Lífið

Eiga von á barni og safna fyrir plötu

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Sigga Eyrún og Kalli tóku þátt í Sönvakeppni sjónvarpsins og lentu í öðru sæti eftir æsispennandi úrslitakeppni gegn Pollapönkurum.
Sigga Eyrún og Kalli tóku þátt í Sönvakeppni sjónvarpsins og lentu í öðru sæti eftir æsispennandi úrslitakeppni gegn Pollapönkurum. vísir/pjetur
Sigga Eyrún Friðriksdóttir á von á barni með sambýlismanni sínum Karli Olgeirssyni. Barnið var þó ekki komið undir þegar hún tók þátt í söngvakeppni Sjónvarpsins í febrúar síðastliðnum, með laginu Lífið kviknar á ný, sem Karl samdi.

Parið á von á barninu í desember og er þetta þeirra fyrsta barn saman en fyrir eiga þau bæði eitt barn. Það er þó nóg að gera hjá þeim þar til litla krílið mætir á svæðið, því fyrir utan flutninga þessa dagana safna þau fyrir fyrstu sólóplötu Siggu Eyrúnar. 

„Við erum að safna fyrir framleiðslukostnaði og launum hljóðfæraleikarana,“ segir Sigga Eyrún. „Söfnunin er á Karolinafund og nú er eingöngu vika til stefnu."

Á Karolinafund er hægt að kaupa geisladiskinn fyrirfram, miða á útgáfutónleika, fengið einkatónleika parsins heima í stofu eða heimaprjónaða ullarvettlinga- og peysur. 

„Mamma er formaður Handprjónasambandsins og þetta er gert í samvinnu við þau. Ég hef unnið verkefni fyrir þau og fæ lopapeysur í staðinn. Fólk getur því keypt gæðapeysur og peningurinn rennur beint í plötuna." 

Sigga Eyrún segir að í upphafi hafi platan átt að vera ábreiðuplata, þar sem þau Kalli myndu taka upp þeirra uppáhaldslög. 

„Svo fór ég að róta í tónlistinni hans Kalla og hann á svo mikið af fallegum lögum. Platan endar því á að vera með frumsamin lög til helminga við cover-lög."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.