kostað hálfan milljarð til viðbótar Þegar ákveðið var að ráðast í byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði kom þetta einnig upp á og voru þá ýmsir mjög eindregið á því máli að ríkið ætti að heimila einkaaðilum að reisa fangelsið, en ríkið síðan leigja afnotin af því. Ég gegndi á þessum tíma embætti innanríkisráðherra og lagðist mjög eindregið gegn þessu á þeirri forsendu að þetta yrði miklu óhagkvæmara fyrir ríkissjóð og þar með skattgreiðendur í landinu. Ég fékk sérfræðinga til að meta hve miklu þetta tap næmi og áætluðu þeir að skattgreiðendur myndu tapa um hálfum milljarði á því að fara einkaframkvæmdarleiðina.Dýrari lán og krafa um gróða Þetta liggur að sjálfsögðu í augum uppi þegar málið er skoðað. „Fagfjárfestarnir“ þurfa á nákvæmlega sama hátt og ríkið að afla lánsfjármagns til framkvæmdarinnar og greiða tilheyrandi vexti. Þeir vextir eru líklegri til að verða heldur hærri en hjá ríkinu þar sem ríkið er jafnan metið sem traustasti lántakandi sem kostur er á og fær því hagstæðustu lánskjörin. Má vel vera að eignatryggingin sem vísað er til vegi þar upp á móti. Eftir stendur þá hagnaðurinn sem rynni til „fagfjárfestanna“ en ella yrði eftir hjá okkur skattgreiðendum. Gleymum því ekki að „fagfjárfestar“ ráðast í einkaframkvæmd til að græða á henni! Þriðja atriðið sem stundum er nefnt af hálfu áróðursmanna fyrir einkaframkvæmd er sú staðhæfing að einkaaðilar geri hlutina á hagkvæmari hátt en ríkið. Þetta segir reynslan erlendis frá ekki vera rétt, enda má ekki gleyma því að jafnvel þótt ríkið annist alla framkvæmdina þá býður það jafnan út við þessar aðstæður einstaka verkþætti en framkvæmir þá ekki sjálft. Þar fyrir utan er það bábilja að ríkið vinni á óhagkvæmari hátt en einkaaðilar. Reyndar er það stórfurðulegt að leyfa sér slíkar fullyrðingar í ljósi okkar eigin reynslu síðustu árin. Í mínum huga skiptir mestu máli að meta aðstæður skynsamlega hverju sinni, nýta kosti markaðarins þar sem það á við en ekki þar sem augljóst er að markaðslausnir stríða gegn almannahagsmunum.Rekstrartekjur Landspítalans? Fram kemur í fréttum að kostnaðaráætlun nýs spítala hljómi upp á 80 milljarða króna, En samkvæmt þessum fréttum þyrfti þetta ekki að verða högg fyrir ríkissjóð enda sé um að ræða „leið sem felur í sér að fjárfestar myndu tryggja byggingu spítalans með kaupum á skuldabréfum sem tryggð væru með framtíðarrekstrartekjum spítalans. Þessi leið er sambærileg þeirri sem farin var í tengslum við byggingu Hvalfjarðarganga.“ Þannig segir Viðskiptablaðið frá og styðst jafnframt við Fréttablaðið. Augnablik. Hvað er hér verið að fara? Hvalfjarðargöngin borgum við algerlega með notendagjöldum. Nú er okkur sagt að nýr Landspítali eigi ekki að verða högg fyrir ríkissjóð því fyrirkomulagið verði það sama. Í þessu samhengi er síðan vísað í framtíðarrekstrartekjur. Hvaðan koma þær? Frá sjúklingum? Varla úr ríkissjóði sem ekki á að verða fyrir neinu teljandi höggi.Við borgum óhagræðið að fullu! Ég leyfi mér að mótmæla þessari ráðagjörð sem annaðhvort byggir á því að við greiðum fyrir nýjan Landspítala að fullu sem skattgreiðendur með tilheyrandi viðbótarálagi miðað við að við fjármögnuðum spítalann milliliðalaust – eða sem er miklu óhugnanlegri framtíðarsýn – að sjúklingarnir borgi með auknum sjúklingagjöldum. Þetta er væntanlega það sem á fínu máli fagfjárfesta heita „rekstrartekjur Landspítalans“.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun