Lífið

Útimarkaður sprettur upp við ósa Elliðaáa

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Ávallt er mikið fjör á þessum markaðsdegi sem stækkar með hverju árinu.
Ávallt er mikið fjör á þessum markaðsdegi sem stækkar með hverju árinu.
Útimarkaður Íbúasamtaka Laugardals verður haldinn í 12. skipti á dag, laugardag, milli klukkan 13 og 17.

Honum er fundinn nýr staður á hverju ári og nú sprettur hann upp við ósa Elliðaáa, nánar tiltekið á plani við Snarfarahöfnina.

Þar má selja allt milli himins og jarðar og öllum er heimil þátttaka.



Ávallt er mikið fjör á þessum markaðsdegi enda eru skemmtilegar uppákomur stór hluti af aðdráttarafli hans.

Hann stækkar líka með hverju árinu og telja vanir fuglatalningarmenn að vel á áttunda þúsund manns hafi heimsótt hann í fyrra.

Þegar líður að kveldi, eða milli 19 og 21 þegar fólk er búið að versla nægju sína, verður haldin kvöldvaka á svæðinu með götugrilli, lifandi tónlist, almennum söng við gítarundirleik og huggulegheitum.

Í anda vistverndar eru markaðsgestir hvattir til þess að sækja markaðinn gangandi, hjólandi eða með strætó.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.